Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri DV lést í gærmorgun á hjartadeild Landspítalans. Þetta kemur fram í nýbirtri fréttatilkynningu frá fjölskyldu Jónasar.
Jónas var fæddur í Reykjavík 5. febrúar 1940. Foreldrar hans voru Anna Pétursdottir bókari og Kristján Jónasson læknir. Systir Jónasar er Anna Halla lögfræðingur. Jónas lauk stúdentsprófi frá MR 1959 og BA prófi í sagnfærði frá HÍ 1966.
Jónas skrifaði reglulega pistla á vefriti sínu jonas.is, en hann var einnig formaður Blaðamannafélags Íslands og Íslandsnefndar International Press Institute. Auk þess skrifaði Jónas fjölda bóka, einkum ferðabækur og hestarit.
Eiginkona hans, Kristín Halldórsdóttir, fyrrverandi alþingismaður lést 14.júlí 2016. Börn þeirra eru Kristján jarðfræðingur, Pálmi fréttamaður og sagnfræðingur, Pétur kerfisfræðingur og Halldóra flugmaður.