Hvers vegna styðja Íslendingar viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum?

--kra--na.jpg
Auglýsing

Í tæp­lega eitt og hálft ár hefur Ísland ásamt vest­rænum banda­mönnum innan NATO tekið þátt í tak­mörk­uðum við­skipta­þving­unum gagn­vart Rúss­landi. Þær þving­anir voru sam­eig­in­leg við­brögð við inn­rás Rússa í Úkra­ínu, her­töku Krím­skaga og stuðn­ingi þeirra við aðskiln­að­ar­sinna í aust­ur­hluta Úkra­ínu. Þar hafa nú á annað ár geysað blóð­ugir bar­dagar sem lítt sér fyrir end­ann á, þrátt fyrir að tvisvar hafi verið samið um vopna­hlé sem eru kennd við Minsk.

Und­an­farið hefur hins vegar reynt á sam­stöðu Íslend­inga með vest­rænum banda­mönnum sínum vegna þess­ara við­skipta­þving­ana. Fyrst um sinn virt­ist ríkja breið póli­tísk sam­staða allra flokka um mál­ið, en þegar Rússar létu nýlega loks sverfa til stáls og settu við­skipta­bann á íslenskar vörur runnu tvær grímur á ein­hverja—og svo virð­ist sem hin póli­tíska sam­staða sé að riðl­ast.

Auglýsing


Ástæðan er töpuð við­skipti með mak­ríl við Rússa sem þeir svart­sýn­ustu telja geta numið tugum millj­arða. Á móti hefur verið bent á mik­il­vægi þess að Ísland rjúfi ekki sam­stöðu um þær aðgerðir sem m.a. Banda­ríkja­stjórn kall­aði eftir frá NATO-­ríkj­um. Þær snú­ist um grund­vall­ar­at­riði – varð­andi full­veldi, sjálf­stæði og að landa­mæri séu virt – sem eru smá­ríkjum eins og Íslandi hvað mik­il­væg­ust.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um borð í bandarískri herflugvél við loftrýmisgæslu við Ísland.  Mynd: USAFE AFAFRICA Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra um borð í banda­rískri her­flug­vél við loft­rým­is­gæslu við Ísland.

Mynd: USAFE AFA­FRICA

For­saga máls­ins – hvernig kom það til?Hér má spyrja nokk­urra spurn­inga: Hvers vegna tóku Íslend­ingar jafn afdrátt­ar­lausa afstöðu og raun ber vitni og fór fram eitt­hvað mat á afleið­ingum þess­arar þátt­töku? Voru íslensk stjórn­völd mögu­lega of upp­tekin við að leita nýrra banda­manna og van­ræktu um leið að marka skýr­ari stefnu gagn­vart þeim sem fyrir voru?Hafa ber í huga að rík­is­stjórn­inni var mikið í mun að sverja af sér öll tengsl við ESB á þeim tíma sem Úkra­ínu­málið kom upp. Hafði Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra skapað sér erf­iða stöðu með því að vísa til ábyrgðar ESB á því hvernig komið væri fyrir Úkra­ínu. Sagði hann m.a. í ræðu­stól á Alþingi að þeir sem stjórn­uðu þar í landi þyftu að „svara til saka“ fyrir það sem þeir hefðu gert þjóð sinni.En skömmu síðar varð tals­verður við­snún­ingur og fór Gunnar Bragi í opin­bera heim­sókn til Úkra­ínu og lýsti yfir ein­dregnum stuðn­ingi við bar­átt­una gegn Rúss­um. Svo áber­andi var þessi fram­ganga að ýmsum þótti und­ar­legt að Ísland stæði utan við gagn­að­gerðir Rússa, sem hófust þegar á síð­asta ári.NATO hefur fylgt Úkra­ínu­mál­inu fast eftir frá byrj­un. Á ráð­herra­fundi NATO-­ríkj­anna vorið 2014 var gefin út afger­andi yfir­lýs­ing um and­stöðu við aðgerðir Rússa og stuðn­ing við Úkra­ínu­stjórn. Lögð var fram áætlun á vett­vangi NATO-Úkra­ínu nefnd­ar­innar (sem starfað hefur frá 1997) hvernig staðið skyldi að aðgerð­um.Í yfir­lýs­ingu leið­toga­fundar Norð­ur­-Atl­ants­hafs­ráðs­ins í Wales í sept­em­ber 2014 var lögð áhersla á sam­stöðu banda­lags­ríkj­anna á ögur­stundu, með vísan m.a. í stofnsátt­mála banda­lags­ins og stofnsátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Á fund­inum hvatti Barack Obama til sam­stöðu og sagði m.a. að Atl­ants­hafs­banda­lagið væri alger­lega sam­einað í stuðn­ingi við full­veldi Úkra­ínu, sjálf­stæði, óskert landa­mæri og rétt þeirra til að verj­ast.Almennt hefur það verið metið svo að Ísland fari ein­fald­lega ekki gegn stefnu Banda­ríkj­anna og NATO sökum sterkra sögu­legra tengsla, hins tví­hliða varn­ar­samn­ings og her­stöðv­ar­innar fyrr­ver­and­i—­nema eitt­hvað mikið komi til. Þrátt fyrir óljósa stefnu núver­andi rík­is­stjórnar í utan­rík­is­málum mátti greina á þessum tíma áhuga á að efla tengslin við Banda­rík­in, eftir ákveðið tóm­læti í sam­skiptum ríkj­anna og evr­ópu­sækni fyrri rík­is­stjórna.Að sitja undir slíkri áeggjan for­seta Banda­ríkj­anna um stuðn­ing og sam­stöðu, gagn­vart hinum ógn­andi til­burðum Rússa, hefur verið íslenskum ráða­mönnum sem þar voru við­staddir mikil hvatn­ing. Má ætla að þarna hafi menn einnig séð kær­komið tæki­færi til þess að koma með öfl­ugri hætti inn í NATO-­sam­starf­ið, þar sem Íslend­ingar hafa þótt mega standa sig betur hvað varðar fram­lög, enda var til­kynnt um aukin fram­lög í frétta­til­kynn­ingu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins af leið­toga­fund­in­um.Var jafn­framt sagt frá því að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra hefði vottað stuðn­ing og sam­stöðu með stjórn­völdum í Úkra­ínu, for­dæmt fram­ferði Rúss­lands­stjórnar í land­inu og ólög­mæta inn­limun Krím­skaga. Afdrátt­ar­laus­ara verður það varla.Í kjöl­farið fund­uðu utan­rík­is­ráð­herrar Norð­ur­land­anna og Eystra­salts­ríkj­anna og lýstu yfir ánægju með nið­ur­stöðu leið­toga­fund­ar­ins þar sem sam­staða banda­lags­ríkja var áréttuð með skýrum hætti. Við­bragðs­á­ætl­anir banda­lags­ins voru efldar og ákvarð­anir teknar um aukna við­veru í aust­an­verðri Evr­ópu.Eftir fund­inn lýsti Gunnar Bragi áhyggjum sínum og sagði rúss­nesk stjórn­völd hafa þver­brotið alþjóða­lög með inn­limun Krím­skaga í Rúss­land og stefna Rúss­lands hafi grafið undan stöð­ug­leika í allri álf­unni. Hann vís­aði í því sam­hengi til Eystra­salts­ríkj­anna, sem öll eiga landa­mæri að Rúss­landi. Að þar væri fólki veru­lega órótt og Íslend­ingar stæðu þétt að baki grönnum sínum og kröfum um að full­veldi þeirra væri ávallt að fullu virt.

