Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að þagnargreiðslurnar sem Micheal Cohen, fyrrverandi lögfræðingur forsetans, framkvæmdi til að tryggja þögn um ástarsambönd milli forsetans og tveggja kvenna, hafi verið á hans ábyrgð og greiðslurnar hafi sannarlega komið frá honum.
Hann segir greiðslurnar ekki hafa komið úr framboðssjóði hans og því séu þær ekki ólöglegar.
Cohen játaði í gær að hafa brotið gegn lögum um fjármögnun kosningabaráttu með því að hafa innt greiðslurnar af hendi, en Trump segir greiðslurnar hafa komið frá honum sjálfum, eins og áður segir.
EXCLUSIVE: President @realDonaldTrump on if he knew about the Cohen payments. See more from his interview with @ainsleyearhardt tomorrow 6-9amET. pic.twitter.com/HPJPslOG6X
— FOX & friends (@foxandfriends) August 22, 2018
Trump kom fram í viðtali við Fox & Friends í gær og greindi frá sinni hlið á málunum sem snúa að Cohen.
Cohen hefur viðurkennt skatt- og fjársvik, meðal annars í tengslum við 20 milljóna Bandaríkjadala lánveitingar til fjölskyldureksturs hans á sviði leigubílastarfsemi. Rannsókn á ýmsum málum er tengjast Cohen er ekki lokið, þar á meðal á lögfræðistörfum hans fyrir Trump.