Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur lokað máli sem það hafði til skoðunar varðandi endurskipulagningu íslenskra lánastofnana. Eftirlitsstofnunin telur Ísland hafa gert viðeigandi lagabreytingar varðandi endurskipulagningu lánastofnana.
Samkvæmt tilskipun ESB um endurskipulagningu eða slitameðferð lánastofnana innan Evrópska efnahagssvæðisins ræðst endurskipulagningin af þeirri málsmeðferð, lögum og reglum sem gilda í heimaríkinu, þar sem lánastofnunin er skráð.
ESA taldi í rökstuddu áliti sem það sendi Íslandi í febrúar, að Ísland hefði hvorki innleitt tilskipunina né undantekningarákvæði hennar á réttan hátt.
Auglýsing
Nýverið lauk Ísland hins vegar innleiðingu á nýrri löggjöf þar sem tekið er á þeim vanköntum sem ESA benti ár. Er málinu því lokið.