Átakshópur um bætta stöðu á húsnæðismarkaði

Stjórnvöld og heildarsamtök á vinnumarkaði hafa sett á fót átakshóp um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Átakshópurinn skal kynna heildstæða lausn á viðfangsefnum sínum í janúar á næsta ári.

7DM_9563_raw_2114.JPG
Auglýsing

Stjórn­völd og heild­ar­sam­tök á vinnu­mark­aði hafa stofnað átaks­hóp til að bæta stöðu á hús­næð­is­mark­aði, verk­efni hóps­ins snúa að því að auka fram­boð á íbúðum og að öðrum aðgerðum með það að mark­miði að bæta hús­næð­is­stöð­una hér á landi. Stjórn­völd og aðil­ar vinnu­mark­aðs­ins komu saman á tólfta sam­ráðs­fund sínum síð­asta föstu­dag. For­sæt­is­ráð­herra, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra kynntu þessa sam­eig­in­lega til­lögu á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un.

Kynna heild­stæða lausn í jan­úar

Í til­kynn­ingu Stjórna­ráðs­ins segir að hóp­ur­inn eigi að hafa sam­ráð við aðra starfs­hópa um hús­næð­is­mál og að hópnum sé skylt að kynna heild­stæða lausn á við­fangs­efnum sínum fyrir stjórn­völdum og heild­ar­sam­tökum á vinnu­mark­aði eigi síðar en 20. jan­úar 2019. Íbúða­lána­sjóður mun vinna með hópnum ásamt öðrum sér­fræð­ing­um.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra„Nú er mik­il­vægt að við tökum höndum saman og finnum raun­hæfar lausnir og aðgerðir sem geta haft áhrif sem allra fyrst. Í mínum huga er mik­il­væg­ast að við göngum nú öll í takt og finnum úrræði sem gagn­ast sem allra flestum en ljóst er að öruggt hús­næði er einn af grund­vall­ar­þáttum í því vel­ferð­ar­sam­fé­lagi sem við viljum byggja upp hér á landi. Enda þótt hóp­ur­inn sé átaks­hópur þá vona ég að þær til­lögur sem hóp­ur­inn skilar muni ekki aðeins leysa stöð­una til skemmri tíma heldur einnig hafa áhrif á fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag hús­næð­is­mála hér á land­i“, sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, að loknum rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un.

Auglýsing

Þörf á 9.500 fleiri íbúðum

Á árunum 2013-2017 fjölg­aði íbúðum hér á landi um 6.500 en að mati Íbúða­lána­sjóðs hefði íbúðum þurft að fjölga mun meira, eða um hátt í 16.000 til þess að mæta að fullu þeirri þörf fyrir íbúðir sem skap­að­ist á tíma­bil­inu vegna fólks­fjölg­un­ar, breyt­inga á ald­urs­sam­setn­ingu og fjölg­unar íbúða í skamm­tíma­leigu.

Í til­kynn­ingu Stjórna­ráðs­ins segir að upp­safn­aður skortur á íbúðum end­ur­spegl­ast í miklum verð­hækk­unum á íbúða- og leigu­mark­aði og bráðum vanda þeirra sem standa höllum fæti á hús­næð­is­mark­aði segir í til­kynn­ingu stjórn­ar­ráðs­ins. Því þarf að fjölga íbúðum næstu árum til að vinna á þeim vanda og í sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er mik­il­vægt að sú upp­bygg­ing verði í sam­ræmi við þarfir lands­manna.  

For­menn hóps­ins verða Anna Guð­munda Ingv­ars­dótt­ir, aðstoð­ar­for­stjóri Íbúða­lána­sjóðs, og Gísli Gísla­son, hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna. Mun Anna Guð­munda Ingv­ars­dóttir taka sér leyfi frá störfum og sinna þessu verk­efni af fullum þunga. Auk þeirra verða í nefnd­inni þrír full­trúar frá ríki, tveir frá sveit­ar­fé­lögum og þrír frá heild­ar­sam­tökum á vinnu­mark­aði.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent