Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur opinberað áætlanir sínar um 25 prósenta toll á kínverskar innflutningsvörur að andvirði 200 milljarða Bandaríkjadala. Forseti Bandaríkjanna hafði áður hótað tollalagningu á umræddum vörum, en sagði þær myndu aðeins ná tíu prósentum. Þetta er haft eftir tveimur heimildarmönnum fréttasíðunnar Bloomberg.
Samkvæmt fréttinni standa yfir einkafundir milli Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna og aðstoðarforsætisráðherrra Kína, Liu He, þar sem báðir aðilar leita að leiðum til að hefja samningaviðræður milli landanna beggja í yfirstandandi viðskiptastríði.
Bandaríkin settu á 25 prósenta tolla á 34 milljarða virði af kínverskum innflutningi í byrjun júlímánaðar og búist er við frekari tollalagningu á 16 milljarða innflutningi í dag. Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur einnig nýlega hótað 10 prósenta tollum á 200 milljarða Bandaríkjadala virði af kínverskum vörum, nái löndin ekki að semja sín á milli.
Samkvæmt miðlum Bloomberg á Trump hins vegar að hafa skipað viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna Robert Lightizer að hækka 10 prósenta tollamarkið sitt á 200 milljarða dala innflutninginn í 25 prósent. Miðlar fréttaveitunnar sögðu hins vegar breytingarnar á áherslurnar ekki hafa enn náð í gegn, en mögulega yrði hætt við þær ef þær sæta mikilli opinberri gagnrýni.