Skúli Mogensen forstjóri WOW air telur að ákvörðunin um að selja WOW hafi verið rétt til að tryggja framtíð flugfélagsins. Frá þessu greinir hann á facebook-síðu sinni í dag.
Hann segir að síðustu 72 klukkutímar hafi verið þeir erfiðustu í lífi hans þar sem hann hafi þurft að ákveða framtíð WOW air í ljósi einstaklega erfiðra tíma.
Stjórn Icelandair Group gerði kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air en fréttir þess efnis birtust í gær. Kaupin eru meðal annars gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.
Skúli segir í stöðuuppfærslu sinni að augljóslega hafi þetta ekki upphaflega verið áætlun hans né sú sýn sem hann hafði fyrir WOW air. „En miðað við aðstæður vonast ég til að tryggja framtíð WOW air til langframa, hins ótrúlega starfsfólks sem vinnur þar, farþega okkar og ekki síst er þetta tækifæri til að byggja upp farsæla sjálfbæra ferðaþjónustu á Íslandi.“
Hann segir enn fremur að WOW Air vörumerkið muni lifa áfram sem lággjaldaflugfélag í fremstu röð. „Icelandair hefur verið brautryðjandi á íslenskum flugmarkaði í 80 ár og byggt upp gott net og ég er sannfærður um að með vörumerkjunum tveimur og samvinnu geti þessi tvö fyrirtæki haldið áfram að bæta og byggja upp sterkt sjálfbært alþjóðlegt flugfélag sem muni dafna í sífellt samkeppnishæfara flugumhverfi.“
Dear friends, The last 72 hours have been some of the toughest in my life as I had to determine the future of WOW air...
Posted by Skuli Mogensen on Tuesday, November 6, 2018