Óttast er að tugir séu látnir eftir að brúastólpar undir hraðbraut í Genúa á Ítalíu gáfu sig með þeim afleiðingum að brúin hrundi.
Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir bílar hrundu með brúnni, en eyðileggingin er mikil á vettvangi og stendur björgunarstarf nú yfir.
Brúin var byggð árið 1960 og nefnist Morandi brúin. Hún var um 100 metra há.
Auglýsing
Danilo Toninelli, samgönguráðherra Ítalíu, segir í yfirlýsingu að um harmleik sé að ræða. Rannsókn verði ítarleg, en að of snemmt sé að segja til um hvað olli því að brúin hrundi. Björgunarstarf er nú í gangi á vettvangi.