Verður kosningaaldur lækkaður í þetta sinn?

Frumvarp um lækkun kosn­inga­ald­urs fyrir sveitar­stjórn­ar­kosn­ingar í 16 ár hefur verið lagt fram á Alþingi í annað sinn.

7DM_9724_raw_1790.JPG
Auglýsing

Frum­varp til laga um lækkun kosn­­inga­ald­­urs fyrir sveita­r­stjórn­­­ar­­kosn­­ingar í 16 ár hefur verið lagt fram í annað sinn. Andrés Ingi Jóns­­son þing­­maður Vinstri grænna er fyrsti flutn­ings­­maður frum­varps­ins en nú er það lagt fram af full­trúum allra flokka nema Mið­flokks og Flokki fólks­ins.

Í mars síð­ast­liðnum náð­ist ekki að greiða atkvæði um frum­varp um lækkun kosn­inga­ald­urs á þingi vegna mál­þófs og urðu því ekki breyt­ingar á lögum fyrir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar sem haldnar voru í lok maí á þessu ári.

Andrés Ingi segir í sam­tali við Kjarn­ann að nú hafi þingið heilan þing­vetur til að ná þessu í gegn og því sé tíma­pressan minni en síð­ast.

Auglýsing

Ýmis skyld þing­mál hafa áður verið lögð fram á þingi. Þau hafa miðað að því að lækka kosn­inga­aldur almennt, þ.e. bæði í alþing­is­kosn­ingum og sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, úr 18 árum í 16 ár. Hér er hins vegar lagt til að stíga skrefið til hálfs með því að leggja ein­ungis til breyt­ingar á kosn­inga­aldri í kosn­ingum til sveit­ar­stjórna sem krefst aðeins ein­faldrar laga­breyt­ing­ar.

9.000 þús­und manns fá tæki­færi til að kjósa

Við umfjöllun frum­varps­ins síð­asta vetur komu fram þau sjón­ar­mið að of skammur tími væri til stefnu til að und­ir­búa breyt­ing­una fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar það sama vor og var þriðju umræðu því ekki lok­ið. Málið er nú end­ur­flutt með breyt­ingum sem þá voru sam­þykktar við aðra umræðu, segir í grein­ar­gerð með frum­varp­inu.

Í henni kemur jafn­framt fram að frum­varpið sé lagt fram til að styðja við lýð­ræð­is­þátt­töku ungs fólks og auka tæki­færi þess til að hafa áhrif á sam­fé­lagið sem virkir og ábyrgir þátt­tak­end­ur. Verði frum­varpið að lögum munu ald­urs­mörk kosn­ing­ar­réttar í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum mið­ast við 16 ára aldur í stað 18 ára eins og nú er. Muni þá um 9.000 manns fá tæki­færi til að hafa á kjör­degi áhrif á mik­il­vægar ákvarð­anir sem varða líf og umhverfi þeirra sem ekki njóta þess­ara grund­vall­ar­rétt­inda lýð­ræð­is­ins að óbreyttum lög­um.

„Dræm og dvín­andi þátt­taka ungs fólks í kosn­ingum til lög­gjaf­ar­þinga og sveit­ar­stjórna er víða stað­reynd og veldur áhyggjum af fram­tíð lýð­ræð­is. Þykja líkur til þess að fólk geti orðið afhuga stjórn­mála­þátt­töku og snú­ist af braut lýð­ræð­is­legrar stefnu­mót­unar og ákvarð­ana­töku, þar sem málum er ráðið til lykta með umræðu og síðan kosn­ing­um, ef ekki gefst kostur á þátt­töku jafn­skjótt og vit­und ein­stak­lings­ins um áhrifa­mátt sinn og ábyrgð á eigin vel­ferð og sam­fé­lags­ins hefur vakn­að. Að sjálf­sögðu eiga hér einnig við hin almennu sjón­ar­mið um lýð­ræð­is­lega fram­kvæmd, þ.e. að mikil og víð­tæk þátt­taka í kosn­ingum gefi traustasta vit­neskju um vilja borg­ar­anna og því mik­il­vægt að sem allra flestir njóti atkvæð­is­rétt­ar,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Kosn­inga­aldri síð­ast breytt árið 1984

Kosn­inga­aldri var síð­ast breytt á Íslandi árið 1984 þegar hann lækk­aði úr 20 árum í 18 ár. Það gerð­ist í sam­vinnu allra flokka á þingi, enda í takt við þróun sem fór af stað nokkru fyrr í mörgum nágranna­löndum Íslands. Fyrsta ríkið til að taka upp 18 ára kosn­inga­aldur var Tékkóslóvakía árið 1946 en árið 1970 urðu Bret­land og Þýska­land fyrstu ríkin í Vest­ur­-­Evr­ópu til að lækka kosn­inga­ald­ur­inn í 18 ár.

Í grein­ar­gerð­inni kemur fram að nið­ur­stöður íslensku kosn­inga­rann­sókn­ar­innar hafi gefið sterkar vís­bend­ingar um minnk­andi kosn­inga­þátt­töku ungs fólks frá því að rann­sóknin hófst árið 1983.

Hag­stofa Íslands hefur kallað eftir upp­lýs­ingum frá kjör­stjórnum um kjör­sókn eftir fæð­ing­ar­ári við almennar kosn­ingar og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur frá og með árinu 2014. Þar með hefur verið hægt að greina nákvæm­lega þá stöðu sem íslenska kosn­inga­rann­sóknin hafði áður aðeins gefið til kynna. Nið­ur­stöður Hag­stofu Íslands eftir þær kosn­ingar sem fram hafa farið und­an­farin ár, þ.e. sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar 2014 og 2018, for­seta­kjör 2016 og alþing­is­kosn­ingar 2016 og 2017, stað­festa það sem kosn­inga­rann­sóknin hafði dregið fram, þ.e. að kosn­inga­þátt­taka ungs fólks er minni en meðal eldri kjós­enda. Þetta var sér­stak­lega skýrt í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum þar sem kosn­inga­þátt­taka fólks undir þrí­tugu var undir 50 pró­sent þótt með­al­kjör­sókn hafi verið 67 pró­sent.

Verður að grípa til marg­þættra aðgerða

Í grein­ar­gerð­inni segir að til að bregð­ast við dræmri kosn­inga­þátt­töku meðal ungs fólks sé nauð­syn­legt að grípa til marg­þættra aðgerða. Eitt dæmi þar um sé verk­efnið „Kosn­inga­vakn­ing­in: #ÉGKÝ­S“, sem Lands­sam­band ung­menna­fé­laga og Sam­band íslenskra fram­halds­skóla­nema halda utan um. Átakið miðar að því að efla lýð­ræðis­vit­und og hvetja ungt fólk til að taka upp­lýsta ákvörðun um ráð­stöfun atkvæðis síns.

Fyrir síð­ustu alþing­is­kosn­ingar var þetta meðal ann­ars gert með því að halda fundi ungs fólks um allt land með fram­bjóð­endum og skipu­leggja skugga­kosn­ingar í fram­halds­skól­um. Vel tókst til við átakið fyrir kosn­ing­arnar haustið 2016 en í skýrslu sem kynnt var í sept­em­ber 2017 kemur fram að þeir nem­endur sem tóku þátt í skugga­kosn­ingum voru lík­legri til að kjósa í alþing­is­kosn­ingum en þeir sem ekki tóku þátt í skugga­kosn­ing­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent