Vilja að íslenska ríkisstjórnin fordæmi viðbrögð stjórnvalda á Spáni

Þingmenn Pírata leggja til að ríkisstjórnin fordæmi viðbrögð stjórnvalda á Spáni við atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu, þar á meðal handtökur á katalónskum stjórnmálamönnum.

Mótmæli þann 1. október síðastliðinn en þá var ár liðið frá atkvæðagreiðslunni.
Mótmæli þann 1. október síðastliðinn en þá var ár liðið frá atkvæðagreiðslunni.
Auglýsing

Píratar hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að rík­is­stjórnin for­dæmi við­brögð stjórn­valda á Spáni við atkvæða­greiðslu sem fór fram í Kata­lóníu 1. októ­ber á síð­asta ári um sjálf­stæði hér­aðs­ins, þar á meðal hand­tökur á kata­lónskum stjórn­mála­mönn­um.

Fyrsti flutn­ings­maður er Álf­heiður Eymars­dótt­ir, vara­þing­maður Pírata, en með henni eru fimm þing­menn úr sama flokki.

Þann 6. sept­em­ber árið 2017 sam­þykkti hér­aðs­þing Kata­lóníu lög­gjöf sem heim­il­aði atkvæða­greiðslu um sjálf­stæð­is­yf­ir­lýs­ingu Kata­lóníu gagn­vart Spáni. Stjórn­laga­dóm­stóll Spánar ógilti aftur á móti lög­gjöf­ina dag­inn eft­ir.

Auglýsing

Nið­ur­staðan skýr

Atkvæða­greiðslan fór engu að síður fram þann 1. októ­ber árið 2017, þrátt fyrir ítrek­aðar til­raunir spænskra stjórn­valda. Í grein­ar­gerð með til­lög­unni kemur fram að þær til­raunir hafi oft verið ofbeld­is­fullar og ætlað að koma í veg fyrir fram­kvæmd atkvæða­greiðsl­unn­ar.

­Nið­ur­staðan var þó skýr því að 92 pró­sent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já við spurn­ing­unni sem lögð var fyrir kjós­endur en spurt var hvort þeir vildu að Kata­lónía yrði sjálf­stætt ríki með lýð­veld­is­stjórn­ar­fari.

Stjórn­laga­dóm­stóll Spánar ógilti sjálf­stæð­is­yf­ir­lýs­ingu hér­aðs­stjórn­ar­innar mán­uði seinna, eða þann 8. nóv­em­ber, á grund­velli þess að hún hefði brotið gegn stjórn­ar­skrá lands­ins og væri því mark­laus.

Fólk fært í fang­elsi eða gert útlægt

Í grein­ar­gerð­inni kemur enn fremur fram að frá því að atkvæða­greiðslan fór fram hafi verið gefnar út hand­töku­skip­anir á hendur fjöl­mörgum stjórn­mála­mönnum í Kata­lóníu og hafi að minnsta kosti níu þeirra setið í fang­elsi á Spáni mán­uðum saman án þess að þeir hafi verið ákærð­ir. Meðal þeirra sé fyrr­ver­andi for­seti kata­lónska þings­ins. Enn fleiri séu í útlegð og eigi á hættu að verða hand­teknir ef þeir snúa til síns heima.

Tekið er fram í tilllög­unni að þings­á­lykt­unin sé ekki stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing við mál­stað sjálf­stæð­is­sinna í Kata­lón­íu, heldur alvar­leg áminn­ing til spænskra stjórn­valda um að tryggja rétt manna til að bjóða sig fram til starfa í þágu kjós­enda án þess að eiga á hættu að verða sviptir frelsi sínu.

Ríkt hérað

Kata­lónía er eitt rík­­asta hérað Spánar og hefur það, ásamt Baska­landi, sterk­­ari sjálf­­stjórn en nokkuð annað hérað á Spáni og jafn­­vel þótt víðar væri leit­að. Hér­­aðið hefur yfir­­um­­sjón með mennta-, heil­brig­iðs- og vel­­ferð­­ar­­málum ásamt því að það hefur eigin lög­­­reglu, eigið þing, hér­­aðs­­stjórn og dóm­stóla. 

Hér­­aðs­­stjórn Kata­lóníu hefur áskilið sér rétt til að krefj­­ast sjálfs­á­kvörð­un­­ar­réttar og sjálf­­stæðis en alþjóða­lög við­­ur­­kenna ein­ungis þann rétt fyrir svæði sem lúta stjórn nýlend­u­­valds, hafa orðið fyrir inn­­rás eða orðið fyrir alvar­­legum brotum á mann­rétt­indum vegna aðgerða stjórn­­­valda. Margir telja þó að það eigi við um Kata­lón­íu. 

Kata­lónía end­ur­heimti rétt­indi eftir Franco

Kjarn­inn hefur fjallað um málið en í frétta­skýr­ingu frá því 1. októ­ber á síð­asta ári kemur fram að margir Kata­lónar séu ósáttir með það hvernig rík­­is­­stjórnin í Madríd kemur fram við hér­­að­ið. Stjórn­­­ar­­skrár­­dóm­­stóll Spánar dró árið 2010 til baka ákvöruðun um að skil­­greina Kata­lóníu sem þjóð frekar en hérað og veita kata­lónska tung­u­­mál­inu for­­gangs­­stöðu og fór það illa í Kata­lóna. 

Þá jókst óánægja við Madríd í kjöl­far efna­hag­skrepp­unn­ar á Spáni árið 2009 vegna þess að bilið milli þess sem Kata­lónar greiða í skatta og þess sem fjár­­­fest er í hér­­að­inu af rík­­inu nemur um 8 til 10 millj­­arða evra á ári. Til­­f­inn­ingin að rík­­is­­stjórnin í Madríd steli frá Kata­lónum er sterk og algeng en með­­al­­tekjur á íbúa eru umtals­vert hærri í Kata­lóníu en í land­inu sem heild – eða um 19 pró­sent – þó að þessi munur hafi minnkað úr um 50 pró­sent í byrjun sjö­unda ára­tug­­ar­ins. 

Rétt­indi Kata­lóna til sjálfs­­stjórn­­ar voru mjög tak­­mörkuð í stjórn­­­ar­­tíð ein­ræð­is­herr­ans Francisco Franco 1936 til 1975. Þegar lýð­ræði komst á í land­inu eftir dauða Franco end­­ur­heimti Kata­lónía mörg af sér­­rétt­indum sínum og var hér­­að­inu veitt umtals­verð sjálfs­­stjórn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent