„Við líðum ekki lengur að konur séu smánaðar í skjóli valdamismunar“

Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að jafnrétti felist ekki síst í því að fólk beri virðingu hvert fyrir öðru, óháð kyni, kynhneigð, fötlun og öðrum þeim breytum sem hafa áhrif á fólk.

Kynjajafnrétti
Auglýsing

Það er ekki nóg að á Íslandi ríki laga­legt og – næstum því – töl­fræði­legt jafn­rétti sem mælist efst á alþjóð­legum list­um. Jafn­rétti felst ekki síst í því að fólk beri virð­ingu hvert fyrir öðru, óháð kyni, kyn­hneigð, fötlun og öðrum þeim breytum sem hafa áhrif á fólk, hvort sem það er í opin­berum störfum eða í einka­líf­inu.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá stjórn Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands sem send var út í dag. Til­efnið er drykkju­kvöld sex þing­manna úr Mið­flokknum og Flokki fólks­ins í síð­ustu viku þar sem þeir létu falla niðr­andi ummæli um aðra þing­menn, kon­ur, fatl­aða og sam­kyn­hneigða. 

„Við búum í sam­fé­lagi sem breyt­ist ört í átt til jafn­rétt­is. #­MeToo ­bylt­ingin hefur eflt kraft okkar til að takast á við ójafn­rétti á öllum sviðum sam­fé­lags­ins og í kjöl­far hennar hafa öll við­mið um sam­þykkta hegðun færst til. Við líðum ekki lengur að kon­ur, og raunar allt fólk, sé smánað í skjóli valda­mis­mun­ar,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Auglýsing

Þá segir að í sam­tali þing­mann­anna hafi komið fram djúp kven­fyr­ir­litn­ing, fatlað og hinsegin fólk verið smánað og nið­ur­lægt og kyn­þátta­for­dómar afhjúpað­ir. Þó hafi verið þarna á meðal ein­stak­lingar sem í trún­að­ar­störfum sínum hafi staðið í fylk­ing­ar­brjósti sem kyndil­berar jafn­réttis á lands­vísu og á heims­vísu.

„Siða­reglur alþing­is­manna kveða skýrt á um að þing­menn skuli „ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með fram­komu sinn­i“. Auk þess skulu þeir „leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heil­brigt starfs­um­hverfi innan þings sem utan og hvar­vetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kyn­ferð­is­legri eða kyn­bund­inni áreitni, ein­elti eða annarri van­virð­andi fram­komu.“ Þá skulu þeir „í öllu hátt­erni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virð­ingu“ og „ekki sýna öðrum þing­mönn­um, starfs­mönnum þings­ins eða gestum kyn­ferð­is­lega eða kyn­bundna áreitni, leggja þá í ein­elti eða koma fram við þá á van­virð­andi hátt.“

Ljóst er að þing­menn­irnir sex hafa brotið gegn öllu þessu og við blasir að mál­efni þeirra hljóta að fara í þann far­veg sem kveðið er á um í siða­regl­un­um. Stjórn Kven­rétt­inda­fé­lags­ins krefst þess að þing­menn­irnir axli ábyrgð, horf­ist í augu við að þeir eru rúnir trausti og segi taf­ar­laust af sér þing­mennsku.

Í upp­hafi ann­arar aldar full­veld­is­ins brýnir Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands Alþingi og önnur stjórn­völd, kjós­endur og þjóð­ina alla að kvika ekki frá bar­átt­unni fyrir jafn­ara og sann­gjarn­ara þjóð­fé­lagi þar sem ekki hallar á neinn. Sköpum saman Ísland þar sem jafn­rétti rík­ir, fyrir okkur öll,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent