Átakshópur um bætta stöðu á húsnæðismarkaði

Stjórnvöld og heildarsamtök á vinnumarkaði hafa sett á fót átakshóp um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Átakshópurinn skal kynna heildstæða lausn á viðfangsefnum sínum í janúar á næsta ári.

7DM_9563_raw_2114.JPG
Auglýsing

Stjórn­völd og heild­ar­sam­tök á vinnu­mark­aði hafa stofnað átaks­hóp til að bæta stöðu á hús­næð­is­mark­aði, verk­efni hóps­ins snúa að því að auka fram­boð á íbúðum og að öðrum aðgerðum með það að mark­miði að bæta hús­næð­is­stöð­una hér á landi. Stjórn­völd og aðil­ar vinnu­mark­aðs­ins komu saman á tólfta sam­ráðs­fund sínum síð­asta föstu­dag. For­sæt­is­ráð­herra, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra kynntu þessa sam­eig­in­lega til­lögu á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un.

Kynna heild­stæða lausn í jan­úar

Í til­kynn­ingu Stjórna­ráðs­ins segir að hóp­ur­inn eigi að hafa sam­ráð við aðra starfs­hópa um hús­næð­is­mál og að hópnum sé skylt að kynna heild­stæða lausn á við­fangs­efnum sínum fyrir stjórn­völdum og heild­ar­sam­tökum á vinnu­mark­aði eigi síðar en 20. jan­úar 2019. Íbúða­lána­sjóður mun vinna með hópnum ásamt öðrum sér­fræð­ing­um.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra„Nú er mik­il­vægt að við tökum höndum saman og finnum raun­hæfar lausnir og aðgerðir sem geta haft áhrif sem allra fyrst. Í mínum huga er mik­il­væg­ast að við göngum nú öll í takt og finnum úrræði sem gagn­ast sem allra flestum en ljóst er að öruggt hús­næði er einn af grund­vall­ar­þáttum í því vel­ferð­ar­sam­fé­lagi sem við viljum byggja upp hér á landi. Enda þótt hóp­ur­inn sé átaks­hópur þá vona ég að þær til­lögur sem hóp­ur­inn skilar muni ekki aðeins leysa stöð­una til skemmri tíma heldur einnig hafa áhrif á fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag hús­næð­is­mála hér á land­i“, sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, að loknum rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un.

Auglýsing

Þörf á 9.500 fleiri íbúðum

Á árunum 2013-2017 fjölg­aði íbúðum hér á landi um 6.500 en að mati Íbúða­lána­sjóðs hefði íbúðum þurft að fjölga mun meira, eða um hátt í 16.000 til þess að mæta að fullu þeirri þörf fyrir íbúðir sem skap­að­ist á tíma­bil­inu vegna fólks­fjölg­un­ar, breyt­inga á ald­urs­sam­setn­ingu og fjölg­unar íbúða í skamm­tíma­leigu.

Í til­kynn­ingu Stjórna­ráðs­ins segir að upp­safn­aður skortur á íbúðum end­ur­spegl­ast í miklum verð­hækk­unum á íbúða- og leigu­mark­aði og bráðum vanda þeirra sem standa höllum fæti á hús­næð­is­mark­aði segir í til­kynn­ingu stjórn­ar­ráðs­ins. Því þarf að fjölga íbúðum næstu árum til að vinna á þeim vanda og í sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er mik­il­vægt að sú upp­bygg­ing verði í sam­ræmi við þarfir lands­manna.  

For­menn hóps­ins verða Anna Guð­munda Ingv­ars­dótt­ir, aðstoð­ar­for­stjóri Íbúða­lána­sjóðs, og Gísli Gísla­son, hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna. Mun Anna Guð­munda Ingv­ars­dóttir taka sér leyfi frá störfum og sinna þessu verk­efni af fullum þunga. Auk þeirra verða í nefnd­inni þrír full­trúar frá ríki, tveir frá sveit­ar­fé­lögum og þrír frá heild­ar­sam­tökum á vinnu­mark­aði.

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent