Íranir svara Trump með hugsanlegum mótaðgerðum

Stjórnvöld í Teheran í Íran hafa sagst munu banna allan olíuútflutning úr Persaflóa fari Bandaríkin í harkalegar aðgerðir gegn landinu.

Hassan Rouhani, forseti Írans.
Hassan Rouhani, forseti Írans.
Auglýsing

Írönsk stjórn­völd huga að því að svara við­skipta­þving­unum Banda­ríkj­anna auk hót­ana Trumps gegn for­seta lands­ins með banni á öllum olíu­út­flutn­ingum úr Persaflóa. Frá þessu er greint í frétt Reuters fyrr í dag.

Sam­skipti milli stjórn­valda í Íran og Banda­ríkj­unum hafa versnað á síð­ustu dög­um, en Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hót­aði Írans­for­seta í hástöfum með Twitt­er-­færslu sinni í gær. Kjarn­inn fjall­aði um færsl­una, en hún kom í kjöl­far ummæla Rou­hani um að átök við Íran yrði „móðir allra stríða.“ Trump var­aði hins vegar við afleið­ing­unum af því að vera með hót­anir í garð Banda­ríkj­anna. Þeim myndi Íran gjalda með afleið­ingum sem fáir hafi þurft að ganga í gegnum áður. Tístið má sjá hér að neð­an.

Auglýsing


„Sterk, óhugs­an­leg og hörmu­leg“ við­brögð

„Ef Banda­ríkin vilja raun­veru­lega stíga í þessa átt er öruggt að þeir munu mæta við­brögðum og jöfnum mót­að­gerðum frá Íran,“ sagði tals­maður utan­rík­is­ráðu­neytis lands­ins, Bahram Qas­semi. Hers­höfð­ingi varn­ar­liðs Írans, Mohammad Bag­heri, tók í sama streng og var­aði við „sterk­um, óhugs­an­legum og hörmu­leg­um“ við­brögðum frá stjörn­völdum Íslamska lýð­veld­is­ins í Íran fyrr í dag, sam­kvæmt írönsku frétta­veit­unni IRNA. 

Í góðri stöðu

Enn fremur bætir Bag­heri við að landið sé í góðri stöðu varð­andi örygg­is­gæslu olíu­flutn­inga um Persafló­ann og Hormuz-sundi og hafi getu til að bregð­ast við hvers konar við­skiptum í þessum heims­hluta. Sam­hljlómur virð­ist vera innan írönsku rík­is­stjórn­ar­innar um aðgerð­irn­ar, en síð­ast­lið­inn laug­ar­dag studdi þjóð­ar­leið­togi Írans, Aya­tollah Ali Khamenei til­lögu for­set­ans Hassan Rou­hani um stöðvun olíu­út­flutn­ings úr Persafló­anum verði útflutn­ingur Írans stöðv­að­ur. 

For­seti þjóð­þings Írana lýsti ummælum Trumps sem „orðum vand­ræða­gemsa“ í gær og sagði Banda­ríkja­menn upp­lifa mikla óreiðu í alþjóð­legum sam­skiptum sínum við önnur lönd þessa stund­ina. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent