Ekki farið eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar

Það tók borgarlögmann 14 mánuði að vinna álit sem kallað var eftir í ágúst 2017. Samkvæmt því var endurbygging braggans við Nauthólsveg 100 ekki útboðsskylt en aftur á móti hafi ekki verið farið eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar.

Bragginn við Nauthólsveg 100.
Bragginn við Nauthólsveg 100.
Auglýsing

Sam­kvæmt borg­ar­lög­manni þykir ljóst að verk­efnið við end­ur­bygg­ingu á húsa­þyrp­ingu við Naut­hóls­veg 100 hafi ekki verið útboðs­skylt sam­kvæmt þágild­andi lögum um opin­ber inn­kaup og sé því ekki um brot á þeirri lög­gjöf að ræða í þessu til­viki. Hins vegar þykir ljóst að ekki var farið eftir inn­kaupa­reglum Reykja­vík­ur­borgar við gerð samn­inga um fram­kvæmd­ina.

Þetta kemur fram í áliti borg­ar­lög­manns sem lagt var fyrir inn­kaupa­ráð Reykja­vík­ur­borgar í fyrra­dag.

Í álit­inu bendir borg­ar­lög­maður á að sam­kvæmt inn­kaupa­reglum Reykja­vík­ur­borgar sé óheim­ilt að skipta upp samn­ingum í því skyni að kom­ast hjá útboðs­skyldu. Með hlið­sjón af gögnum sem emb­ættis sank­aði að sér þá telur það að ekki sé unnt að full­yrða að slíkt hafi verið gert af ásettu ráði enda liggi fyrir skýr­ingar þess efnis að verk­efnið sé þess eðlis að erfitt sé að sjá fyr­ir­fram umfang þess og hvenær unnt hefði verið að vinna ein­staka verk­þætti.

Ljóst sé þó að í inn­kaupa­reglum Reykja­vík­ur­borgar er ekki að finna heim­ild til þess að leggja slíkar for­sendur til grund­vallar und­an­þágu frá útboðs­skyldu.

Auglýsing

Samn­ingum komið á með munn­legum hætti

Í álit­inu er fyrst og fremst fjallað stutt­lega um eft­ir­lits­hlut­verk inn­kaupa­ráðs sam­kvæmt inn­kaupa­reglum og sam­þykktum ráðs­ins, hlut­verk borg­ar­lög­manns og ábyrgð kaup­enda á því að farið sé eftir inn­kaupa­reglum Reykja­vík­ur­borg­ar. Vakin er athygli á að í álit­inu var ekki lagt mat á rétt­mæti fjár­heim­ilda eða fjár­hags­legs umfangs end­ur­bygg­ing­ar­innar enda nái eft­ir­lits­hlut­verk inn­kaupa­ráðs ekki til slíkra þátta.

Í inn­kaupa­stefnu Reykja­vík­ur­borgar er mælt fyrir að við inn­kaup verði beitt útboð­um, að eins miklu leyti og unnt er og hag­kvæmt þykir og að ábyrgð á að inn­kaup séu í sam­ræmi við reglur Reykja­vík­ur­borgar sé á hendi við­kom­andi sviðs­stjóra.

Enn fremur kemur fram að engir skrif­legir verk­samn­ingar liggi til grund­vallar end­ur­bygg­ing­ar­innar og aðeins séu til í einu til­viki gögn sem sýna fram á að sam­an­burð­ar­til­boða hafi verið leit­að. Verkið hafi aldrei farið í form­legt inn­kaupa­ferli heldur hafi samn­ingum verið komið á með munn­legum hætti.

Full­nægj­andi upp­lýs­ingar lengi að ber­ast

Í svari borg­ar­lög­manns við fyr­ir­spurn Kjarn­ans varð­andi ástæðu þess hversu langur tími leið þar til álitið lá fyrir þá vitnar hann í álitið sjálft. „Í því skyni að upp­fylla rann­sókn­ar­skyldu óskaði borg­ar­lög­maður eftir sam­an­tekt og upp­lýs­ingum um fram­kvæmd­ina frá skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­un­ar.

Frá því að emb­ætti borg­ar­lög­manns hóf vinnslu 21. ágúst 2017 við gerð umbeð­ins álits hafa ýmis gögn og upp­lýs­ingar borist frá skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­unar sem hafa þó ekki dugað til að unnt sé að leggja mat á fyr­ir­liggj­andi álita­efni.

Því hefur verið óskað ítrekað eftir nán­ari úrvinnslu þeirra á tíma­bil­inu og var það fyrst í þessum mán­uði sem emb­ætt­inu bár­ust nægi­legar upp­lýs­ingar til að leggja mat á umrædd álita­efn­i,“ segir í álit­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins.
Nú sé kominn tími til að hætta að skoða málin og gera eitthvað
Ekki liggur fyrir ákvörðun stjórnvalda um framlengingu atvinnuleysisbóta að svo stöddu, samkvæmt félagsmálaráðherra, en málið er í skoðun. Þingmaður Flokks fólksins segir það vera álíka og að segja við fólk: „Étið það sem úti frýs.“
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent