Írönsk stjórnvöld huga að því að svara viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna auk hótana Trumps gegn forseta landsins með banni á öllum olíuútflutningum úr Persaflóa. Frá þessu er greint í frétt Reuters fyrr í dag.
Samskipti milli stjórnvalda í Íran og Bandaríkjunum hafa versnað á síðustu dögum, en Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði Íransforseta í hástöfum með Twitter-færslu sinni í gær. Kjarninn fjallaði um færsluna, en hún kom í kjölfar ummæla Rouhani um að átök við Íran yrði „móðir allra stríða.“ Trump varaði hins vegar við afleiðingunum af því að vera með hótanir í garð Bandaríkjanna. Þeim myndi Íran gjalda með afleiðingum sem fáir hafi þurft að ganga í gegnum áður. Tístið má sjá hér að neðan.
To Iranian President Rouhani: NEVER, EVER THREATEN THE UNITED STATES AGAIN OR YOU WILL SUFFER CONSEQUENCES THE LIKES OF WHICH FEW THROUGHOUT HISTORY HAVE EVER SUFFERED BEFORE. WE ARE NO LONGER A COUNTRY THAT WILL STAND FOR YOUR DEMENTED WORDS OF VIOLENCE & DEATH. BE CAUTIOUS!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 23, 2018
„Sterk, óhugsanleg og hörmuleg“ viðbrögð
„Ef Bandaríkin vilja raunverulega stíga í þessa átt er öruggt að þeir munu mæta viðbrögðum og jöfnum mótaðgerðum frá Íran,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytis landsins, Bahram Qassemi. Hershöfðingi varnarliðs Írans, Mohammad Bagheri, tók í sama streng og varaði við „sterkum, óhugsanlegum og hörmulegum“ viðbrögðum frá stjörnvöldum Íslamska lýðveldisins í Íran fyrr í dag, samkvæmt írönsku fréttaveitunni IRNA.
Í góðri stöðu
Enn fremur bætir Bagheri við að landið sé í góðri stöðu varðandi öryggisgæslu olíuflutninga um Persaflóann og Hormuz-sundi og hafi getu til að bregðast við hvers konar viðskiptum í þessum heimshluta. Samhljlómur virðist vera innan írönsku ríkisstjórnarinnar um aðgerðirnar, en síðastliðinn laugardag studdi þjóðarleiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei tillögu forsetans Hassan Rouhani um stöðvun olíuútflutnings úr Persaflóanum verði útflutningur Írans stöðvaður.
Forseti þjóðþings Írana lýsti ummælum Trumps sem „orðum vandræðagemsa“ í gær og sagði Bandaríkjamenn upplifa mikla óreiðu í alþjóðlegum samskiptum sínum við önnur lönd þessa stundina.