Átakshópur um bætta stöðu á húsnæðismarkaði

Stjórnvöld og heildarsamtök á vinnumarkaði hafa sett á fót átakshóp um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Átakshópurinn skal kynna heildstæða lausn á viðfangsefnum sínum í janúar á næsta ári.

7DM_9563_raw_2114.JPG
Auglýsing

Stjórn­völd og heild­ar­sam­tök á vinnu­mark­aði hafa stofnað átaks­hóp til að bæta stöðu á hús­næð­is­mark­aði, verk­efni hóps­ins snúa að því að auka fram­boð á íbúðum og að öðrum aðgerðum með það að mark­miði að bæta hús­næð­is­stöð­una hér á landi. Stjórn­völd og aðil­ar vinnu­mark­aðs­ins komu saman á tólfta sam­ráðs­fund sínum síð­asta föstu­dag. For­sæt­is­ráð­herra, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra kynntu þessa sam­eig­in­lega til­lögu á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un.

Kynna heild­stæða lausn í jan­úar

Í til­kynn­ingu Stjórna­ráðs­ins segir að hóp­ur­inn eigi að hafa sam­ráð við aðra starfs­hópa um hús­næð­is­mál og að hópnum sé skylt að kynna heild­stæða lausn á við­fangs­efnum sínum fyrir stjórn­völdum og heild­ar­sam­tökum á vinnu­mark­aði eigi síðar en 20. jan­úar 2019. Íbúða­lána­sjóður mun vinna með hópnum ásamt öðrum sér­fræð­ing­um.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra„Nú er mik­il­vægt að við tökum höndum saman og finnum raun­hæfar lausnir og aðgerðir sem geta haft áhrif sem allra fyrst. Í mínum huga er mik­il­væg­ast að við göngum nú öll í takt og finnum úrræði sem gagn­ast sem allra flestum en ljóst er að öruggt hús­næði er einn af grund­vall­ar­þáttum í því vel­ferð­ar­sam­fé­lagi sem við viljum byggja upp hér á landi. Enda þótt hóp­ur­inn sé átaks­hópur þá vona ég að þær til­lögur sem hóp­ur­inn skilar muni ekki aðeins leysa stöð­una til skemmri tíma heldur einnig hafa áhrif á fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag hús­næð­is­mála hér á land­i“, sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, að loknum rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un.

Auglýsing

Þörf á 9.500 fleiri íbúðum

Á árunum 2013-2017 fjölg­aði íbúðum hér á landi um 6.500 en að mati Íbúða­lána­sjóðs hefði íbúðum þurft að fjölga mun meira, eða um hátt í 16.000 til þess að mæta að fullu þeirri þörf fyrir íbúðir sem skap­að­ist á tíma­bil­inu vegna fólks­fjölg­un­ar, breyt­inga á ald­urs­sam­setn­ingu og fjölg­unar íbúða í skamm­tíma­leigu.

Í til­kynn­ingu Stjórna­ráðs­ins segir að upp­safn­aður skortur á íbúðum end­ur­spegl­ast í miklum verð­hækk­unum á íbúða- og leigu­mark­aði og bráðum vanda þeirra sem standa höllum fæti á hús­næð­is­mark­aði segir í til­kynn­ingu stjórn­ar­ráðs­ins. Því þarf að fjölga íbúðum næstu árum til að vinna á þeim vanda og í sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er mik­il­vægt að sú upp­bygg­ing verði í sam­ræmi við þarfir lands­manna.  

For­menn hóps­ins verða Anna Guð­munda Ingv­ars­dótt­ir, aðstoð­ar­for­stjóri Íbúða­lána­sjóðs, og Gísli Gísla­son, hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna. Mun Anna Guð­munda Ingv­ars­dóttir taka sér leyfi frá störfum og sinna þessu verk­efni af fullum þunga. Auk þeirra verða í nefnd­inni þrír full­trúar frá ríki, tveir frá sveit­ar­fé­lögum og þrír frá heild­ar­sam­tökum á vinnu­mark­aði.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent