Til stendur að hætta að breyta klukkunni milli sumar- og vetrartíma

Forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins ætlar að leggja til að hætt verði að breyta klukkunni milli sumars og vetrar í Evrópusambandinu.

klukka
Auglýsing

For­seti fram­kvæmd­ar­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins, Jean-Claude Juncker, segir að til standi að hætta því að breyta klukk­unni milli sum­ar- og vetr­ar­tíma. Þetta kom fram í þýskum sjón­varps­þætti síð­ast­lið­inn föstu­dag og greinir The New York Times frá. 

Ástæð­una segir hann vera könnun sem sýnir fram á að meiri­hluti fólks í Evr­ópu­sam­band­inu vill hætta að breyta klukk­unni milli árs­tíða. Sam­kvæmt könn­un­inni telur 80 pró­sent að sum­ar­tím­inn eigi að vera allan árs­ins hring.

Breyt­ing­arnar munu þó ekki taka gildi fyrr en Evr­ópu­þingið hefur sam­þykkt þær og rík­is­stjórnir land­anna innan sam­bands­ins.

Sam­kvæmt evr­ópskum lögum verða öll 28 löndin innan Evr­ópu­sam­bands­ins að breyta klukk­unni síð­asta sunnu­dag­inn í mars og fara aftur yfir á vetr­ar­tíma í lok októ­ber.

Auglýsing

Tími sam­ræmdur á Íslandi árið 1907

Nokkuð hefur verið talað um að breyta fyr­ir­komu­lag­inu hér á landi en þings­á­lykt­un­­ar­til­laga um seink­un stað­ar­­­klukku hef­ur alls verið lögð fram fjór­um sinn­um frá ár­inu 2010 á þingi og hef­ur verið þver­póli­­tísk sam­staða í mál­in­u. 

Sam­kvæmt Vís­inda­vefnum voru lög sett árið 1907 um sam­ræmdan tíma á Íslandi þannig að alls staðar á land­inu skyldu klukkur fylgja tíma sem var einni klukku­stund á eftir Greenwich-­tíma. Áður hafði þetta verið nokkuð breyti­legt þannig að klukkan á Akur­eyri var til dæmis ekki nákvæm­lega það sama og klukkan í Reykja­vík­. Árið 1917 voru sett lög sem heim­il­uðu að klukk­unni væri flýtt um allt að einn og hálfan tíma frá því sem ákveðið var árið 1907. 

Þess­ari heim­ild var beitt á árunum 1917 til 1921 þegar klukk­unni var flýtt um eina klukku­stund yfir sum­arið og var tím­inn á Íslandi þá sami og Greenwich-­tími. Á árunum 1922 til 1938 var klukk­unni hins vegar ekki breytt heldur gilti sami tími á Íslandi allt árið um kring.

Sami tími í fimm­tíu ár

Sá siður að flýta klukk­unni um eina klukku­stund yfir sum­arið var aftur tek­inn upp árið 1939 og var það gert á hverju ári í tæpa þrjá ára­tugi. Íslend­ingar skiptu síð­ast á milli vetr­ar- og sum­ar­tíma árið 1968 en það ár tóku gildi lög sem kváðu á um að sum­ar­tím­inn, það er Greenwich-­tím­inn, skyldi vera stað­al­tími á Íslandi. Síðan þá hefur sami tími gilt allt árið um kring hér á landi.

Minni­hluti mann­kyns breytir klukk­unni hjá sér tvisvar á ári og eru margar af fjöl­menn­ustu þjóðum heims eins og Kína, Ind­land, Indónesía, Pakistan, Bangla­dess, Nígería og Japan ekki með sér­stakan sum­ar­tíma. Mörg þess­ara fjöl­mennu ríkja hafa þó ein­hvern tíma skipt á milli sum­ar- og vetr­ar­tíma en gera það ekki leng­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent