Sema Erla: Hatursorðræða á ekkert skylt við tjáningarfrelsi

Karlmaður hefur verið dæmdur fyrir hatursorðræðu vegna þess sem hann skrifaði á athugasemdakerfi DV í nafni konu sinnar. Sema Erla segir dóminn vera mikinn sigur og marka tímamót í baráttunni gegn hatursorðræðu.

Sema Erla Serdar
Sema Erla Serdar
Auglýsing

Karl­maður var dæmdur fyrir hat­urs­orð­ræðu í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands í júní síð­ast­lið­inum en að mati dóm­stóls­ins er það aug­ljóst að ummæli sem hann hafði uppi eru til þess fallin að hæð­ast að, róg­bera, smána eða ógna múslimum almennt vegna þjóð­ern­is, lit­ar­hátt­ar, kyn­þáttar eða trú­ar­bragða. Sema Erla Serdar greinir frá þessu á Face­book-­síðu sinni í dag. 

Í færsl­unni segir hún að í maí síð­ast­liðnum hafi hún borið vitni í máli Lög­regl­unnar í Vest­manna­eyjum gegn manni sem ákærður var fyrir hat­urs­orð­ræðu. Ummælin voru skrifuð á vef DV.is í nafni kon­unnar hans. Mað­ur­inn var ákærður fyrir hat­urs­orð­ræðu gagn­vart múslim­um, en ekki henni sér­stak­lega, þó nafn hennar komi þarna fram. 

Ummælin sem um ræðir.

„Þrátt fyrir að mað­ur­inn hafi við­ur­kennt að hafa skrifað þetta þá neit­aði hann sök og hélt því fram að „ekki hafi vakað fyrir honum að smána, hæða, róg­bera eða ógna á opin­berum vett­vangi með þessu“ og að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að ummælin myndu hafa áhrif. Ákærði vildi ekki tjá sig um afstöðu sína til múslima, hvorki í yfir­heyrslu hjá lög­regl­unni né fyrir dómi,“ segir í færsl­unni.

Auglýsing

Að mati dóms­ins er aug­ljóst að ummælin eru til þess fallin að hæð­ast að, róg­bera, smána eða ógna múslimum almennt vegna þjóð­ern­is, lit­ar­hátt­ar, kyn­þáttar eða trú­ar­bragða, en jafn­framt Semu Erlu Serdar þó að hún sé ekki múslimi.

Þá segir í dómnum að það sé hafið yfir skyn­sam­legan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá hátt­semi sem honum er gefin að sök í ákæru og að úti­lokað sé að ummælin geti verið varin af skoð­ana­frels­is­á­kvæði Stjórn­ar­skrár­innar enda hafi ákærði sjálfur ekki byggt á því að þarna hafi hann verið að lýsa skoð­unum sín­um, hvorki á Semu Erlu né múslim­um, heldur verði þvert á móti ráðið af fram­burði hans að hann hafi ekki verið að lýsa skoð­unum sín­um.

Mað­ur­inn var dæmdur til að greiða 100.000 krónur í fésekt til rík­is­sjóðs innan 4 vikna eða sæta ellega fang­elsi í 8 daga. Hann þarf enn fremur að greiða allan sak­ar­kostn­að, eða rúmar 400.000 krón­ur.

Sema Erla segir dóm­inn vera mik­inn sigur og marka tíma­mót í bar­átt­unni gegn hat­urs­orð­ræðu. „Dóm­ur­inn stað­festir að hat­urs­orð­ræða er ekki varin af skoð­ana­frels­is­á­kvæði Stjórn­ar­skrár­inn­ar, enda á hat­urs­orð­ræða ekk­ert skylt við tján­ing­ar­frelsi. Ekk­ert. Hat­urs­orð­ræða er ofbeld­i,“ segir hún í færslu sinn­i. 

Hat­urs­orð­ræða notuð til að nið­ur­lægja ein­stak­linga

Sema Erla segir það vera ein­kenni hat­urs­orð­ræðu að ger­and­inn sendir þol­anda meið­andi skila­boð með vísan í stöðu beggja í sam­fé­lag­inu og því hafi hún áhrif á og grafi undan rétti ann­arra til jafn­réttis og þess að þurfa ekki að þola mis­mun­un. Hún sé notuð til þess að nið­ur­lægja ein­stak­linga, gera lítið úr per­sónu þeirra og brjóta þá nið­ur. 

„Í hvert skipti sem hat­urs­orð­ræða er notuð kostar hún ein­hvern hluta af þeim sjálf­um, sjálfs­mynd þeirra og hluta af sál­ar­lífi þeirra. Hat­urs­orð­ræða er stór­hættu­legt sam­fé­lags­mein. Hat­urs­orð­ræða sem látin er óáreitt getur haft mjög alvar­legar afleið­ingar en fæstir gera sér grein fyrir að fáein orð á Face­book eða öðrum miðlum geta haft mikil áhrif á ein­stak­linga og hópa auk þess sem það getur kveikt hug­mynd eða sáð fræi í huga ein­stak­linga og hópa sem mögu­lega ganga þegar með ein­hverjar skað­væn­legar hug­myndir í koll­inum enda er hat­urs­orð­ræða oft­ast und­an­fari hat­urs­glæps. Hat­urs­orð­ræða getur ýtt undir þess konar ástand í sam­fé­lögum að ákveðnir hópar eru lít­ils­virtir og mis­munun þeirra almennt við­ur­kennd. Í alvar­leg­ustu til­vikum leiðir það til sam­fé­lags­rofs,“ segir hún. 

Í þessu sam­hengi seg­ist hún vera hugsi yfir þeim til­lögum sem lagðar hafa verið fram um breyt­ingar á lög­unum sem taka á hat­urs­orð­ræðu. Í stað þess að þrengja skil­grein­ing­una á hat­urs­orð­ræðu ætti að skil­greina hana bet­ur. Hið sama eigi við um hat­urs­glæpi. „Þegar kemur að því erum við langt á eftir nágranna­ríkjum okk­ar, en víða eru td. heim­ildir til refsi­hækk­unar ef hægt er að sýna fram á ásetn­ing byggðan á nei­kvæðu við­horfi.

Að mínu mati er galið að það eigi að fara að gera þolendum hat­urs­orð­ræðu erf­ið­ara fyrir með að leita verndar gegn ofbeld­inu, nú þegar það er loks­ins orðið mögu­legt. Slíkt er mikil aft­ur­för. Orðum fylgir ábyrgð og fólk verður að axla ábyrgð á því sem það seg­ir,“ segir hún. 

Hat­urs­orð­ræða snýst um ofbeldi

Að lokum seg­ist henni ofbjóða að heyra full­trúa í nefnd­inni um þessi nýju lög tala um hat­urs­orð­ræðu og móðg­anir í sömu umræðu, eins og gert hafi verið í Kast­ljósi í gær­kvöldi. Það lýsi miklu skiln­ings­leysi. Hat­urs­orð­ræða snú­ist ekki um að móðg­andi hlutir séu sagðir við eða um ein­hvern eða leyfi til þess. 

„Hat­urs­orð­ræða snýst um ofbeldi sem m.a. verður til þess að fólk tekur sitt eigið líf, drepur stjórn­mála­fólk og fremur hryðju­verk. Þess vegna er hún hættu­leg. Þess vegna hefur mynd­ast víð­tæk alþjóð­leg sam­staða um að mik­il­vægt sé að sporna gegn henni. Við eigum að taka skýra afstöðu í þeirri bar­áttu og berj­ast gegn því að hat­urs­orð­ræða festi sig í sessi með öllum mögu­legum leið­u­m!“

Stór­sigur í bar­átt­unni gegn hat­urs­orð­ræð­u! Í maí s.l. fór ég og bar vitni í máli Lög­regl­unnar í Vest­manna­eyjum gegn...

Posted by Sema Erla Serdar on Wed­nes­day, Oct­o­ber 17, 2018


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent