Norsk Hydro hættir við kaupin á álverinu í Straumsvík

Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup á álverinu í Straumsvík. Frá þessu er greint á heimasíðu Norsk Hydro en fyrirtækið gerði í febrúar skuldbinandi til­boð um að kaupa álverið af núver­andi eig­anda þess, Rio Tinto.

álverið í straumsvík
Auglýsing

Norska álfyr­ir­tækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup á álver­inu í Straums­vík. Frá þessu er greint á heima­síðu Norsk Hydro en fyr­ir­tækið gerði í febr­úar skuld­bin­andi til­­­boð um að kaupa álverið af núver­andi eig­anda þess, Rio Tinto.

Í til­boð­inu fólst að kaupa allt hlutafé í íslenska álver­inu, 53 pró­­sent hlut í hol­­lenskri verk­smiðju Rio Tinto og helm­ings hlut í sænskri verk­smiðju fyr­ir­tæk­is­ins. Til­­­boðið í allan pakk­ann hljóð­aði upp á 345 millj­­ónir dali, eða 34,7 millj­­arða króna.

Búist var við því að ferl­inu myndi ljúka á öðrum árs­fjórð­ungi þessa árs.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá Norsk Hydro segir að upp­fylla hafi þurft fjölda skil­yrða, til að mynda frá sam­keppn­is­yf­ir­völdum og íslenskum stjórn­völd­um. Auk þess hafi tekið langan tíma að fá sam­þykki frá evr­ópskum sam­keppn­is­yf­ir­völd­um.

„Eftir að hafa kannað aðrar tíma­lín­ur, útkomur og óskaði Hydro eftir því að hætt yrði við við­skipt­in,“ segir í til­kynn­ing­unni. Báðir aðilar hafa sam­þykkt rift­un­ina og Hydro hefur dregið umsókn sín til evópska sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til baka.

Í febr­úar sagði Svein Ric­hard Brand­tzæg, for­­stjóri Norsk Hydro, að til­­­boðið end­­ur­­spegl­aði mikla trú fyr­ir­tæk­is­ins á álf­ram­­leiðslu. Eft­ir­­spurn eftir því sé að vaxa meira en eftir nokkrum öðrum málmum á heims­vísu.

Norsk Hydro er eitt stærsta álfyr­ir­tæki í heimi. Norska ríkið á 43,8 pró­­sent hlut í því og norski olíu­­­sjóð­­ur­inn á auk þess 6,5 pró­­sent hlut. Hjá fyr­ir­tæk­inu starfa um 13 þús­und manns. Hluta­bréf Norsk Hydro eru skráð í kaup­höll­inni í Osló.

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent