Bragi kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna

Bragi Guðbrandsson hefur verið kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára.

Bragi Guðbrandsson
Bragi Guðbrandsson
Auglýsing

Bragi Guð­brands­son var í dag kjör­inn í nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi barns­ins til næstu fjög­urra ára. Atkvæða­greiðslan fór fram á fundi aðild­ar­ríkja Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna sem hald­inn var í New York í dag. 

Þetta kemur fram í frétt utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins. 

Sam­kvæmt frétt­inni fékk Bragi mjög góða kosn­ingu eða 155 atkvæði af 195. Átján fram­bjóð­endur sótt­ust eftir níu sætum í nefnd­inni. Bragi, ásamt full­trúa Samóa, fékk næst­flest atkvæði allra en full­trúi Marokkó hlaut 160 atkvæði.

Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra segir við til­efnið að rétt­indi barna séu eitt af þeim mál­efnum sem Ísland talar reglu­lega fyrir á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna og í þess­ari nið­ur­stöðu felist því mikil við­ur­kenn­ing á frammi­stöðu Íslands á þessu sviði. „Bragi Guð­brands­son er sömu­leiðis vel að þessu kom­inn enda hefur hann mennt­un, sér­þekk­ingu og ára­tuga reynslu, bæði á Íslandi og í alþjóða­starfi, í þeim mála­flokki sem barna­rétt­ar­nefndin fæst við,“ segir hann. 

Ás­mundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra fagnar úrslitum atkvæða­greiðsl­unn­ar. Hann seg­ist ánægður með þessa nið­ur­stöðu. „Ís­land hefur nú fengið rödd á þessum mik­il­væga vett­vangi þar sem talað er fyrir rétt­indum barna og bættri stöðu þeirra á grund­velli Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Ára­tuga reynsla og þekk­ing Braga Guð­brands­sonar á mál­efnum barna og þátt­taka hans í alþjóð­legu sam­starfi á þessu sviði mun án efa nýt­ast vel í störfum barna­rétt­ar­nefnd­ar­inn­ar.“

Nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi barns­ins hefur aðsetur í Genf í Sviss. Verk­efni hennar er að fylgj­ast með fram­kvæmd samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi barns­ins og bók­ana við hann. Nefndin er skipuð átján sjálf­stæð­um, óháðum sér­fræð­ing­um, sem kosnir eru til fjög­urra ára í senn. Aðild­ar­ríkin kjósa níu sér­fræð­inga í júní annað hvert ár.

Fyrr á þessu ári sam­þykkti rík­is­stjórnin til­lögu félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra um fram­boð Braga í nefnd­ina og var utan­rík­is­ráðu­neyt­inu falið að und­ir­búa fram­boð­ið. Fasta­nefnd Íslands í New York hefur borið hit­ann og þung­ann af þeirri vinnu, segir í frétt ráðu­neyt­anna. 

Borgarstjóri: Óvissu eytt um borgarlínu og framkvæmdir hefjast 2020
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu og samkomulag sem á að tryggja fjármögnun borgarlínu.
Kjarninn 21. september 2018
Breytingar hafa leitt til verulega bætts árangurs peningastefnunnar
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd peningastefnunnar hafi skilað miklum árangri.
Kjarninn 21. september 2018
Steinunn Þorvaldsdóttir
Afleitur handavandi
Kjarninn 21. september 2018
WOW air greiðir hærri vexti en önnur flugfélög
Bloomberg segir að vextirnir sem WOW air borgar vegna skuldabréfaútgáfu sinnar séu hærri en vextir í útboðum annarra evrópskra flugfélaga sem farið hafa fram á síðustu árum.
Kjarninn 21. september 2018
Birkir Hólm Guðnason
Birkir Hólm Guðnason nýr forstjóri Samskipa
Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Samskipa og Birkir Hólm Guðnason tekur við.
Kjarninn 21. september 2018
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ráðherra skipar stýri­hóp um mótun nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur skipað stýrihóp um mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Stefnan skal liggja fyrir ekki síðar en 1. maí næstkomandi.
Kjarninn 21. september 2018
Vilja þyrlupall á Heimaey
Fimm þingmenn hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er falið að gera ráðstafanir til að hanna og staðsetja þyrlupall á Heimaey til að auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.
Kjarninn 21. september 2018
Helmingur landsmanna sækir fréttir af vefsíðum fréttamiðla
Samkvæmt nýrri könnun MMR sækja einungis 4 prósent Íslendinga helst fréttir í dagblöð en 9 prósent af samfélagsmiðlum.
Kjarninn 21. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent