Vilja að íslenska ríkisstjórnin fordæmi viðbrögð stjórnvalda á Spáni

Þingmenn Pírata leggja til að ríkisstjórnin fordæmi viðbrögð stjórnvalda á Spáni við atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu, þar á meðal handtökur á katalónskum stjórnmálamönnum.

Mótmæli þann 1. október síðastliðinn en þá var ár liðið frá atkvæðagreiðslunni.
Mótmæli þann 1. október síðastliðinn en þá var ár liðið frá atkvæðagreiðslunni.
Auglýsing

Píratar hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að rík­is­stjórnin for­dæmi við­brögð stjórn­valda á Spáni við atkvæða­greiðslu sem fór fram í Kata­lóníu 1. októ­ber á síð­asta ári um sjálf­stæði hér­aðs­ins, þar á meðal hand­tökur á kata­lónskum stjórn­mála­mönn­um.

Fyrsti flutn­ings­maður er Álf­heiður Eymars­dótt­ir, vara­þing­maður Pírata, en með henni eru fimm þing­menn úr sama flokki.

Þann 6. sept­em­ber árið 2017 sam­þykkti hér­aðs­þing Kata­lóníu lög­gjöf sem heim­il­aði atkvæða­greiðslu um sjálf­stæð­is­yf­ir­lýs­ingu Kata­lóníu gagn­vart Spáni. Stjórn­laga­dóm­stóll Spánar ógilti aftur á móti lög­gjöf­ina dag­inn eft­ir.

Auglýsing

Nið­ur­staðan skýr

Atkvæða­greiðslan fór engu að síður fram þann 1. októ­ber árið 2017, þrátt fyrir ítrek­aðar til­raunir spænskra stjórn­valda. Í grein­ar­gerð með til­lög­unni kemur fram að þær til­raunir hafi oft verið ofbeld­is­fullar og ætlað að koma í veg fyrir fram­kvæmd atkvæða­greiðsl­unn­ar.

­Nið­ur­staðan var þó skýr því að 92 pró­sent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já við spurn­ing­unni sem lögð var fyrir kjós­endur en spurt var hvort þeir vildu að Kata­lónía yrði sjálf­stætt ríki með lýð­veld­is­stjórn­ar­fari.

Stjórn­laga­dóm­stóll Spánar ógilti sjálf­stæð­is­yf­ir­lýs­ingu hér­aðs­stjórn­ar­innar mán­uði seinna, eða þann 8. nóv­em­ber, á grund­velli þess að hún hefði brotið gegn stjórn­ar­skrá lands­ins og væri því mark­laus.

Fólk fært í fang­elsi eða gert útlægt

Í grein­ar­gerð­inni kemur enn fremur fram að frá því að atkvæða­greiðslan fór fram hafi verið gefnar út hand­töku­skip­anir á hendur fjöl­mörgum stjórn­mála­mönnum í Kata­lóníu og hafi að minnsta kosti níu þeirra setið í fang­elsi á Spáni mán­uðum saman án þess að þeir hafi verið ákærð­ir. Meðal þeirra sé fyrr­ver­andi for­seti kata­lónska þings­ins. Enn fleiri séu í útlegð og eigi á hættu að verða hand­teknir ef þeir snúa til síns heima.

Tekið er fram í tilllög­unni að þings­á­lykt­unin sé ekki stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing við mál­stað sjálf­stæð­is­sinna í Kata­lón­íu, heldur alvar­leg áminn­ing til spænskra stjórn­valda um að tryggja rétt manna til að bjóða sig fram til starfa í þágu kjós­enda án þess að eiga á hættu að verða sviptir frelsi sínu.

Ríkt hérað

Kata­lónía er eitt rík­­asta hérað Spánar og hefur það, ásamt Baska­landi, sterk­­ari sjálf­­stjórn en nokkuð annað hérað á Spáni og jafn­­vel þótt víðar væri leit­að. Hér­­aðið hefur yfir­­um­­sjón með mennta-, heil­brig­iðs- og vel­­ferð­­ar­­málum ásamt því að það hefur eigin lög­­­reglu, eigið þing, hér­­aðs­­stjórn og dóm­stóla. 

Hér­­aðs­­stjórn Kata­lóníu hefur áskilið sér rétt til að krefj­­ast sjálfs­á­kvörð­un­­ar­réttar og sjálf­­stæðis en alþjóða­lög við­­ur­­kenna ein­ungis þann rétt fyrir svæði sem lúta stjórn nýlend­u­­valds, hafa orðið fyrir inn­­rás eða orðið fyrir alvar­­legum brotum á mann­rétt­indum vegna aðgerða stjórn­­­valda. Margir telja þó að það eigi við um Kata­lón­íu. 

Kata­lónía end­ur­heimti rétt­indi eftir Franco

Kjarn­inn hefur fjallað um málið en í frétta­skýr­ingu frá því 1. októ­ber á síð­asta ári kemur fram að margir Kata­lónar séu ósáttir með það hvernig rík­­is­­stjórnin í Madríd kemur fram við hér­­að­ið. Stjórn­­­ar­­skrár­­dóm­­stóll Spánar dró árið 2010 til baka ákvöruðun um að skil­­greina Kata­lóníu sem þjóð frekar en hérað og veita kata­lónska tung­u­­mál­inu for­­gangs­­stöðu og fór það illa í Kata­lóna. 

Þá jókst óánægja við Madríd í kjöl­far efna­hag­skrepp­unn­ar á Spáni árið 2009 vegna þess að bilið milli þess sem Kata­lónar greiða í skatta og þess sem fjár­­­fest er í hér­­að­inu af rík­­inu nemur um 8 til 10 millj­­arða evra á ári. Til­­f­inn­ingin að rík­­is­­stjórnin í Madríd steli frá Kata­lónum er sterk og algeng en með­­al­­tekjur á íbúa eru umtals­vert hærri í Kata­lóníu en í land­inu sem heild – eða um 19 pró­sent – þó að þessi munur hafi minnkað úr um 50 pró­sent í byrjun sjö­unda ára­tug­­ar­ins. 

Rétt­indi Kata­lóna til sjálfs­­stjórn­­ar voru mjög tak­­mörkuð í stjórn­­­ar­­tíð ein­ræð­is­herr­ans Francisco Franco 1936 til 1975. Þegar lýð­ræði komst á í land­inu eftir dauða Franco end­­ur­heimti Kata­lónía mörg af sér­­rétt­indum sínum og var hér­­að­inu veitt umtals­verð sjálfs­­stjórn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkubúskap Íslands
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins
Kjarninn 10. desember 2019
Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi
Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.
Kjarninn 10. desember 2019
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins
Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent