Óviðunandi húsnæðisástand á Íslandi

Samkvæmt nýrri skýrslu Velferðarráðuneytisins og Íbúðalánasjóðs er staða húsnæðismarkaðarins á Íslandi ólíðandi. Miklar verðsveiflur í húsnæðismarkaði hér á landi hafa haft skaðleg áhrif á húsnæðismarkaðinn og skapað óöryggi.

ABH3597.jpg húsnæði húsnæðisskortur
Auglýsing

Miklar verð­sveiflur í hús­næð­is­mark­aði hér á landi hafa haft skað­leg áhrif á húsnæð­is­mark­aði en þær orsakast aðal­lega af ann­ars vegar ytri efna­hags­að­stæðum og hins vegar sveiflum í upp­bygg­ingu húsnæð­is, ásamt skorti stjórn­valda á yfir­sýn og stefnumót­un. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu og Íbúða­lána­sjóðs, í skýrsl­unni er greint frá stöðu hús­næð­is­mála hér á landi og þær áskor­arnir sem þar við blasa. 

Þessar sveiflur bitna mest á lág­­tekju­fólki sem verja stærri hluta tekna sinna í húsnæð­isút­gjöld en aðrir sam­félags­hóp­ar. ­Mik­ill skortur er á hús­næði hér á landi, mikil fólks­fjölgun hefur átt sér stað und­an­farin tvö ár en á sama tima hefur fjöldi byggðra íbúða verið undir lang­tíma­með­al­lagi. Stór hópur fólks býr því við þröngan kost og óör­yggi í hús­næð­is­mál­u­m. Nú stendur yfir hús­næð­is­þing á Nor­dica hót­el­inu en þar hafa verið rædd staða og þróun hús­næð­is­mála í dag og meðal ann­ars þessi nýja skýrsla

Auglýsing

Íbúða­verð hækkað meira en kaup­máttur

Mynd: ÍbúðalánasjóðurLands­menn einkum þeir tekju­lægri þurfa að verja of háum hluta af tekjum sínum í hús­næði en sam­kvæmt nýrri könnun þurfa leigj­endur að greiða um 40 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í húsa­leigu. Kjarn­inn fjall­aði um í morgun erf­iða stöðu leigj­enda, en 92 pró­sent leigj­enda vilja ekki vera á leigu­mark­aði en hafa ekki tök á að kaupa sitt eigið hús­næði. Skortur á eigin fé og litlir raun­ hæfir mögu­leikar á að afla þess er helsti vandi margra leigj­enda í dag. 

Mikil fólks­fjölgun og skortur á hús­næði

Mikil fólks­fjölgun hefur átt sér stað hér á landi á síð­ustu árum en lands­mönnum fjölg­aði um 17.000 frá miðju ári 2016 og fram á mitt ár 2018. Þessi mikla fólks­fjölgun skýrist aðal­lega af aðflutn­ingi erlendra rík­is­borg­ara sem er drif­inn áfram af mik­illi eft­ir­spurn eftir vinnu­afli og háu launa­stigi hér á land­i. ­Fólk hefur flutt hingað til lands í enn meira mæli en á ár­unum 2004–2007 og hefur það aukið þörf á hús­næði mik­ið. 

Mynd: Íbúðalánasjóður

Við aðstæður sem þessar skap­ast mik­ill þrýst­ingur á húsnæð­is­mark­að­inn og sam­kvæmt skýrsl­unni er mikil þörf á að finna við­un­andi lausnir í húsnæð­is­málum sem hæfa fólki af erlendum upp­runa sem er í miklum mæli á leigu­mark­aði. Þeir sem flust hafa til lands­ins að und­an­förnu virð­ast almennt ekki þekkja rétt sinn á húsnæð­is­mark­aði í nægi­legum mæli og nýta sér ekki nægi­lega vel þau úr­ræði sem standa þeim til boða, þar á meðal húsnæð­is­bæt­ur. Mik­ill fjöldi þessa erlenda vinnu­afls er á leigu­mark­aði en ein­ungis 11% þeirra sem svör­uðu á pólsku könnun félags­manna Flóa­banda­lags­ins fá húsnæð­is­bæt­ur. 

Aðrir þættir sem hafa áhrif á hús­næð­is­mark­að­inn

Einn af þeim þáttum sem hefur haft ein­kenn­andi áhrif á íbúða­markað í yfir­stand­andi upp­sveiflu er skammtíma­leiga íbúða til ferða­manna. Hluti af þeirri starf­semi er í íbúðum sem eru ein­göngu not­aðar til skammtíma­leigu og í raun teknar út af hefð­bundnum húsnæð­is­mark­aði. Áætlað er að snemma á ár­inu hafi um 1.500 til 2.000 íbúðir og her­bergi verið í umfangs­­mik­illi út­leigu í gegnum vefsíð­una Air­bnb og ekki í hefð­bund­inni nýt­ingu sem íbúð­ar­húsnæð­i.  Til að setja þessar tölur í sam­hengi voru á ár­unum 2013 til 2017 sam­tals byggðar um 6.500 íbúðir hér á landi. Því má isegja að fyrir hverjar 3 til 4 íbúðir sem bætt­ust við fram­boð íbúða vegna ný­bygg­inga á und­an­förnum fimm árum hafi ein íbúð eða her­bergi horfið af mark­aðnum á móti vegna skammtíma­leig­u. 

Breytt ald­urs­sam­setn­ing þjóð­ar­innar er annar lýð­fræði­legur þáttur sem eykur eft­ir­spurn eftir íbúð­u­m ­sam­kvæmt skýrsl­unni. Með­al­aldur þjóð­ar­innar fer hækk­­andi og áætlað er að fram til árs­ins 2040 muni fólki eldra en sjötugt fjölga um 31 þúsund á meðan fjöldi þeirra sem eru 40 ára eða yngri breyt­ist lítið sem ekk­ert. Breytt ald­urs­sam­setn­ing þjóð­ar­innar hefur áhrif á eft­ir­spurn eftir húsnæði, ekki síst þar sem yfir­leitt eru færri ein­stak­lingar í heim­ili hjá eldra fólki en á heim­ilum yngri barna­fjöl­skyldna. Það þýðir að íbúðum þarf að fjölga meira en sem nemur fólks­fjölgun að því gefnu að fólk vilji vera á sama aldri þegar það flytur úr for­eldra­húsum, stofnar fjöl­skyldu og flytur loks á dval­ar­stofnun eða hjúkr­un­ar­heim­ili og verið hefur hingað til.

Loks­ins nóg byggt af íbúð­um, en ekki þær réttu

Sú staða sem uppi er á leigu­mark­aði end­ur­speglar ekki síst skort á leigu­húsnæði á viðráð­an­legu verði fyrir leigj­end­ur. Félags­legum leigu­húsnæðum og öðrum ódýrum val­kostum á mark­aði hefur ekki fjölgað í takt við þörf á und­an­förnum ár­um. Það hefur haft þau áhrif að lág­tekju­fólk á í mörgum til­fellum ekki í önnur hús að venda en almennan leigu­markað þar sem leigan er dýr­ari en í félags­lega hluta mark­að­ar­ins. Það er mat Íbúða­lána­sjóðs að miðað við núver­andi stöðu á leigu­mark­aði þurfi 5.000 til 7.000 almennar og félags­legar íbúðir til við­bótar við þær sem þegar hafa hlotið stofn­fram­lög frá sveit­ar­fé­lög­um..

Að und­an­förnu hefur fram­boð ný­bygg­inga á almenn­ um íbúða­mark­aði auk­ist víða um land. Á fyrstu sjö mán­uðum yfir­stand­andi árs voru 14 pró­sent allra íbúða­við­skipta á almennum mark­aði vegna ný­bygg­inga en til sam­an­burðar var þetta hlut­fall aðeins 3 pró­sent árið 2010 og 18 pró­sent við há­punkt síð­ustu upp­sveiflu árið 2007. Einna mest hefur upp­bygg­ingin verið í sveit­ar­­félögum í nágrenni Reykja­víkur en svo dæmi sé tekið voru 56 pró­sent allra íbúða­við­skipta í Mos­fellsbæ á fyrri hluta árs­ins vegna ný­bygg­inga.

Fjölgun íbúða uppfyllir ekki þörf Mynd: Íbúðalánasjóður

Hins vegar hefur verið gagn­rýnt að þær nýju íbúðir sem nú koma inn á mark­að­inn séu of dýrar til að henta tekju­ og eigna­minni hóp­um. Það er sann­ar­lega erfitt að finna ódýr­ar, nýjar íbúðir en aðeins um 5 pró­sent þeirra ný­byggðu íbúða sem auglýstar voru til sölu á fyrstu átta mán­uðum árs­ins voru auglýstar á verði innan við 30 millj­ónir króna og aðeins um 2 pró­sent nýrra íbúða á verði innan við 25 millj­ónir króna. 

Fjölgun húsnæð­is­lausra og utan­garðs­fólks

Einn alvar­leg­asti vand­inn sem nefndur er í húsnæð­is­mál­um  í skýrsl­unni er fjölgun húsnæð­is­lausna. Sam­­kvæmt skýrslu frá vel­ferð­ar­sviði Reykja­vík­ur­borgar voru í fyrra sam­tals 349 manns skráðir utan­garðs og/ eða heim­il­is­lausir í borg­inn­i. Það eru 95 pró­sent fleiri en þegar sam­bæri­leg mæl­ing var síð­ast gerð árið 2012. 

Utan­garðs­fólk sem glímir við áfengis og/eða vímu­efna­vanda kemur í raun ekki til greina við úthlutun almenns félag­legs leigu­hús­næðis sam­kvæmt umboðs­manni Alþing­is. Reykja­vík­ur­borg hefur þó á sínum snærum gisti­skýli og sér­tæk hús­ næð­isúr­ræði fyrir utan­garðs­fólk og af þeim 349 ein­stak­lingum sem voru skráðir utan­garðs voru 58 ein­stak­lingar sagðir búa í langt­íma­bú­setu­úr­ræðum eða 16 pró­sent hóps­ins. 

Þótt Reykja­vík­ur­borg bjóði upp á slík úr­ræði í ein­hverjum mæli er það engu að síður nið­ur­staða umboðs­manns Alþingis að borgin tryggi utan­garðs­ fólki ekki lausn við bráðum húsnæð­is­vanda, úr­ræðin séu ekki nægj­an­leg. Heim­il­is­leysi er alvar­legt lýð­heilsu­vanda­mál og í skýrsl­unni er til­greint að  mik­il­vægt að veit­endur húsnæðis og heil­brigð­is­þjón­ustu vinni saman að úr­lausn þessa mála, þar sem öruggt húsnæði getur verið veiga­mik­ill þáttur í end­ur­komu fólks inn í sam­félagið eftir veik­indi. Rúmur fjórð­ungur þeirra sem eru utan­garðs hér á landi var að ljúka við stofn­ana­vist.

Mark­mið stjórn­valda í hús­næð­is­málum

Í skýrsl­unni er fjallað um að á­byrgð stjórn­­­valda er rík þegar að kemur að því að tryggja íbúum öryggi og jafn­­ræði á hús­næð­is­­mark­aði. Stefn­u­­mót­un, umgjörð og mark­aðs­­reglur í hús­næð­is­­málum hafa mikil áhrif á lífs­­kjör hér á landi. Stefn­u­­mótun stjórn­­­valda hefur þó ekki verið nógu skýr á síð­­­ustu árum en stefn­u­­mótun um fram­­boð á mis­­mun­andi búset­u­­kostum og aðra þætti sem hafa áhrif á hús­næð­is­­markað hefur mikil áhrif á þróun fram­­boðs og eft­ir­­spurnar á mark­aðn­­­um.

Fram kemur í skýrsl­unn­i að ­fé­lags- og jafn­­rétt­is­­mála­ráð­herra er að hefja vinnu við þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu um stefn­u­­mótun á sviði hús­næð­is­­mála til næst­u ­fjög­urra ára sem ætlað er að tryggja lands­­mönnum öruggt hús­næð­i. Til­lagan er unnin sam­­kvæmt ný sam­­þykktum breyt­ing­um á lögum um hús­næð­is­mál. Við gerð ­til­lög­unnar verð­ur­ m.a. haft til hlið­­sjónar upp­­lýs­ingar frá íbú­a­lána­­sjóð, hús­næð­is­á­ætl­un sveit­ar­fé­laga og umræður á hús­næð­is­­þing­i. ­­Mark­mið stjórn­­­valda sem til­greind eru í skýrsl­unni er að tryggja jafn­­vægi í þróun íbúða­verðs, stöðuga upp­­­bygg­ingu íbúða í sam­ræmi við þörf og stefn­u­­mótun til fram­­tíðar á hús­næð­is­­mark­aði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent