Gjaldeyrishrun Tyrklands smitar út frá sér

Snörp veiking tyrknesku lírunnar er farin að bíta fjölmörg fyrirtæki tengd Tyrklandi, evruna og gjaldmiðla annarra nýmarkaðsríkja. Forseti Tyrklands ásakar Bandaríkin um að hafa stungið Tyrki í bakið og segir falsfréttir að baki krísunni.

Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti.
Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti.
Auglýsing

Verð­bréf og gjald­miðlar víðs vegar um heim­inn lækka ört í verði vegna yfir­stand­andi gjald­eyr­is­hruns í Tyrk­landi. For­seti lands­ins hefur ásakað Banda­ríkin um að hafa stungið Tyrki í bakið og segir „fals­frétt­ir“ vera ástæða krís­unn­ar. The Guar­dian greinir frá.

Kjarn­inn hefur áður greint frá gjald­eyr­is­krís­unni í Tyrk­landi, en gjald­mið­ill­inn þar, tyrk­neska líran, hefur hrapað í verði á síð­ustu dögum eftir að Banda­ríkja­stjórn til­kynnti að hún myndi beita frek­ari við­skipta­þving­unum og tolla­hækk­unum gegn Tyrk­landi. Þar að auki hafa Tyrkir tekið stór lán í Banda­ríkja­dölum og neita nú að hækka vexti sam­hliða vaxta­hækk­unum dollar­ans. Við það hefur verð­bólgan í land­inu náð met­hæðum og traust til lírunnar hrap­að. 

Hrun lírunnar hélt svo áfram í dag, en hún hefur lækkað um tæp sjö pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal það sem af er degi. Einnig ríkir fjár­magns­flótti í tyrk­nesku kaup­höll­inni þar sem stærstu fyr­ir­tækin hafa að með­al­tali lækkað um tíu pró­sent í verð­i. 

Auglýsing

Líran bítur evr­ópska banka og nýmark­aðs­ríki

Ástandið í Tyrk­landi er byrjað að smita út frá sér til ann­arra ríkja og fyr­ir­tækja víðs vegar um heim­inn. Meðal þeirra eru evr­ópskir bankar með starf­semi í land­inu, líkt og BBVA og UniCredit, sem báðir hafa lækkað um 2% í verði frá dags­byrj­un. Evr­ópskir bankar hafa einnig kröfur í tyrk­neskum bönkum að and­virði yfir hund­rað millj­arða Banda­ríkja­dala, en fari svo að ástandið versni gætu bank­arnir í Tyrk­landi orðið gjald­þrota. Hættan á greiðslu­stöðvun frá tyrk­neskum bönkum hefur því veikt traust gagn­vart evr­unni, en gengi hennar gagn­vart Banda­ríkja­dal hefur ekki mælst lægra í heilt ár. 

Slæmt gengi lírunnar hefur einnig haft áhrif á önnur nýmark­aðs­ríki sem hafa einnig tekið lán í Banda­ríkja­döl­um. Gengi rúss­nesku rúblunn­ar, Suð­ur­-A­fríska rands­ins og kín­verska yuans­ins hafa öll veikst gagn­vart Banda­ríkja­dal á þessu ári, en bætt hefur veru­lega í veik­ing­una á síð­ustu dög­um. 

„Fals­frétt­ir“ vanda­málið

For­seti Tyrk­lands, Recep Tayyip Erdogan, kenndi „fals­frétt­um“ um krís­una og Banda­ríkin reyna að „st­inga landið í bak­ið.“ Sam­kvæmt honum hefur fjöldi fólks dreift mis­vísandi upp­lýs­ingum um ástandið til þess að skapa ringul­reið á mark­aðn­um, en Erdogan sagði hvers kyns dreif­ingu á fals­fréttum vera „land­ráð.“ For­set­inn bætti einnig við að líran myndi ná jafn­vægi á sann­gjörnu stigi innan skamm­s. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lítil eru geð guma – Um Landsrétt og Sjálfstæðisflokkinn
Kjarninn 3. desember 2020
Borgarfulltrúi vill ráðningarbann hjá Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg ætlar að verja milljarði króna til að búa til ný störf fyrir fólk sem annars þyrfti fjárhagsaðstoð eða færi á atvinnuleysisbætur. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill ráðningarbann í borginni.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiErlent