Vilja að íslenska ríkisstjórnin fordæmi viðbrögð stjórnvalda á Spáni

Þingmenn Pírata leggja til að ríkisstjórnin fordæmi viðbrögð stjórnvalda á Spáni við atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu, þar á meðal handtökur á katalónskum stjórnmálamönnum.

Mótmæli þann 1. október síðastliðinn en þá var ár liðið frá atkvæðagreiðslunni.
Mótmæli þann 1. október síðastliðinn en þá var ár liðið frá atkvæðagreiðslunni.
Auglýsing

Píratar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin fordæmi viðbrögð stjórnvalda á Spáni við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Katalóníu 1. október á síðasta ári um sjálfstæði héraðsins, þar á meðal handtökur á katalónskum stjórnmálamönnum.

Fyrsti flutningsmaður er Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, en með henni eru fimm þingmenn úr sama flokki.

Þann 6. september árið 2017 samþykkti héraðsþing Katalóníu löggjöf sem heimilaði atkvæðagreiðslu um sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu gagnvart Spáni. Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti aftur á móti löggjöfina daginn eftir.

Auglýsing

Niðurstaðan skýr

Atkvæðagreiðslan fór engu að síður fram þann 1. október árið 2017, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir spænskra stjórnvalda. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að þær tilraunir hafi oft verið ofbeldisfullar og ætlað að koma í veg fyrir framkvæmd atkvæðagreiðslunnar.

Niðurstaðan var þó skýr því að 92 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já við spurningunni sem lögð var fyrir kjósendur en spurt var hvort þeir vildu að Katalónía yrði sjálfstætt ríki með lýðveldisstjórnarfari.

Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsstjórnarinnar mánuði seinna, eða þann 8. nóvember, á grundvelli þess að hún hefði brotið gegn stjórnarskrá landsins og væri því marklaus.

Fólk fært í fangelsi eða gert útlægt

Í greinargerðinni kemur enn fremur fram að frá því að atkvæðagreiðslan fór fram hafi verið gefnar út handtökuskipanir á hendur fjölmörgum stjórnmálamönnum í Katalóníu og hafi að minnsta kosti níu þeirra setið í fangelsi á Spáni mánuðum saman án þess að þeir hafi verið ákærðir. Meðal þeirra sé fyrrverandi forseti katalónska þingsins. Enn fleiri séu í útlegð og eigi á hættu að verða handteknir ef þeir snúa til síns heima.

Tekið er fram í tilllögunni að þingsályktunin sé ekki stuðningsyfirlýsing við málstað sjálfstæðissinna í Katalóníu, heldur alvarleg áminning til spænskra stjórnvalda um að tryggja rétt manna til að bjóða sig fram til starfa í þágu kjósenda án þess að eiga á hættu að verða sviptir frelsi sínu.

Ríkt hérað

Kata­lónía er eitt rík­asta hérað Spánar og hefur það, ásamt Baska­landi, sterk­ari sjálf­stjórn en nokkuð annað hérað á Spáni og jafn­vel þótt víðar væri leit­að. Hér­aðið hefur yfir­um­sjón með mennta-, heil­brig­iðs- og vel­ferð­ar­málum ásamt því að það hefur eigin lög­reglu, eigið þing, hér­aðs­stjórn og dóm­stóla. 

Hér­aðs­stjórn Kata­lóníu hefur áskilið sér rétt til að krefj­ast sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttar og sjálf­stæðis en alþjóða­lög við­ur­kenna ein­ungis þann rétt fyrir svæði sem lúta stjórn nýlendu­valds, hafa orðið fyrir inn­rás eða orðið fyrir alvar­legum brotum á mann­rétt­indum vegna aðgerða stjórn­valda. Margir telja þó að það eigi við um Katalóníu. 

Katalónía endurheimti réttindi eftir Franco

Kjarninn hefur fjallað um málið en í fréttaskýringu frá því 1. október á síðasta ári kemur fram að margir Kata­lónar séu ósáttir með það hvernig rík­is­stjórnin í Madríd kemur fram við hér­að­ið. Stjórn­ar­skrár­dóm­stóll Spánar dró árið 2010 til baka ákvöruðun um að skil­greina Kata­lóníu sem þjóð frekar en hérað og veita kata­lónska tungu­mál­inu for­gangs­stöðu og fór það illa í Kata­lóna. 

Þá jókst óánægja við Madríd í kjöl­far efna­hag­skrepp­unn­ar á Spáni árið 2009 vegna þess að bilið milli þess sem Kata­lónar greiða í skatta og þess sem fjár­fest er í hér­að­inu af rík­inu nemur um 8 til 10 millj­arða evra á ári. Til­finn­ingin að rík­is­stjórnin í Madríd steli frá Kata­lónum er sterk og algeng en með­al­tekjur á íbúa eru umtals­vert hærri í Kata­lóníu en í land­inu sem heild – eða um 19 prósent – þó að þessi munur hafi minnkað úr um 50 prósent í byrjun sjö­unda ára­tug­ar­ins. 

Rétt­indi Kata­lóna til sjálfs­stjórn­ar voru mjög tak­mörkuð í stjórn­ar­tíð ein­ræð­is­herr­ans Francisco Franco 1936 til 1975. Þegar lýð­ræði komst á í land­inu eftir dauða Franco end­ur­heimti Kata­lónía mörg af sér­rétt­indum sínum og var hér­að­inu veitt umtals­verð sjálfs­stjórn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Samfélagslegar áskoranir og lýðræðislegt hlutverk háskóla
Kjarninn 18. maí 2021
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent