Bragi kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna

Bragi Guðbrandsson hefur verið kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára.

Bragi Guðbrandsson
Bragi Guðbrandsson
Auglýsing

Bragi Guð­brands­son var í dag kjör­inn í nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi barns­ins til næstu fjög­urra ára. Atkvæða­greiðslan fór fram á fundi aðild­ar­ríkja Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna sem hald­inn var í New York í dag. 

Þetta kemur fram í frétt utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins. 

Sam­kvæmt frétt­inni fékk Bragi mjög góða kosn­ingu eða 155 atkvæði af 195. Átján fram­bjóð­endur sótt­ust eftir níu sætum í nefnd­inni. Bragi, ásamt full­trúa Samóa, fékk næst­flest atkvæði allra en full­trúi Marokkó hlaut 160 atkvæði.

Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra segir við til­efnið að rétt­indi barna séu eitt af þeim mál­efnum sem Ísland talar reglu­lega fyrir á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna og í þess­ari nið­ur­stöðu felist því mikil við­ur­kenn­ing á frammi­stöðu Íslands á þessu sviði. „Bragi Guð­brands­son er sömu­leiðis vel að þessu kom­inn enda hefur hann mennt­un, sér­þekk­ingu og ára­tuga reynslu, bæði á Íslandi og í alþjóða­starfi, í þeim mála­flokki sem barna­rétt­ar­nefndin fæst við,“ segir hann. 

Ás­mundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra fagnar úrslitum atkvæða­greiðsl­unn­ar. Hann seg­ist ánægður með þessa nið­ur­stöðu. „Ís­land hefur nú fengið rödd á þessum mik­il­væga vett­vangi þar sem talað er fyrir rétt­indum barna og bættri stöðu þeirra á grund­velli Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Ára­tuga reynsla og þekk­ing Braga Guð­brands­sonar á mál­efnum barna og þátt­taka hans í alþjóð­legu sam­starfi á þessu sviði mun án efa nýt­ast vel í störfum barna­rétt­ar­nefnd­ar­inn­ar.“

Nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi barns­ins hefur aðsetur í Genf í Sviss. Verk­efni hennar er að fylgj­ast með fram­kvæmd samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi barns­ins og bók­ana við hann. Nefndin er skipuð átján sjálf­stæð­um, óháðum sér­fræð­ing­um, sem kosnir eru til fjög­urra ára í senn. Aðild­ar­ríkin kjósa níu sér­fræð­inga í júní annað hvert ár.

Fyrr á þessu ári sam­þykkti rík­is­stjórnin til­lögu félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra um fram­boð Braga í nefnd­ina og var utan­rík­is­ráðu­neyt­inu falið að und­ir­búa fram­boð­ið. Fasta­nefnd Íslands í New York hefur borið hit­ann og þung­ann af þeirri vinnu, segir í frétt ráðu­neyt­anna. 

Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni að undanförnu.
Kjarninn 24. febrúar 2019
Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent