Þykir miður að hafa fengið staðfestingu á fordómum í garð fatlaðs fólks

Kvennahreyfing ÖBÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu en þar kemur fram að þeim þyki miður að hafa fengið staðfestingu á þeim svívirðilegum fordómum í garð fatlaðs fólks sem ríki meðal margra alþingismanna.

1. maí kröfuganga.
1. maí kröfuganga.
Auglýsing

Kvennahreyfing Öryrkjabandalags Íslands mótmælir því að á Alþingi sitji fólk sem haldið sé botnlausri kvenfyrirlitningu og taki ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf fólks. Alþingismenn hafi núna við afgreiðslu fjárlaga gullið tækifæri til að sýna í verki að þeir líti ekki á fatlað fólk sem skynlausar skepnur og geti tryggt öryrkjum mannsæmandi lífskjör.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Kvennahreyfingu ÖBÍ.

Þeim þykir miður að hafa fengið staðfestingu á þeim svívirðilegum fordómum í garð fatlaðs fólks sem ríki meðal margra alþingismanna.

„Fordómarnir koma ekki á óvart, því það er löngu ljóst að stjórnvöld líta ekki á öryrkja sem manneskjur. Nægir þar að nefna að örorkulífeyristekjur duga ekki til framfærslu. Hvorki löggjafarvaldið né dómsvaldið hafa séð ástæðu til að framfylgja þeim mannréttindasáttmálum sem íslenska ríkið er aðili að þegar kemur að ákvörðunum er varða okkar líf,“ segir í yfirlýsingunni. 

Auglýsing

Freyja Har­alds­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­þing­maður Bjartrar fram­tíðar og þekkt bar­áttu­kona fyrir auknum mann­rétt­indum fatl­aðra, sagði í stöðu­upp­færslu á Face­book að niðr­andi og meið­andi ummæli þing­manna á drykkju­fundi í þarsíð­ustu viku, um hana og fjöl­marga aðra naf­greinda ein­stak­linga, væru kerf­is­bundið hat­ur. „Það bein­ist harð­ast að kon­um. Hinsegin fólki. Fötl­uðu fólki. Karl­mönnum sem ein­hvern­veg­inn passa ekki inn í ríkj­andi hug­myndir um (skað­lega) karl­mennsku. Það er hvorki til­viljun né eins­dæmi að akkúrat þessir hópar séu við­fang orð­a­níðs fólks með mikil for­rétt­indi. Það er alltum­lykj­andi - alltaf.“

Á upp­tökum af drykkju­fundi þing­mann­anna, sem til­heyra Mið­flokknum og Flokki fólks­ins, heyr­ast þeir gera grín að Freyju, sem þjá­ist af sjald­­gæfum beina­­sjúk­­dómi. Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­maður Mið­flokks­ins, kall­aði hana „Freyju eyju“ og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, gerði grín af því að tveir hinna mann­anna við borðið hefðu sér­stakan áhuga á Freyju og nafn­greindri þing­konu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Ein­hver úr hópnum hermdi í kjöl­farið eftir sel.

Freyja sagði í stöðu­upp­færslu sinni að fyrstu við­brögð hennar við hat­urs­orð­ræðu þing­mann­anna hefði verið að verja hvorki krafti né orðum í hana og halda áfram með vinnu­dag­inn sinn. „En ég hélt auð­vitað ekk­ert áfram með dag­inn minn að neinu ráði - þetta hefur tekið sinn toll líkt og allt ofbeldi ger­ir.“ 

Hún skrifaði grein á Kjarnann sem birtist síðasta sunnudagskvöld þar sem hún greinir frá samskiptum sínum við Sigmund Davíð en hann hringdi í hana fyrr um daginn. „Ég frábið mér frekari símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til mín og reynir að útskýra fyrir mér hvað eru fötlunarfordómar og hvað ekki. Eina eðlilega símtalið í stöðunni væri að biðjast einlæglega afsökunar, án nokkurra útskýringa eða málalenginga, og segjast í ljósi gjörða sinna ætla að axla ábyrgð á ofbeldinu sem við vorum beittar og segja af sér,“ sagði hún í greininni. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent