Launakostnaður fyrirtækja gæti meira en tvöfaldast og í einhverjum tilfellum aukist um allt að 150 prósent nái Starfsgreinasambands Íslands sínum kröfum í gegn í komandi kjaraviðræðum. Ef reiknað er samkvæmt útreikningum sem byggðr eru á kröfugerð samningsnefndar sambandis sem kynnt var síðasta miðvikudag. Frá þessu er greint í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í dag.
Ef reiknð er með kröfum SGS um krónutöluhækkanir og styttri vinnu viku án launaskerðingar þá myndu m.a. heilar mánaðarlaun hópferðabílstjóra innan Eflingar fara úr að meðaltali 545 þúsund krónum í rúma milljón á þremur árum og hækka því um 98 prósent. Launahækkun ófaglærðra starfsmanna á veitingahúsum gæti jafnframt numið allt að 150 prósentum ef fallist verður á kröfurnar.
„Boðaðar hækkanir leggjast ekki vel í okkur. Það verður að segjast. Ef launahækkanir verða óeðlilega miklar munum við áfram þurfa að halda að okkur höndum, skera niður framboð enn meira og fækka fólki,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, og bendir á að verði veturinn átakamikill á vinnumarkaði geti það haft alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna. „Ef það verða skærur á vinnumarkaði í byrjun næsta árs, til dæmis í febrúar, mars og apríl þegar bókunartímabil ferðamanna stendur sem hæst, gæti það haft þau áhrif að það yrði algjört hrun í ferðaþjónustunni næsta sumar,“ segir Björn í samtali við Markaðinn.
Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri SA, segir alla tapa ef verkalýðsfélög ganga of langt í kröfum sínum. Hann nefnir að krónan hafi veikst undanfarið og muni ekki styrkjast í bráð. Verðbólga fari vaxandi vegna hærra innflutningsverðs og þá standi fyrirtæki í miklum hagræðingaraðgerðum í glímunni við háan launakostnað. „Efnahagslífið kólnar hratt um þessar mundir. Laun og kaupgeta almennings hefur hækkað mjög mikið síðustu þrjú ár. Það er kraftaverk ef það tekst að viðhalda núverandi lífskjörum.“ segir Halldór.
Útlit er fyrir erfiðar kjaraviðræður á almennum vinnumarkaði í vetur en fjöldi kjarasamninga losnar um áramótin. Forystumenn launþegahreyfingarinnar hafa staðið saman og krafist þess að gripið sé til róttækra aðgerða. Það er ekki aðeins krafist krónutöluhækkana launa heldur er jafnframt kallað eftir því, til dæmis af hálfu VR, að verðtryggingin verði afnumin, vextir lækkaðir og húsnæðisliðurinn tekinn út úr vísitölu neysluverðs. Framkvæmdastjóri SA hefur á hinn bóginn haldið því fram að lítið svigrúm sé til launahækkana.