Már: Samherji hefur rétt til að kæra mig

Seðlabankastjóri vill ekki gangast við því að bankinn hafi gengið of hart fram gegn Samherja en telur fyrirtækið hafa fullan rétt til að kæra sig. Hann segist þó ekki ætla að tjá sig meira um það.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Auglýsing

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri vill ekki gang­ast við því að bank­inn hafi gengið of hart fram gegn Sam­herja. Hann segir að þar sem málin hafi aldrei kom­ist til dóm­stóla þýði það að Sam­herj­a-­menn séu ekki sekir en Seðla­bank­inn sé heldur ekki sek­ur. Hann segir Sam­herja hafa rétt til að kæra sig og hafi enga skoðun á því.

Þetta kemur fram í frétt RÚV en Már var í ítar­legu við­tali við Krist­ján Krist­jáns­son í útvarps­þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un. 

Þann 8. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn kvað Hæsti­réttur Íslands upp dóm í máli Seðla­banka Íslands gegn Sam­herja hf. Í dómnum er stað­fest nið­ur­staða Hér­aðs­dóms Reykja­víkur um að fella úr gildi ákvörðun Seðla­banka Íslands frá 1. sept­em­ber 2016 um að Sam­herji hf. skuli greiða 15 millj­ónir króna í stjórn­valds­sekt til rík­is­sjóðs vegna brota gegn reglum um gjald­eyr­is­mál.

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra óskaði eftir grein­ar­gerð

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sendi Gylfa Magn­ús­syni for­manni banka­ráðs Seðla­banka Íslands þann 12. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn bréf vegna umfjöll­unar um dóm Hæsta­réttar í máli Seðla­banka Íslands gegn Sam­herja hf. þar sem óskað er eftir grein­ar­gerð banka­ráðs um mál­ið.

„Sér­stak­lega er óskað eftir upp­lýs­ingum um það hvað lá að baki ákvörðun Seðla­banka Íslands um að end­ur­upp­taka málið sem til­kynnt var Sam­herja hf. 30 mars 2016. Þá óska ég einnig eftir útlistun á því hvort og þá með hvaða hætti Seðla­banki Íslands hygg­ist bregð­ast við dómnum og hvort dóms­nið­ur­staðan kalli á úrbætur á stjórn­sýslu bank­ans og þá hvaða,“ segir í bréfi for­sæt­is­ráð­herra.

Kannað að setja málið í sátt­ar­ferli

Már segir í við­tal­inu á Sprengisandi að hann hafi strax í upp­hafi látið kanna þann mögu­leika hvort ekki væri hægt að setja málið í sátt­ar­ferli. „Það var kallað á hæsta­rétt­ar­lög­mann sem komst að þeirri nið­ur­stöðu að ég mætti það ekki. Slíkt væri brot á lög­um. Ég yrði að kæra ef grunur væri um meiri­háttar brot,“ segir hann. 

Seðla­banka­stjóri tekur það fram í við­tal­inu að allt sem hann segði fæli ekki í sér neina full­yrð­ingu um sekt Sam­herja, eng­inn dómur hafi fallið og muni ekki gera. „Það er ekki bank­ans segja til um hvort ein­hver sé sekur eða ekki. Ef það er rök­studdur grunur um meiri­háttar brot þá megum ekki bara kæra heldur eigum við að kæra.“

Málið kom ekki frá RÚV

Már segir það af og frá að málið hafi komið frá RÚV. Rann­sóknin hafi verið í fullum gangi þegar Kast­ljós hafði sam­band og spurt hvort þetta gæti stað­ist. „Bank­inn varð mjög óró­legur yfir því að þetta gæti mögu­lega spillt fyrir rann­sókn máls­ins. Þau fengu engin gögn frá okk­ur,“ segir Már. Hann hafi heldur ekk­ert vélað um umfangs­mikla hús­leit sem ráð­ist var í hjá Sam­herja á sínum tíma. „Þetta virkar mjög umfangs­mikið en þegar menn telja að það sé nauð­syn­legt að kom­ast í öll gögn á einum tíma­punkti þá verður það ekki gert nema í umfangs­mik­illi aðgerð,“ segir hann. 

Már bendir á að Sam­herji hafi reynt að hnekkja þess­ari hús­leit fyrir dóm­stólum en Seðla­bank­inn hafi unnið öll þau mál. Málið hafi síðan verið kært til sér­staks sak­sókn­ara sem hafi þá kom­ist að því að ekki væri laga­stoð fyrir því að kæra fyr­ir­tæki í saka­máli fyrir gjald­eyr­is­brot. Hann segir að þetta hafi verið í lögum síðan 2007 en ekki upp­götvast fyrr en árið 2013 og hafi eyði­lagt fjölda mála hjá FME. „Sér­stakur sak­sókn­ari hafði áður tekið við Ursus­ar-­mál­inu og þar var ekki gerð þessi athuga­semd.“

Sak­sókn­ari hafi því bent Seðla­bank­anum á að mögu­leik­arnir væru annað hvort stjórn­valds­sekt eða heima­færa brot upp á ein­stak­linga. Málið hafi því ekki verið gert aft­ur­reka. „Á þeim tíma­punkti er þetta enn meiri­háttar mál og það er kært aftur á hendur ein­stak­ling­um,“ segir Már. 

Sak­sókn­ari hafi verið með málið hjá sér í tvö ár og fram­kvæmt marg­vís­legar rann­sóknir en síðan sent það aftur til baka með þeim skila­boðum að það hefði vantað und­ir­skrift ráð­herra á reglu­gerð en líka að það væri erfitt að heim­færa þessi til­teknu brot upp á ein­stak­linga. 

Hann segir að þegar ljóst var að þessa und­ir­skrift vant­aði hafi Seðla­bank­inn fellt niður allt sem bank­inn taldi sig geta fellt niður án þess Sam­herji fengi ein­hverja sér­staka með­ferð. Það sé alvar­leg ásökun að saka bank­ann um að hafa af ásetn­ingi borið Sam­herja röngum sök­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent