Ekki verið að taka fram fyrir hendurnar á Úrskurðarnefndinni

Umhverfis- og auðlindaráðherra telur að með frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar sé ekki verið að taka fram fyrir hendurnar á Úrskurðarnefnd umhverfi- og auðlindamála heldur sé verið að búa til rými til að vinna úr þeim annmörkum sem hún benti á.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra telur að úrskurðir Úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála séu mik­il­vægir því þeir dragi fram nauð­syn þess að skoða fleiri en einn kost líkt og lögin um mat á umhverf­is­á­hrifum kveða á um. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu hans í gær­kvöldi.

Hann telur aftur á móti að ekki sé verið að taka fram fyrir hend­urnar á nefnd­inni með frum­varpi Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar ­sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra en sam­­kvæmt því mun verða mög­u­­legt að veita rekstr­­ar­­leyfi til bráða­birgða fyrir fisk­eld­i. Ein­ungis sé verið að búa til rými til að vinna úr þeim ann­mörkum sem nefndin benti á en ekki fella úrskurð­ina úr gildi.

Frum­varpið var kynnt á rík­­is­­stjórn­­­ar­fundi í gær en í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að því sé ætlað að lag­­færa ­með almennum hætti ann­­marka á lögum um fisk­eldi til fram­­tíð­­ar. Sá ann­­marki birt­ist í því að sam­­kvæmt gild­andi lögum sé eina úrræði Mat­væla­­stofn­un­ar, í þeim til­­vikum sem rekstr­­ar­­leyfi fisk­eld­is­­stöðvar er fellt úr gildi, að stöðva starf­­semi henn­­ar.

Auglýsing

Úrskurð­­ar­­nefnd umhverf­is- og auð­linda­­mála felldi úr gildi rekstr­­ar­­leyfi og starfs­­leyfi Fjarð­­ar­­lax og Arctic Sea til lax­eldis í sjó­kvíum í Pat­­reks­­firði og Tálkna­­firði og vís­aði einnig frá beiðni fyr­ir­tækja um frestun rétt­­ar­á­hrifa. Sam­tals voru leyfin upp á um 17.500 tonn en sveit­­ar­­fé­lögin á starfs­­svæði fyr­ir­tækj­anna hafa mót­­mælt stöð­unni sem komin er upp og kraf­ist aðgerða.

Drög að frum­varp­inu voru sem sagt sam­­þykkt á auka­fundi rík­­is­­stjórn­­­ar­innar í hádeg­inu í gær og kynnt hinum stjórn­­­mála­­flokk­unum síð­­degis í gær. Fyr­ir­tækj­unum Arctic Fis­h og Fjarða­­laxi er því gef­inn frestur til að fara yfir umhverf­is­­mat fyr­ir­tækj­anna til að tryggja að umsókn þeirra um aukið lax­eldi á sunn­an­verðum Vest­­fjörðum verði sam­­kvæmt lögum og regl­­um. Aðspurður segir Krist­ján Þór frum­varpið ekki fara á svig við úrskurð nefnd­­ar­innar um að fella starfs­­leyfi fisk­eld­is­­fyr­ir­tækj­anna tveggja úr gildi. Hann segir þá ákvörðun vera sjálf­­stæða og frum­varpið ekki snerta hennar úrskurð. Frum­varpið flýti ein­fald­­lega fyrir ferli máls­ins en bið eftir úrskurði dóm­stóla væri bæði kostn­að­­ar­­söm og tíma­frek.

Verðum að vera með­vituð um áhætt­una

Guð­mundur Ingi segir jafn­framt á Face­book-­síðu sinni að sjó­kvía­eldi sé umdeilt vegna umhverf­is­á­hrifa, ekki síst vegna hætt­unnar á slysa­slepp­ingum og erfða­blöndun við nátt­úru­lega laxa­stofna. Fréttir hafi borist hér á landi af eld­is­laxi sem veiðst hefur langt frá sjó­kvía­eldi og stað­fest sé að erfða­blöndun við villtan lax hafi þegar orðið á Vest­fjörð­um.

Hann greinir frá því að lang­tíma­verk­efnið sé skýrt. „Að sjá til þess að íslenskt fisk­eldi þró­ist í átt að því örugg­asta sem hægt er út frá umhverf­is­sjón­ar­mið­um, hvort sem varðar laxalús, erfða­blönd­un, úrgang frá eldi eða ann­að. Að mínu mati þarf að styðja betur við þróun fleiri aðferða í fisk­eldi en ekki ein­ungis að vera með sjó­kvía­eldi í opnum kví­um. Það er ekki bara mik­il­vægt fyrir nátt­úr­una heldur einnig byggðir lands­ins. Við verðum að vera með­vituð um áhætt­una sem við tökum gagn­vart nátt­úru lands­ins og draga úr umhverf­is­á­hrifum lax­eldis með öllum til­tækum leið­um.

En framundan er líka skamm­tíma­verk­efni sem til­komið er vegna nýlegra úrskurða frá úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála. Það snýst um að vinna úr þeim ann­mörkum á umhverf­is­mati sem bent var á í úrskurð­unum og snéri að því að ekki voru bornir saman val­kostir um hvaða aðferðir eða umfang væri í fisk­eld­inu. Mik­il­vægt er að bæta úr þeim ann­mörk­um. Hluti umræð­unnar um þessa úrskurði snýr að sann­girn­is- og með­al­hófs­sjón­ar­mið­um, þ.e.a.s. að fyr­ir­tæki geti fengið hæfi­legt rými og sann­gjarnan frest til að bæta úr ann­mörkum á leyfum eða umhverf­is­mati sem að baki leyf­unum liggja án þess að það koll­varpi starf­semi þeirra,“ segir hann í stöðu­upp­færslu sinn­i. 

Lögin um fisk­eldi heyra und­ir­ ­sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra

Guð­mundur Ingi segir lögin um fisk­eldi heyra undir sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra. Sam­kvæmt þeim sé Mat­væla­stofnun gert skylt að stöðva starf­semi fisk­eldis ef rekstr­ar­leyfi fellur úr gildi. Í lögum um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varnir sem meðal ann­ars kveða á um útgáfu starfs­leyfa fyrir fisk­eldi og heyra undir umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, sé á hinn bóg­inn ekki skylt að stöðva starf­sem­ina. „Þau til­vik geta komið upp að rekstr­ar­leyfi í fisk­eldi séu ógilt vegna ann­marka t.d. á umhverf­is­mati og hefur verið bent á að þá séu engin úrræði til að gæta með­al­hófs á meðan unnið er úr slíkum ann­mörk­um. Það er þetta sem sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra hefur verið með til skoð­un­ar,“ segir umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra.

Hann ítrekar að lokum að til fram­tíðar litið verði Íslend­ingar að ná breið­ari sátt um lax­eldi, bæði út frá umhverf­is- og byggða­sjón­ar­mið­um. „Þar tel ég skipta miklu máli að þróa betur aðferðir sem draga úr eða tryggja að ekki verði erfða­blöndun við villta laxa­stofna á Ísland­i.“

Sjó­kvía­eldi er umdeilt vegna umhverf­is­á­hrifa, ekki síst vegna hætt­unnar á slysa­slepp­ingum og erfða­blöndun við...

Posted by Guð­mundur Ingi, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra on Monday, Oct­o­ber 8, 2018


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent