Heimavellir höfðu hug á að gefa út skuldabréf fyrir 12 milljarða

Heimavellir, stærsta íbúðaleigufélag landsins, standa í endurfjármögnun á lang­­tíma­skuldum sínum. Félagið stefndi að því að gefa út skuldabréf fyrir allt að tólf milljarða króna en félaginu tókst aðeins að selja skuldabréf fyrir fjórðung þeirra upphæðar

Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum fyrr á þessu ári.
Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum fyrr á þessu ári.
Auglýsing

Heima­vell­ir, stærsta íbúða­leigu­fé­lag lands­ins, stefndi að því að gefa út skulda­bréf fyrir allt að tólf millj­arða króna í von um að end­ur­fjár­magna lang­tíma­skuldir félags­ins á hag­stæð­ari kjör­um. Nið­ur­staða útboðs­ins, sem lauk síð­ast­lið­inn mánu­dag, var hins vegar að félag­inu tókst að selja fjár­festum skulda­bréf fyrir aðeins tæp­lega fjórð­ung þeirrar upp­hæð­ar, eða sam­tals 3.180 millj­ónir króna. Þetta kemur fram umfjöllun Mark­að­ar­ins, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag.

Full­trúar Arion banka, ráð­gjafa Heima­valla, hófu funda­röð með fjár­festum snemma í síð­ustu viku vegna skulda­bréfa­út­boðs­ins. Fram kemur í kynn­ingu til fjár­festa, sem Mark­að­ur­inn hefur undir hönd­um, að Heima­vellir hefði haft í hyggju með útboð­inu að gefa út tvo nýja skulda­bréfa­flokka. Annar flokk­ur­inn átti að vera allt að sjö millj­arðar króna að stærð og gilda til þrjá­tíu ára en hinn allt að fimm millj­arðar króna að stærð og til sjö ára.

Fram kom í til­kynn­ingu Heima­valla til Kaup­hall­ar­innar að félagið hefði ann­ars vegar sam­þykkt til­boð fyrir 2.300 millj­ónir í skulda­bréfa­flokk sem er til 30 ára og ber 3,65 fasta pró­senta verð­tryggða vexti og hins vegar skulda­bréf til 7 ára sem bera 3,2 pró­senta fasta verð­tryggða vexti. Stefnt er að skrán­ingu skulda­bréf­anna fyrir lok apríl 2019.

Auglýsing

Töp­uðu 36 millj­ónum á fyrstu níu mán­uðum árs­ins

Heima­vellir er stærsta leig­u­­­fé­lagið á almennum mark­aði og það eina slíka sem er skráð í Kaup­höll Íslands. Það átti 1.983 íbúðir í lok sept­­em­ber síð­­ast­lið­ins en tap­aði alls 36 millj­­­ónum króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2018. Vel gekk hjá félag­inu á þriðja árs­fjórð­ungi þar sem hagn­aður þess var 100 millj­­­ónir króna. Hann er þó allur til­­­komin vegna sölu­hagn­aðar á fast­­­eignum sem skil­aði Heima­­­völlum 112 millj­­­ónum króna á tíma­bil­inu.

Leig­u­­­tekjur Heima­valla á fyrstu níu mán­uðum árs­ins voru tæp­­­lega 2,8 millj­­­arðar króna og sölu­hagn­aður vegna sölu á fast­­­eignum alls 222 millj­­­ónir króna á tíma­bil­inu. Heima­vellir áætla að tekjur árs­ins 2018 verði sam­tals 3,7 millj­­­arðar króna, að þær verði tæp­­­lega 3,9 millj­­­arðar króna á næsta ári og nái að verða rúm­­­lega fjórir millj­­­arðar króna árið 2020.

Vilja end­ur­fjár­magna lán frá Íbúða­lána­sjóð

Eigið fé Heima­valla var 18,7 millj­­­arðar króna í lok sept­­em­ber og heild­­­ar­skuldir félags­­ins 39,7 millj­­­arðar króna. Af lang­­­tíma­skuldum Heima­valla voru verð­­­tryggð lán frá lána­­­stofn­unum 30,6 millj­­­arðar króna. Þau lán eru að mestu frá Íbúða­lána­­­sjóði og upp­­i­­­­staða þeirra eru lán sem veitt voru á grund­velli reglu­­­­gerðar um lán­veit­ingar sjóðs­ins frá árinu 2013 til sveit­­­­ar­­­­fé­laga, félaga og félaga­­­­sam­­­­taka sem ætl­­­­aðar eru til bygg­ingar eða kaupa á leig­u­í­­­­búð­­­­um. Mark­mið þeirrar reglu­­­­gerðar er að „stuðla að fram­­­­boði á leig­u­í­­­­búðum fyrir almenn­ing á við­ráð­an­­­­legum kjöru­m“.Um síð­­­­­­­ustu ára­­­­mót skuld­uðu Heima­vellir 18,6 millj­­­­arða króna í slík lán. Þau félög sem hafa fengið slík lán mega ekki greiða arð né arðs­­­gildi en stefna Heima­valla til fram­tíðar er að greiða út arð með reglu­bundnum hætti.

Heima­vellir hafa verið að und­ir­­­búa end­­­ur­fjár­­­­­mögnun á lang­­­tíma­skuldum sínum og í til­­­kynn­ingu sem félagið sendi frá sér í lok ágúst sagði að fyr­ir­hugað væri að hrinda end­­­ur­fjár­­­­­mögn­un­inni í fram­­­kvæmd á næstu mán­uð­­­um. Í áður­nefndri fjár­festa­kynn­ingu Heima­valla er sér­stak­lega tekið fram að með útgáfu skulda­bréf­anna hygg­ist Heima­vellir end­ur­fjár­magna lán frá Íbúða­lána­sjóði, svo­nefnd leigu­í­búða­lán, sem og banka­lán en þau fyrr­nefndu eru óhag­stæð­ustu lánin í safni félags­ins.

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent