„Við líðum ekki lengur að konur séu smánaðar í skjóli valdamismunar“

Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að jafnrétti felist ekki síst í því að fólk beri virðingu hvert fyrir öðru, óháð kyni, kynhneigð, fötlun og öðrum þeim breytum sem hafa áhrif á fólk.

Kynjajafnrétti
Auglýsing

Það er ekki nóg að á Íslandi ríki laga­legt og – næstum því – töl­fræði­legt jafn­rétti sem mælist efst á alþjóð­legum list­um. Jafn­rétti felst ekki síst í því að fólk beri virð­ingu hvert fyrir öðru, óháð kyni, kyn­hneigð, fötlun og öðrum þeim breytum sem hafa áhrif á fólk, hvort sem það er í opin­berum störfum eða í einka­líf­inu.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá stjórn Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands sem send var út í dag. Til­efnið er drykkju­kvöld sex þing­manna úr Mið­flokknum og Flokki fólks­ins í síð­ustu viku þar sem þeir létu falla niðr­andi ummæli um aðra þing­menn, kon­ur, fatl­aða og sam­kyn­hneigða. 

„Við búum í sam­fé­lagi sem breyt­ist ört í átt til jafn­rétt­is. #­MeToo ­bylt­ingin hefur eflt kraft okkar til að takast á við ójafn­rétti á öllum sviðum sam­fé­lags­ins og í kjöl­far hennar hafa öll við­mið um sam­þykkta hegðun færst til. Við líðum ekki lengur að kon­ur, og raunar allt fólk, sé smánað í skjóli valda­mis­mun­ar,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Auglýsing

Þá segir að í sam­tali þing­mann­anna hafi komið fram djúp kven­fyr­ir­litn­ing, fatlað og hinsegin fólk verið smánað og nið­ur­lægt og kyn­þátta­for­dómar afhjúpað­ir. Þó hafi verið þarna á meðal ein­stak­lingar sem í trún­að­ar­störfum sínum hafi staðið í fylk­ing­ar­brjósti sem kyndil­berar jafn­réttis á lands­vísu og á heims­vísu.

„Siða­reglur alþing­is­manna kveða skýrt á um að þing­menn skuli „ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með fram­komu sinn­i“. Auk þess skulu þeir „leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heil­brigt starfs­um­hverfi innan þings sem utan og hvar­vetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kyn­ferð­is­legri eða kyn­bund­inni áreitni, ein­elti eða annarri van­virð­andi fram­komu.“ Þá skulu þeir „í öllu hátt­erni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virð­ingu“ og „ekki sýna öðrum þing­mönn­um, starfs­mönnum þings­ins eða gestum kyn­ferð­is­lega eða kyn­bundna áreitni, leggja þá í ein­elti eða koma fram við þá á van­virð­andi hátt.“

Ljóst er að þing­menn­irnir sex hafa brotið gegn öllu þessu og við blasir að mál­efni þeirra hljóta að fara í þann far­veg sem kveðið er á um í siða­regl­un­um. Stjórn Kven­rétt­inda­fé­lags­ins krefst þess að þing­menn­irnir axli ábyrgð, horf­ist í augu við að þeir eru rúnir trausti og segi taf­ar­laust af sér þing­mennsku.

Í upp­hafi ann­arar aldar full­veld­is­ins brýnir Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands Alþingi og önnur stjórn­völd, kjós­endur og þjóð­ina alla að kvika ekki frá bar­átt­unni fyrir jafn­ara og sann­gjarn­ara þjóð­fé­lagi þar sem ekki hallar á neinn. Sköpum saman Ísland þar sem jafn­rétti rík­ir, fyrir okkur öll,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent