Flugvélið WOW air ber að bjóða farþegum val um annað flug á áfangastað eða endurgreiðslu á farmiða vegna flugs til þeirra þriggja borga sem fyrirtækið hefur nú ákveðið að aflýsa flugi til, þetta staðfestir Samgöngustofu. Frá þessu er greint á RÚV.
Flugfélagið tilkynnti á dögunum að öll flug til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco í vetur, frá 5. nóvember fram í byrjun apríl, séu aflýst vegna hagræðingar í rekstri. Samkvæmt WOW air veldur seinkun á afhendingu tveggja nýrra Airbus A330neo vélum því að félagið þarf að gera breytingar á leiðarkerfi félagsins í vetur, vélarnar áttu að koma í nóvember en koma nú ekki fyrr en í lok febrúar. Í tilkynningunni kom einnig fram að farþegum, sem hafi fjárfest í flugmiðum til þessara borga, yrði boðið að fá endurgreitt eða að gera breytingar á ferðatilhögun sinni án þess að greiða breytingargjald.
Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV, að með þessu sé ekki verið að uppfylla reglur um réttindi flugfarþeganna. Samgöngustofa hefur meðal annars eftirlit með flugrekstri á sinni könnu og útgáfu flugrekstrarleyfa. Samkvæmt Þórhildi kemur fram í 8. grein ESB reglugerðar 261/2006 að þegar flugi sé aflýst beri flugfélagi að bjóða farþega val um nýtt flug á loka ákvörðunarstað eða endurgreiðslu á farmiða. „Í þeim tilfellum þar sem félagið flýgur ekki sjálft lengur á viðkomandi áfangastað þá þarf það að útvega far með öðrum flugrekanda,“ segir í Þórhildur.