Fjórð­ungi birt­ing­ar­kostn­aðar varið til aug­lýs­inga­kaupa hjá erlendum fyr­ir­tækj­um

Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar um kaup íslenskra fyrirtækja á auglýsingum á netinu var að meðaltali fjórðungi birtingarkostnaðar varið til auglýsingakaupa hjá erlendum fyrirtækjum.

img_4099_raw_1208130458_9552725657_o.jpg
Auglýsing

Nýleg rann­sókn Hag­stofu Íslands um kaup fyr­ir­tækja á aug­lýs­ingum á net­inu leiddi í ljós að helm­ingur íslenskra fyr­ir­tækja með að lág­marki 10 starfs­menn greiddu fyrir aug­lýs­ingar á net­inu árið 2017. 

Að með­al­tali var fjórð­ungi birt­ing­ar­kostn­aðar varið til aug­lýs­inga­kaupa hjá erlendum fyr­ir­tækj­um. Þetta kemur fram í frétt Hag­stof­unn­ar. 

Rann­sóknin var lögð fyrir 959 fyr­ir­tæki með að lág­marki 10 starfs­menn og var svar­hlut­fall 80 pró­sent. 

Hlutfall birtingarkostnaðar til erlendra aðila 2017 Mynd: Bára Huld Beck

Auglýsing

Til skoð­unar að skatt­leggja kaup á erlendum netaug­lýs­ing­um 

Lilja Alfreðsdóttir kynnir tillögurnar Mynd: Bára Huld BeckLilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra kynnti í síð­ustu viku aðgerðir sem snúa að því að 400 millj­ónum króna verður varið til þess að bæta rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla hér á land­i. 

Ein aðgerðin snýr að skatt­lagn­ingu vegna kaupa á aug­lýs­ing­um. Til stendur að sam­ræma gjald­töku við kaup á aug­lýs­ingum svo íslenskir fjöl­miðlar standi jafn­fætis erlendum net­miðl­um.

Til skoð­unar er að skatt­leggja kaup á erlendum netaug­lýs­ingum til þess að jafna stöðu inn­lendra fjöl­miðla og erlendra vef­miðla sem taka til sín ört stækk­andi hluta aug­lýs­inga­mark­að­ar. Horft er til nágranna­landa og Evr­ópu­ríkja sem einnig hafa sam­bæri­leg mál til skoð­un­ar.

Jafn­framt er lagt til að gagn­sæi í opin­berum aug­lýs­inga­kaupum verði auk­ið. Segir í til­lög­unum að hið opin­bera myndi þá kaupa fjölda aug­lýs­inga í fjöl­miðl­um. „Mik­il­vægt er að gagn­sæi sé til staðar í kaupum opin­berra aðila á aug­lýs­ing­um. Það er hægt að gera til dæmis með notkun vefs­ins opn­ir­reikn­ing­ar.is eða með skilum á árlegri skýrslu.“

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent