Arion banki hafnar því að óeðlilega hafi verið staðið að sölu í Bakkavör

Arion banki segir að verðmæti eignarhlutar bankans í Bakkavör hafi fimmfaldast í verði á meðan að félagið BG12 hélt á honum. Bankinn hafnar vangaveltum um að ekki hafi verið faglega staðið að sölunni á félaginu.

Arion banki
Auglýsing

Arion banki hafnar því að óeðlilega hafi verið staðið að ráðstöfun á hlut bankans í BG12 í Bakkavör Group þegar hluturinn var seldur í byrjun árs 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu sem bankinn hefur sent frá sér vegna umfjöllunar fjölmiðla um söluna.

Sú umfjöllun byggir á minnisblaði sem Bankasýslu ríkisins sendi fjármála- og efnahagsráðherra 15. janúar síðastliðinn þar sem að fram kom að íslenska ríkið hefði farið á mis við 2,6 milljarða króna með sölu á hlut Arion banka á hlutum sínum í Bakkavör, en ríkið átti á þeim tíma 13 prósent hlut í bankanum. Þar var einnig greint frá því að fulltrúi Bankasýslunnar hafi krafist þess í desember 2017 að inn­ri end­ur­skoð­anda Arion ­banka yrði falið að ­gera form­lega athug­un á sölu bank­ans á hlut sínum í Bakka­vör þar sem stærstu eig­endur eru Ágúst og Lýður Guð­munds­syn­ir.

Meiri­hluti stjórnar bank­ans hafn­aði hins vegar til­lögu Kirstín­ar Þ. Flygenring, þáver­andi full­trú­a ­Banka­sýsl­unnar í stjórn bank­ans, þess efnis.

Auglýsing
Gengið var frá sölu eign­ar­halds­fé­lags­ins BG12 á 45,9 pró­senta hlut í Bakka­vör í jan­úar árið 2016 en ­Arion banki fór með 62 pró­senta hlut í eign­ar­halds­fé­lag­inu. Aðr­ir ­eig­endur BG12 voru aðal­lega líf­eyr­is­sjóð­ir, eins og til dæmis Líf­eyr­is­sjóð­ur­ versl­un­ar­manna sem átti 14,3 pró­senta hlut og Gildi með­ 11,6 pró­senta hlut. Kaup­endur að hlutnum voru bræð­urnir Ágúst og Lýður Guð­munds­syn­ir, stofn­end­ur Bakka­var­ar, en þeir áttu fyrir um 38 pró­sent í mat­væla­fram­leið­and­an­um, og banda­ríski vog­un­ar­sjóð­ur­inn Baupost. Var kaup­verð­ið ríf­lega 147 millj­ónir punda.

Í fyrra var Bakkavör svo skráð á markað í Bretlandi. Virði félagsins þá var 1,14 milljarðar punda, um 169 milljarðar króna, eða fjórum sinnum meira en sú upphæð sem bræðurnir höfðu greitt fyrir hann. Þeir hafa selt hluta af eign sinni og eiga nú 50,15 prósent hlut í dag. Baupost á síðan rétt undir 25 prósent hlut.

Eignir bræðranna Ágústar og Lýðs Guðmundssona, stærstu eigenda Bakkavarar, voru metnar á 700 milljónir punda, rúmlega 100 milljarða króna, um síðustu áramót. Þeir voru á þeim tíma í 197. sæti yfir ríkustu íbúa Bretlands, samkvæmt lista The Sunday Times.

Eignir þeirra jukust um 550 milljónir punda, tæplega 80 milljarða króna, á milli ára.

Hafna því að hafa gert nokkuð rangt

Í tilkynningu frá Arion banka segir bankinn að hann líti svo á að hann hafi í hvívetna staðið með eðlilegum og faglegum hætti að framkvæmd á söluferli á eignarhlut í BG12 í Bakkavör Group og hafnar bankinn alfarið vangaveltum um annað.

Þar segir að bankinn hafi einungis getað haldið á óbeinum hlut sínum í Bakkavör í takmarkaðan tíma samkvæmt lögum og því hafi honum borið skylda til að selja hlutinn um leið og tækifæri gafst. Hlutlaus og virtur ráðgjafi, breski bankinn Barclays, hafi verið ráðinn til að halda utan um söluna. Sá ráðgjafi hafi ekki talið álitlegt að skrá Bakkavör á markað á þeim tíma. Þar þar hafi ráðið mestu „mikil skuldastaða félagsins og óeining í eigandahópnum“.

Auglýsing
Hluturinn hafi farið í formlegt söluferli þar sem afmörkuðum hópi fjárfesta í geiranum var boðin þátttaka. „Barclays kynnti Bakkavör Group fyrir rúmlega 50 mögulegum fjárfestum, m. a. helstu fagfjárfestum í matvælaiðnaði og fjárfestingarsjóðum. Í tengslum við söluferlið vann Barclays verðmat á félaginu, auk þess sem virt alþjóðleg ráðgjafarfyrirtæki framkvæmdu ítarlegar og heildstæðar áreiðanleikakannanir á rekstri Bakkavarar Group.  Leiddu þær áreiðanleikakannanir ekkert óeðlilegt í ljós.“

Eftir ítarlegar viðræður við aðra fjárfesta hafi verið ákveðið að selja Baupost og bræðrunum hlutinn þar sem um hæsta skuldbindandi tilboðið hafi verið um að ræða.

Svo segir í tilkynningu Arion banka: „Sú hækkun á verði hluta í Bakkavör Group sem varð á þeim tæpu tveimur árum sem liðu á milli þess sem BG12 seldi hlut sinn í félaginu og þangað til félagið var skráð á markað á árinu 2017, verður rakin til þriggja þátta. Í fyrsta lagi hafði afkoma félagsins batnað umtalsvert vegna ófyrirsjáanlegrar þróunar á mörkuðum félagsins.  Í öðru lagi hafði félaginu tekist að lækka skuldastöðu sína. Í þriðja lagi hafði verð hlutabréfa félaga í matvælaiðnaði almennt hækkað á markaði og tók skráningarverð Bakkavarar Group vitaskuld mið af þeirri almennu hækkun.

Að mati Arion banka fólust í söluverði Bakkavarar Group mjög vel viðunandi endurheimtur þeirra aðila sem lögðu til stofnunar BG12, en verðmæti eignarhlutar þeirra fimmfaldaðist meðan hluturinn var í eigu þess félags. Árleg ávöxtun þessara aðila nam u. þ. b. 40% á ári á eignarhaldstímanum.

Með vísan til framangreinds er hafnað sjónarmiðum um að óeðlilega hafi verið staðið að ráðstöfun á eignarhlut BG12 í Bakkavör Group.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent