Eftir rúman áratug í Kastljósi og Kveik er Helgi Seljan kominn í tímabundið frí frá fréttum.
Frá þessu er greint á Facebook-síðu fréttaskýringaþáttarins Kveiks.
Í færslunni segir að fyrr á árinu hafi Helgi ákveðið að umfjöllunin sem birtist í fyrsta Kveiksþætti vetrarins yrði hans síðasta verkefni fyrir þáttinn að sinni.
Umfjöllunin vakti mikla athygli í vikunni en í henni var fjallað um bág kjör sem erlent verkafólk býr við hér á landi.
Eftir rúman áratug í Kastljósi og Kveik er Helgi Seljan kominn í tímabundið frí frá fréttum. Fyrr á árinu ákvað hann að...
Posted by Kveikur on Friday, October 5, 2018
Auglýsing