Vilja kanna stöðu barna 10 árum eftir hrun

Þingsályktunartillaga um að kanna stöðu barna 10 ár eftir hrun hefur verið lögð fram af öllum flokkum. Barnaréttarnefnd SÞ segir að nota þurfi vænkandi hag ríkissjóðs til að leiðrétta niðurskurðinn sem var á velferðarkerfinu í kjölfar hrunsins.

born_19154270071_o.jpg börn leiksskóli
Auglýsing

Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­mað­ur­ Vinstri grænna lagði fram ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­u í síð­ustu viku þar sem lagt er til að Alþingi feli rík­is­stjórn­inni að skipa starfs­hóp til þess að kanna með heild­rænum hætti stöðu barna á Ís­land­i ­tíu árum eftir hrun. Rósa Björk var fyrsti flutn­ings­maður en ásamt henni voru flutn­ings­menn úr öllum þing­flokk­um.

Sam­kvæmt ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­i skal starfs­hóp­ur­inn hafa sam­ráð við umboðs­mann barna, Barna­vernd­ar­stofu, UN­ICEF á Íslandi, Vel­ferð­ar­vakt­ina, Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga og önnur félaga­sam­tök og stofn­anir sem mál­efnið snert­ir. Starfs­hóp­ur­inn á að skila inn skýrslu til rík­is­stjórn­ar­innar innan sex mán­aða frá skipun starfs­hóps­ins en skýrslan skal vera kynnt Alþingi eigi síðar en fyrir lok 149. lög­gjaf­ar­þings.

Auglýsing

Mikið var rætt í upp­hafi hruns­ins um mögu­leg lang­tíma­á­hrif þess á börn. Í grein­ar­gerð til­lög­unnar kemur fram að þess vegna sé talin full ástæða til þess að skoða stöðu barna á þessu tíu ára tíma­bili, 2008 til 2018, og meta áhrif hruns­ins á stöðu þeirra og líð­an. Skoða þurfi stöðu út frá félags­leg­um, sál­rænum og efna­hags­legum áhrif­um, sem og hvar þjón­usta við börn hafi verið skorin niður og hvort úrbætur hafi átt sér stað á þessu sviði. Slík könnun nái jafn­framt til­ víð­tækra þátta og þurfi sér­stak­lega að hafa í huga ýmsar breyt­ur, svo sem kyn, upp­runa, fötl­un, efna­hags­lega stöðu, búsetu, fjöl­skyldu­mynstur o.s.frv.

Í grein­ar­gerð­inni kemur jafn­framt fram að í athuga­semdum barna­rétt­ar­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna er meðal ann­ars komið inn á áhrif efna­hags­hruns­ins á börn og fjöl­skyldur þeirra, sér­stak­lega efna­minni fjöl­skyld­ur. Enn fremur er í athuga­semd­unum lögð áhersla á mik­il­vægi þess að með vænk­andi hag rík­is­sjóðs yrði leið­réttur sá nið­ur­skurður sem var á sviði vel­ferð­ar-, heil­brigð­is- og mennta­mála í kjöl­far hruns­ins.

Staða barna þremur árum eftir hrun

Í sept­em­ber 2012 vor­u birtar nið­ur­stöður úr könnun sem gerð var 2011 um stöðu barna í áhættu­hópum á Íslandi sem Vel­ferð­ar­vaktin hafði for­göngu um. Vel­ferð­ar­vaktin á rætur að rekja til árs­byrj­unar 2009 þegar þáver­andi rík­is­stjórn sam­þykkti að stofna sér­staka vel­ferð­ar­vakt sem ætlað var að fylgj­ast með félags- og fjár­hags­legum afleið­ingum banka­hruns­ins. 

Í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar kom fram að börn sem stóðu illa fyrir kreppu stóðu enn verr árið 2011, en spurðir voru starfs­menn í heilsu­gæslu­stöðv­um, grunn­skólum og ­barna­vernd­ar­nefnd­um um land allt. Sam­kvæmt könn­un­inni birt­ist verri staða einna helst í auk­inni fátækt, ýmsum skerð­ingum á þjón­ustu, minna fjár­magni til íþrótta­iðk­un­ar, í því að börn hætta í mat­ar­á­skrift í skól­um, minni sál­fræði­að­stoð og miklum skuldum heim­il­anna. 

Af­leið­ingar þess að búa við þröngan fjár­hag og óvissu geta sam­kvæmt könn­unni verið félag­leg ein­angrun og lík­am­leg van­líðan sem á sér and­legar orsak­ir. Því var bent á í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar hversu mik­il­vægt það er að að­geng­i að sál- og geð­heil­brigð­is­þjón­ustu sé greið­ur­. Enn fremur kom fram að staða fjöl­skyldna, þar sem for­eldrar eru af erlendum upp­runa eða ein­stæð­ir, virð­ist vera sér­stak­lega við­kvæm í þessu sam­hengi.

Aukið álag á barna­vernd­ar­nefndir

Mynd:Barnaverndarstofa 2011Sam­kvæmt Hag­stof­unni höfðu barna­vernd­ar­nefndir árið 2007 afskipti af 3.852 börnum sem nemur 4,2 pró­sent af heild­ar­fjölda barna 18 ára og yngri. Árið 2016 hafði barna­vernd afskipti af 6,2 pró­sent barna á sama ald­urs­bili, eða sem nam 5.260 börn­um. Yfir sama tíma­bil jókst einnig fjöldi barna sem voru vistuð utan heim­il­is. Árið 2005 voru alls 349 börn vistuð utan heim­ilis en árið 2016 voru í heild­ina 401 barn vistað utan heim­il­is.



Mynd: Vinnumálastofnun 2011

Eftir hrun var fjöldi atvinnu­lausra á aldr­inum 15 til 19 ára fjór­falt meiri en fyrir hrun bank­anna. Í jan­úar 2011 voru rúm­lega 400 börn á þessum aldri án atvinnu. Árið 2017 störf­uðu 19.804 eða 25 pró­sent barna á íslenskum vinnu­mark­aði. Hins vegar hefur heild­ar­fjöldi starf­andi barna á vinnu­mark­aði dreg­ist nokkuð saman frá árinu 2007 þegar hann var 30 pró­sent.

Bætt staða heim­ila

Heim­ilum sem fá greidda fjár­hags­að­stoð hefur fækkað frá árinu 2013 eftir að hafa fjölgað mikið eftir 2007, sam­kvæmt tölum Hag­stof­unn­ar. Árið 2017 fengu 5.142 heim­ili fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­laga og hafði heim­ilum sem þáðu slíkar greiðslur fækkað um 12,2 pró­sent frá árinu áður­. Breyt­ing í fjölda heim­ila sem fá fjár­hags­að­stoð hefur hald­ist í hendur við þróun atvinnu­leysis eins og kemur fram í graf­inu hér að neð­an­.  

Mynd: Hagstofa Íslands

Frá árinu 2016 til 2017 lækk­uðu útgjöld sveit­ar­fé­lag­anna vegna fjár­hags­að­stoðar um 504 millj­ónir króna eða 13,6 pró­sent. Af þeim heim­ilum sem fengu mesta fjár­hags­að­stoð árið 2017 voru heim­ili ein­stæðra barn­lausra karla 43,5 pró­sent, síðan heim­ili ein­stæðra kvenna með börn 23,4 pró­sent og heim­ili ein­stæðra barn­lausra kvenna 22,1 pró­sent. 

Vantar heild­stætt mat 

Í grein­ar­gerð fyrr­nefndar þings­á­lykt­un­ar­til­lögu kemur fram að nú þegar tíu ár eru liðin frá efna­hags­hrun­inu þá sé ástæða til að kanna hvort börn hafi fengið og notið bætts efna­hags­á­stands lands­ins. Til séu ýmsar rann­sóknir og grein­ingar sem gerðar hafa verið á stöðu og líðan barna á und­an­förnum árum, en þó virð­ist aldrei hafa verið lagt heild­stætt mat á með þeim hætti sem ­þings­á­lykt­un­ar­til­lagan leggur til. „Þá má þess geta að barna­rétt­ar­nefndin hefur ítrekað bent á að það skorti heild­stætt kerfi um söfn­un, vinnslu og grein­ingu gagna um stöðu barna hér á landi, enda er slík gagna­söfnun for­senda þess að raun­veru­lega sé hægt að vinna að auknu jafn­ræði meðal barna á Ísland­i,“ segir í til­lög­unn­i. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent