Bragi kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna

Bragi Guðbrandsson hefur verið kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára.

Bragi Guðbrandsson
Bragi Guðbrandsson
Auglýsing

Bragi Guð­brands­son var í dag kjör­inn í nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi barns­ins til næstu fjög­urra ára. Atkvæða­greiðslan fór fram á fundi aðild­ar­ríkja Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna sem hald­inn var í New York í dag. 

Þetta kemur fram í frétt utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins. 

Sam­kvæmt frétt­inni fékk Bragi mjög góða kosn­ingu eða 155 atkvæði af 195. Átján fram­bjóð­endur sótt­ust eftir níu sætum í nefnd­inni. Bragi, ásamt full­trúa Samóa, fékk næst­flest atkvæði allra en full­trúi Marokkó hlaut 160 atkvæði.

Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra segir við til­efnið að rétt­indi barna séu eitt af þeim mál­efnum sem Ísland talar reglu­lega fyrir á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna og í þess­ari nið­ur­stöðu felist því mikil við­ur­kenn­ing á frammi­stöðu Íslands á þessu sviði. „Bragi Guð­brands­son er sömu­leiðis vel að þessu kom­inn enda hefur hann mennt­un, sér­þekk­ingu og ára­tuga reynslu, bæði á Íslandi og í alþjóða­starfi, í þeim mála­flokki sem barna­rétt­ar­nefndin fæst við,“ segir hann. 

Ás­mundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra fagnar úrslitum atkvæða­greiðsl­unn­ar. Hann seg­ist ánægður með þessa nið­ur­stöðu. „Ís­land hefur nú fengið rödd á þessum mik­il­væga vett­vangi þar sem talað er fyrir rétt­indum barna og bættri stöðu þeirra á grund­velli Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Ára­tuga reynsla og þekk­ing Braga Guð­brands­sonar á mál­efnum barna og þátt­taka hans í alþjóð­legu sam­starfi á þessu sviði mun án efa nýt­ast vel í störfum barna­rétt­ar­nefnd­ar­inn­ar.“

Nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi barns­ins hefur aðsetur í Genf í Sviss. Verk­efni hennar er að fylgj­ast með fram­kvæmd samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi barns­ins og bók­ana við hann. Nefndin er skipuð átján sjálf­stæð­um, óháðum sér­fræð­ing­um, sem kosnir eru til fjög­urra ára í senn. Aðild­ar­ríkin kjósa níu sér­fræð­inga í júní annað hvert ár.

Fyrr á þessu ári sam­þykkti rík­is­stjórnin til­lögu félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra um fram­boð Braga í nefnd­ina og var utan­rík­is­ráðu­neyt­inu falið að und­ir­búa fram­boð­ið. Fasta­nefnd Íslands í New York hefur borið hit­ann og þung­ann af þeirri vinnu, segir í frétt ráðu­neyt­anna. 

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent