Útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent vegna viðskiptaþvingana

Rúm þrjú ár eru síðan Rússland svaraði viðskiptaþvingunum íslenska ríkisins með innflutningsbanni á nær öll matvæli frá Íslandi. Í kjölfar innflutningsbannsins hefur útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent og tugi milljarða króna.

Vladimir Pútín, forseti Rússlands
Vladimir Pútín, forseti Rússlands
Auglýsing

Rúss­nesk stjórn­völd hafa í rúm fjögur ár, frá ágúst 2014, fram­fylg­t inn­flutn­ings­banni á flestar teg­undir mat­væla frá vest­rænum ríkjum sem beita Rúss­landi efna­hags­þving­un­um. Ísland er á meðal þeirra ríkja en Ísland hefur verið á inn­flutn­ings­bann­lista í Rúss­landi síðan í ágúst 2015. ­Út­flutn­ingur Íslands til Rúss­lands hefur dreg­ist saman um 90 pró­sent síðan 2014. 

Útflutn­ingur til­ Rúss­lands­ árið 2014, síð­asta heila árið áður en kom að gagn­þving­un­ar­að­gerðum Rúss­lands gegn Íslandi, nam rúm­lega 29 millj­örðum króna. Til sam­an­burður var heild­ar­út­flutn­ingur til Rúss­lands árið 2017 rúmir 7 millj­arð­ar, þar af gömul fiski­skip fyrir 5,3 millj­arða. Þetta kemur fram í svari Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, utan­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Karli Gauta Hjalta­syni, óháðum þing­mann, um við­skipta­þving­anir gagn­vart Rúss­landi.

Útflutn­ingur á mak­ríl fyrir 9 millj­arða árið 2014

Makríll

Árið áður en aðgerð­irnar komu til var Ísland næst á eftir Finn­landi og Eystra­salts­ríkj­unum á lista Evr­ópu­ríkja sem fluttu mest af mat­vælum inn á Rúss­lands­mark­að. Stöð­ugur upp­gangur hafði verið í sölu sjáv­ar­af­urða til Rúss­lands árin þar á undan en útflutn­ingur á mak­ríl til Rúss­lands fór úr því að vera eng­inn í 9 millj­arðar frá 2013 til 2014. Það ár var mak­ríll um 40 pró­sent af heild­ar­út­flutn­ings­verð­mæti sjáv­ar­af­urða sem flutt var til Rússlands. 

Auglýsing

Útflutn­ingur til Rúss­lands nam 29 millj­örðum árið 2014 

Útflutn­ingur til­ Rúss­lands­ árið 2014, síð­asta heila árið áður en kom að gagn­þving­un­ar­að­gerðum Rúss­lands gegn Íslandi, nam rúm­lega 29 millj­örðum króna og þar af fiskur fyrir 23,9 millj­arða króna, þá eru ekki talin með þjón­ustu­við­skipti upp á rúm­lega 5,6 millj­arða króna.  Ís­land var ekki á lista ­fyr­ir­ ­ríki í inn­flutn­ings­banni fyrsta árið þrátt fyrir að taka þátt í þving­un­ar­að­gerð­un­um en var bætt á hann 13. ágúst 2015 ásamt sex öðrum ríkj­u­m. Ef bor­inn er saman heild­ar­út­flutn­ingur Íslands til Rúss­lands árið 2014 við útflutn­ing bæði 2016 og fyrri helm­ing 2017 þá sýna tölur Hag­stof­unnar 90 pró­sent sam­drátt í heild­ar­út­flutn­ingi. Sé vöru­út­flutn­ingur á árinu 2016 bor­inn saman við árin 2012 og 2013 nemur sam­dráttur á milli 87 til 89 pró­sent.  

Á seinni helm­ingi árs­ins 2017 voru seld gömul fiski­skip til Rúss­lands sem skekkir heild­ar­töl­urnar segir í svari utan­rík­is­ráð­herra. Heild­ar­út­flutn­ingur til Rúss­lands 2017 nam rúmum 7 millj­örð­um, þar af gömul fiski­skip fyrir 5,3 millj­arða. Unnar sjáv­ar­af­urð­ir, nið­ur­soðin lif­ur, feiti og olí­ur, voru fluttar út fyrir 438 millj­ónir og kjöt fyrir 156 millj­ón­ir. Útflutn­ingur fisks nam 328 millj­ónum en þarna er um að ræða fisk með græn­lenskan upp­runa sem landað hefur verið á Íslandi fyrir útflutn­ing til Rúss­lands. Í svar­inu segir að þessi þróun hefur haldið áfram og það sem af er ári hefur verið flutt út til Rúss­lands vörur fyr­ir­ u.þ.b. 8,5 millj­arða kr., þar ef eru notuð fiski­skip rúmir 6 millj­arðar kr.

Ekki fund­ist jafn­arð­bærir mark­aðir

Í fyr­ir­spurn­inni er óskað eftir svörum um hvernig þving­anir hafa snert íslenska hags­muni og í svar­inu segir að fyrir liggur að kostn­aður Íslands við þving­anir sé veru­legur þar sem ekki hafi fund­ist jafn­arð­bærir mark­aðir fyrir upp­sjáv­ar­fisk, sér­stak­lega makríl, loðnu, loðnu­hrogn og síld, sem mikið var flutt af til Rúss­lands fram til 2015. „Á­hrif­anna hefur gætt mjög greini­lega í þeim bæj­ar­fé­lögum á Íslandi þar sem upp­sjáv­ar­vinnsla er burða­rás atvinnu­lífs­ins“ segir í svar­inu. Þó er bent á að en til þess verður þó að taka að afurð­irnar hafi í sumum til­vikum farið á aðra mark­aði en að lægra verð fáist fyrir þá og meira magn fari í bræðslu, ásamt því hef­ur birgða­kostn­að­ur­ ­auk­ist. 

Utan­rík­is­ráð­herra segir í svar­inu að ómögu­legt sé að spá um lang­tíma­á­hrif banns­ins á mark­aðs­að­gengi og mögu­lega breyttar neyslu­venjur í fram­tíð­inni en þessi staða sé vissu­lega áhyggju­efni fyrir íslenska útflytj­end­ur. Í svari utan­rík­is­ráð­herra er þó tekið fram að það eru ekki þving­un­ar­að­gerðir vest­rænna ríkja gagn­vart Rúss­landi sem hafa valdið íslenskum fyr­ir­tækjum búsifjum heldur sé við gagn­þving­un­ar­að­gerðir Rússa að sakast.

Vladimir Pútín, forseti rússlands

Í svar­inu segir jafn­framt að ef þving­un­unum skyldi vera létt þá beri að hafa í huga að rúss­neskur mark­aður hefur breyst mjög mikið á síð­ustu árum. Fiskneysla í Rúss­landi hefur dreg­ist saman um 15 til 30 pró­sent sam­hliða minna fram­boði þar í landi. En á milli 2013 og 2016 var 51 pró­sent sam­dráttur í inn­flutn­ingi sjáv­ar­af­urða og verð á fiski út í búð hækk­aði um 40 til 50 pró­sent í Rúss­landi, bæði vegna minna fram­boðs en aðal­lega vegna falls rúblunn­ar. Í svar­inu er hins vegar bent á að upp­sjáv­ar­fiskur er hins vegar ódýr vara og eft­ir­spurn ætti því enn að vera til stað­ar.

Ásamt því er bent á að kaup­geta almenn­ings í Rúss­landi hefur minnkað sam­fara efna­hags­sam­drætti og veik­ingu rúblunnar í kjöl­far efna­hags­þving­ana og lækk­andi hrá­ol­íu­verðs á árunum 2014 til 2018. Í svar­inu segir einnig að styrk­ing krón­unnar frá 2015 hefði trú­lega haft áhrif á arð­bærn­i ­út­flutn­ings til Rúss­lands, líkt og gildir um útflutn­ings­greinar almennt. Að lokum segir í svar­inu að rúss­nesk stjórn­völd hafi lagt á það áherslu síð­ustu miss­eri að byggja upp sjálf­bær­ari mat­væla­vinnslu innan lands með styrk­ingu land­bún­aðar og sjáv­ar­út­vegs. Þessi upp­bygg­ing kann að draga úr inn­flutn­ingi til lengri tíma litið en hefur jafn­framt skapað mikil tæki­færi fyrir íslensk þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki í hönnun og fram­leiðslu fiski­skipa, útgerð­ar­tækni, veið­ar­færa og mat­væla­vinnslu.

Þving­un­ar­að­ferðum að þakka að Rúss­land hafi ekki gengið lengra

Í mars­mán­uði árið 2014 til­kynntu hart­nær 40 ríki um þving­un­ar­að­gerðir gegn Rúss­landi, þeirra á meðal voru öll ríki EES-­sam­starfs­ins. Þær þving­­anir voru sam­eig­in­­leg við­brögð við inn­­rás Rússa í Úkra­ínu, her­­töku Krím­skaga og stuðn­­ingi þeirra við aðskiln­að­­ar­­sinna í aust­­ur­hluta Úkra­ín­u. Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­i Ís­lands gaf út frétta­til­kynn­ingu þann 17. mars 2014 þar sem lýst var yfir stuðn­ingi við þving­un­ar­að­gerð­irnar og til­kynnt að Ísland mundi einnig beita slíkum þving­un­ar­að­gerð­um. 

Mótmælendur í Úkraínu í nóvember 2018 eftir að  þingið samþykkti lýsa yfir her­lög­um  í land­inu í kjöl­far þess að Rúss­ar her­tóku þrjú úkraínsk her­skip skammt frá Krímskag­an­um. Mynd: EPAÍ svari utan­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Karls Gauta segir utan­rík­is­ráð­herra að mark­mið þving­un­ar­að­gerða vest­ur­land­anna sé einkum ­þrí­þætt. Í fyrsta lagi að sendi þau póli­tísku skila­boð að afleið­ingar fylgdu aðgerðum rúss­neskra stjórn­valda í Úkra­ínu, þar sem alþjóða­lög voru þver­brotin og landa­mærum breytt með vopna­valdi sem ekki eigi sér hlið­stæðu í sögu Evr­ópu frá tímum síð­ari heims­styrj­ald­ar. 

Í öðru lagi sé ­mark­mið­ið að letja rúss­nesk stjórn­völd til frek­ari aðgerða gagn­vart Úkra­ínu. Í þriðja lagi segir í svar­inu að mark­miðið sé að fá rúss­nesk stjórn­völd til að falla frá stefnu sinni gagn­vart Úkra­ínu, bæði er varðar Krím­skaga og aust­ur­hluta lands­ins.

Í svar­inu segir að þving­un­ar­að­gerð­irnar hafi ekki haft þau áhrif að Rúss­land falli frá stefnu sinni gagn­vart Úkra­ínu, en færa má gild rök fyrir því að Rúss­land hafi, sökum þeirra, ekki gengið lengra gagn­vart Úkra­ínu en raun ber vitn­i. 

Ekki stendur til að end­ur­skoða þving­un­ar­að­gerðir Íslands

Í fyr­ir­spurn­inni er einnig er leit­ast eftir svörum um hvort að þving­arnir séu reglu­lega end­ur­skoð­að­ar. Í svar­inu segir að við end­ur­skoðun á þving­un­ar­að­gerðum vegna ástands­ins í Úkra­ínu eru það einkum svo­kall­aðir Minsk-­samn­ingar sem hafðir eru til grund­vall­ar. Í Minsk-­samn­ing­unum er meðal ann­ars kveðið á um vopna­hlé, brott­flutn­ing her­gagna frá átaka­lín­um, aðgengi að átaka­svæðum og stjórn­ar­fars­legar umbæt­ur. Í svar­inu segir að því fari fjarri að Minsk-­samn­ing­arnir hafi kom­ist til fram­kvæmda og því hafa Vest­ur­veld­in, þar með talið Ís­land, við­haldið þving­un­ar­að­gerðum sín­um. 

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríksráðherra Íslands

Utan­rík­is­ráð­herra bendir á í svari sínu að utan­rík­is­ráðu­neytið hafi leitað eftir sam­starfi við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi í því augna­miði að skoða með hvaða hætti komið verði til móts við hina töp­uðu mark­aðs­stöðu í Rúss­landi. Þá segir að utan­rík­is­ráð­herra og fyr­ir­renn­arar hans hafi ítrekað bent á áhrif gagn­að­gerða Rúss­lands á íslenska hags­muni og kallað eftir auk­inni sam­heldni á meðal vest­rænna ríkja, síð­ast í ágúst 2017 í bréfi til utan­rík­is­mála­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins. Í kjöl­farið hafi Evr­ópu­sam­bandið boðið Íslandi til við­ræðna um mögu­leg úrræði og að í svar­inu segir að þær við­ræður standi enn yfir.

Ekki kannað hvort að ríkið kunni að ver­a skaða­bóta­skylt

Karl Gauti spyr að lokum í fyr­ir­spurn sinni hvort að kannað hafi verið hvort að ríkið sé skaða­bóta­skylt gagn­vart íslenskum atvinnu­fyr­ir­tækjum sem hafi orðið fyr­ir­ við­skipta­lega tjóni vegna aðildar Íslands að þving­un­um. Í svar­inu segir að ekki hafi verið gerð könnun á því hvort íslenska ríkið kunni að vera skaða­bóta­skylt gagn­vart íslenskum aðilum vegna aðildar Íslands að þving­un­ar­að­gerð­un­um. Bent er á í svar­inu að það sé ákvörðun rúss­neskra stjórn­valda að beita ríki gagn­þving­un­ar­að­gerð­um, sem gæti orðið grund­völlur bóta­skyldu. Um hana færi sam­kvæmt almennum reglum skaða­bóta­rétt­ar, þar á með­al­ ­þyrftu almenn skil­yrði bóta­réttar að vera upp­fyllt, svo sem að tjón hafi orð­ið, fjár­hags­legt eða ófjár­hags­legt, fyrir hendi séu orsaka­tengsl milli þess og tjóns­vald­andi atburðar og bóta­grund­völlur sé að öðru leyti fyrir hendi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent