Bragi kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna

Bragi Guðbrandsson hefur verið kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára.

Bragi Guðbrandsson
Bragi Guðbrandsson
Auglýsing

Bragi Guð­brands­son var í dag kjör­inn í nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi barns­ins til næstu fjög­urra ára. Atkvæða­greiðslan fór fram á fundi aðild­ar­ríkja Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna sem hald­inn var í New York í dag. 

Þetta kemur fram í frétt utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins. 

Sam­kvæmt frétt­inni fékk Bragi mjög góða kosn­ingu eða 155 atkvæði af 195. Átján fram­bjóð­endur sótt­ust eftir níu sætum í nefnd­inni. Bragi, ásamt full­trúa Samóa, fékk næst­flest atkvæði allra en full­trúi Marokkó hlaut 160 atkvæði.

Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra segir við til­efnið að rétt­indi barna séu eitt af þeim mál­efnum sem Ísland talar reglu­lega fyrir á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna og í þess­ari nið­ur­stöðu felist því mikil við­ur­kenn­ing á frammi­stöðu Íslands á þessu sviði. „Bragi Guð­brands­son er sömu­leiðis vel að þessu kom­inn enda hefur hann mennt­un, sér­þekk­ingu og ára­tuga reynslu, bæði á Íslandi og í alþjóða­starfi, í þeim mála­flokki sem barna­rétt­ar­nefndin fæst við,“ segir hann. 

Ás­mundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra fagnar úrslitum atkvæða­greiðsl­unn­ar. Hann seg­ist ánægður með þessa nið­ur­stöðu. „Ís­land hefur nú fengið rödd á þessum mik­il­væga vett­vangi þar sem talað er fyrir rétt­indum barna og bættri stöðu þeirra á grund­velli Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Ára­tuga reynsla og þekk­ing Braga Guð­brands­sonar á mál­efnum barna og þátt­taka hans í alþjóð­legu sam­starfi á þessu sviði mun án efa nýt­ast vel í störfum barna­rétt­ar­nefnd­ar­inn­ar.“

Nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi barns­ins hefur aðsetur í Genf í Sviss. Verk­efni hennar er að fylgj­ast með fram­kvæmd samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi barns­ins og bók­ana við hann. Nefndin er skipuð átján sjálf­stæð­um, óháðum sér­fræð­ing­um, sem kosnir eru til fjög­urra ára í senn. Aðild­ar­ríkin kjósa níu sér­fræð­inga í júní annað hvert ár.

Fyrr á þessu ári sam­þykkti rík­is­stjórnin til­lögu félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra um fram­boð Braga í nefnd­ina og var utan­rík­is­ráðu­neyt­inu falið að und­ir­búa fram­boð­ið. Fasta­nefnd Íslands í New York hefur borið hit­ann og þung­ann af þeirri vinnu, segir í frétt ráðu­neyt­anna. 

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent