Heimavellir höfðu hug á að gefa út skuldabréf fyrir 12 milljarða

Heimavellir, stærsta íbúðaleigufélag landsins, standa í endurfjármögnun á lang­­tíma­skuldum sínum. Félagið stefndi að því að gefa út skuldabréf fyrir allt að tólf milljarða króna en félaginu tókst aðeins að selja skuldabréf fyrir fjórðung þeirra upphæðar

Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum fyrr á þessu ári.
Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum fyrr á þessu ári.
Auglýsing

Heima­vell­ir, stærsta íbúða­leigu­fé­lag lands­ins, stefndi að því að gefa út skulda­bréf fyrir allt að tólf millj­arða króna í von um að end­ur­fjár­magna lang­tíma­skuldir félags­ins á hag­stæð­ari kjör­um. Nið­ur­staða útboðs­ins, sem lauk síð­ast­lið­inn mánu­dag, var hins vegar að félag­inu tókst að selja fjár­festum skulda­bréf fyrir aðeins tæp­lega fjórð­ung þeirrar upp­hæð­ar, eða sam­tals 3.180 millj­ónir króna. Þetta kemur fram umfjöllun Mark­að­ar­ins, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag.

Full­trúar Arion banka, ráð­gjafa Heima­valla, hófu funda­röð með fjár­festum snemma í síð­ustu viku vegna skulda­bréfa­út­boðs­ins. Fram kemur í kynn­ingu til fjár­festa, sem Mark­að­ur­inn hefur undir hönd­um, að Heima­vellir hefði haft í hyggju með útboð­inu að gefa út tvo nýja skulda­bréfa­flokka. Annar flokk­ur­inn átti að vera allt að sjö millj­arðar króna að stærð og gilda til þrjá­tíu ára en hinn allt að fimm millj­arðar króna að stærð og til sjö ára.

Fram kom í til­kynn­ingu Heima­valla til Kaup­hall­ar­innar að félagið hefði ann­ars vegar sam­þykkt til­boð fyrir 2.300 millj­ónir í skulda­bréfa­flokk sem er til 30 ára og ber 3,65 fasta pró­senta verð­tryggða vexti og hins vegar skulda­bréf til 7 ára sem bera 3,2 pró­senta fasta verð­tryggða vexti. Stefnt er að skrán­ingu skulda­bréf­anna fyrir lok apríl 2019.

Auglýsing

Töp­uðu 36 millj­ónum á fyrstu níu mán­uðum árs­ins

Heima­vellir er stærsta leig­u­­­fé­lagið á almennum mark­aði og það eina slíka sem er skráð í Kaup­höll Íslands. Það átti 1.983 íbúðir í lok sept­­em­ber síð­­ast­lið­ins en tap­aði alls 36 millj­­­ónum króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2018. Vel gekk hjá félag­inu á þriðja árs­fjórð­ungi þar sem hagn­aður þess var 100 millj­­­ónir króna. Hann er þó allur til­­­komin vegna sölu­hagn­aðar á fast­­­eignum sem skil­aði Heima­­­völlum 112 millj­­­ónum króna á tíma­bil­inu.

Leig­u­­­tekjur Heima­valla á fyrstu níu mán­uðum árs­ins voru tæp­­­lega 2,8 millj­­­arðar króna og sölu­hagn­aður vegna sölu á fast­­­eignum alls 222 millj­­­ónir króna á tíma­bil­inu. Heima­vellir áætla að tekjur árs­ins 2018 verði sam­tals 3,7 millj­­­arðar króna, að þær verði tæp­­­lega 3,9 millj­­­arðar króna á næsta ári og nái að verða rúm­­­lega fjórir millj­­­arðar króna árið 2020.

Vilja end­ur­fjár­magna lán frá Íbúða­lána­sjóð

Eigið fé Heima­valla var 18,7 millj­­­arðar króna í lok sept­­em­ber og heild­­­ar­skuldir félags­­ins 39,7 millj­­­arðar króna. Af lang­­­tíma­skuldum Heima­valla voru verð­­­tryggð lán frá lána­­­stofn­unum 30,6 millj­­­arðar króna. Þau lán eru að mestu frá Íbúða­lána­­­sjóði og upp­­i­­­­staða þeirra eru lán sem veitt voru á grund­velli reglu­­­­gerðar um lán­veit­ingar sjóðs­ins frá árinu 2013 til sveit­­­­ar­­­­fé­laga, félaga og félaga­­­­sam­­­­taka sem ætl­­­­aðar eru til bygg­ingar eða kaupa á leig­u­í­­­­búð­­­­um. Mark­mið þeirrar reglu­­­­gerðar er að „stuðla að fram­­­­boði á leig­u­í­­­­búðum fyrir almenn­ing á við­ráð­an­­­­legum kjöru­m“.Um síð­­­­­­­ustu ára­­­­mót skuld­uðu Heima­vellir 18,6 millj­­­­arða króna í slík lán. Þau félög sem hafa fengið slík lán mega ekki greiða arð né arðs­­­gildi en stefna Heima­valla til fram­tíðar er að greiða út arð með reglu­bundnum hætti.

Heima­vellir hafa verið að und­ir­­­búa end­­­ur­fjár­­­­­mögnun á lang­­­tíma­skuldum sínum og í til­­­kynn­ingu sem félagið sendi frá sér í lok ágúst sagði að fyr­ir­hugað væri að hrinda end­­­ur­fjár­­­­­mögn­un­inni í fram­­­kvæmd á næstu mán­uð­­­um. Í áður­nefndri fjár­festa­kynn­ingu Heima­valla er sér­stak­lega tekið fram að með útgáfu skulda­bréf­anna hygg­ist Heima­vellir end­ur­fjár­magna lán frá Íbúða­lána­sjóði, svo­nefnd leigu­í­búða­lán, sem og banka­lán en þau fyrr­nefndu eru óhag­stæð­ustu lánin í safni félags­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent