Fjórð­ungi birt­ing­ar­kostn­aðar varið til aug­lýs­inga­kaupa hjá erlendum fyr­ir­tækj­um

Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar um kaup íslenskra fyrirtækja á auglýsingum á netinu var að meðaltali fjórðungi birtingarkostnaðar varið til auglýsingakaupa hjá erlendum fyrirtækjum.

img_4099_raw_1208130458_9552725657_o.jpg
Auglýsing

Nýleg rann­sókn Hag­stofu Íslands um kaup fyr­ir­tækja á aug­lýs­ingum á net­inu leiddi í ljós að helm­ingur íslenskra fyr­ir­tækja með að lág­marki 10 starfs­menn greiddu fyrir aug­lýs­ingar á net­inu árið 2017. 

Að með­al­tali var fjórð­ungi birt­ing­ar­kostn­aðar varið til aug­lýs­inga­kaupa hjá erlendum fyr­ir­tækj­um. Þetta kemur fram í frétt Hag­stof­unn­ar. 

Rann­sóknin var lögð fyrir 959 fyr­ir­tæki með að lág­marki 10 starfs­menn og var svar­hlut­fall 80 pró­sent. 

Hlutfall birtingarkostnaðar til erlendra aðila 2017 Mynd: Bára Huld Beck

Auglýsing

Til skoð­unar að skatt­leggja kaup á erlendum netaug­lýs­ing­um 

Lilja Alfreðsdóttir kynnir tillögurnar Mynd: Bára Huld BeckLilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra kynnti í síð­ustu viku aðgerðir sem snúa að því að 400 millj­ónum króna verður varið til þess að bæta rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla hér á land­i. 

Ein aðgerðin snýr að skatt­lagn­ingu vegna kaupa á aug­lýs­ing­um. Til stendur að sam­ræma gjald­töku við kaup á aug­lýs­ingum svo íslenskir fjöl­miðlar standi jafn­fætis erlendum net­miðl­um.

Til skoð­unar er að skatt­leggja kaup á erlendum netaug­lýs­ingum til þess að jafna stöðu inn­lendra fjöl­miðla og erlendra vef­miðla sem taka til sín ört stækk­andi hluta aug­lýs­inga­mark­að­ar. Horft er til nágranna­landa og Evr­ópu­ríkja sem einnig hafa sam­bæri­leg mál til skoð­un­ar.

Jafn­framt er lagt til að gagn­sæi í opin­berum aug­lýs­inga­kaupum verði auk­ið. Segir í til­lög­unum að hið opin­bera myndi þá kaupa fjölda aug­lýs­inga í fjöl­miðl­um. „Mik­il­vægt er að gagn­sæi sé til staðar í kaupum opin­berra aðila á aug­lýs­ing­um. Það er hægt að gera til dæmis með notkun vefs­ins opn­ir­reikn­ing­ar.is eða með skilum á árlegri skýrslu.“

Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent