Japanski bílaframleiðandinn Toyota mun fjárfesta 500 milljónum Bandaríkjadollurum í Uber, eða það sem samsvarar 53 milljörðum íslenskra króna, og stefna fyrirtækin á að þróa sjálfkeyrandi bíla. Þetta kemur fram í frétt BBC í dag.
Forsvarsmenn Toyota segja að í þessu felist stórframleiðsla á sjálfkeyrandi bílum sem Uber myndi nota í sinni starfsemi. Bílaflotinn mun vera byggður á Toyota Sienna Minivan en til stendur að prufukeyrsla hefjist árið 2021.
Í frétt BBC segir að bæði fyrirtækin, Toyota og Uber, séu talin eftir á í þróun slíkrar tækni og að fyrirtæki á borð við Waymo, sem er í eigu Alphabet, standi þeim mun framar. Með þessu samstarfi væri verið að brú það bil sem myndast hafi milli þessara tveggja fyrirtækja og annarra á markaðinum.
Auglýsing
Markaðsvirði Uber hefur hækkað um 15 prósent síðan í maí síðastliðnum og er nú metið á svipuðu verði og í febrúar, fyrr á þessu ári.