Barack Obama  í Eistlandi nokkrum dögum fyrir leiðtogafund NATO í Wales haustið 2014. MYND:  Barack Obama í Eist­landi nokkrum dögum fyrir leið­toga­fund NATO í Wales haustið 2014. MYND: Johan Viirok

Stjórn­völd hafa hingað til metið það svo, m.a vegna stöðu okkar í NATO, að þar væru meiri hags­munir í húfi en svo þeim væri fórnað vegna glat­aðra útflutn­ings­við­skipta, jafn­vel þar sem millj­arða útflutn­ingur er í spil­inu. Hin póli­tíska ákvörðun og ábyrgð má segja að byggi á grunni sam­starfs ríkj­anna innan Atl­ants­hafs­banda­lags­ins, en ESB sé fram­kvæmd­ar­að­ili efna­hags­hluta aðgerð­anna. Ísland ásamt öðrum samt­arfs­ríkjum ESB, tengj­ast þeim síðan í ljósi víð­tæks sam­starfs á sviði efna­hags- og utan­rík­is­mála.Það er því mjög vill­andi nálgun að Ísland fylgi ein­hverjum ESB aðgerðum í blindni. Ísland tók sér stöðu strax í upp­hafi með vest­rænum ríkjum í aðgerðum sem Banda­ríkin með full­tingi NATO-­ríkja voru for­víg­is­menn að. Það var rök­rétt ákvörðun hvað sem segja má um almenn lausa­tök á utan­rík­is­stefn­unni.

NATO – ríkir sam­staða um aðgerð­ir?

Það er þó svo að NATO er langt í frá að vera hafið yfir gagn­rýni. Í augum margra nota Banda­ríkja­menn NATO sem tæki til að ná saman evr­ópskum banda­mönn­um, sem gætu lagt til aðstoð við hern­að­ar­að­gerðir jafn­vel langt utan Evr­ópu. Um leið og hinar beinu efna­hags­legu refsi­að­gerðir Vest­ur­landa gegn Rússum eru með stuðn­ingi NATO-­ríkja þá eru það hern­að­ar­legar aðgerðir sem snúa mest að banda­lag­inu sjálfu.Tekið er fram í áætl­unum NATO að reynt verði eftir fremsta megni að beita frið­sam­legum lausn­um. Þó hefur ýmsum þótt yfir­menn banda­lags­ins ganga hart fram í að gera sem mest úr þeirri ógn sem stafar af Rússum í Úkra­ínu. Má hugs­an­lega túlka hina hörðu afstöðu sem til­raun til að sanna að banda­lagið sé ekki mátt­laust fyr­ir­bæri þegar kemur að her­vörnum – eins og stundum er haldið fram.Þó almenn sam­staða ríki meðal banda­lags­þjóða um stuðn­ing við Úkra­ínu, þá settu t.d. Þjóð­verjar í upp­hafi spurn­inga­merki við þessa hörðu fram­göngu NATO í mál­inu. Hún hefur farið fyrir brjóstið á þýskum stjórn­völdum sem töldu sig hafa upp­lýs­ingar sem stöng­uð­ust á við þá mynd sem NATO mál­aði af ástand­inu. Var­færn­ari afstaða Þýska­lands lit­að­ist hins vegar að sama skapi af bæði sögu­legum þátt­um, svo og af miklum við­skipta­hags­munum við Rúss­land.Þol­in­mæði Þjóð­verja fór þó mjög þverr­andi þegar leið á síð­asta ár, enda Pútín ítrekað orðið upp­vís að því að bein­línis ljúga blákalt framan í Merkel Þýska­landskansl­ara. Þjóð­verjar leika nú leið­andi hlut­verk í við­bragðs­á­ætlun banda­lags­ins og manna m.a. fyrstu útfærslu hraðlið­sveita NATO við landa­mæri Úkra­ínu.

Getur Ísland bakkað út?

Á það hefur verið bent að jafn­vel þótt við­skipta­þving­anir gagn­vart Rússum hafi tak­markað vægi þá skipti sam­staða Vest­ur­landa miklu máli. Hún felur í sér þá póli­tísku yfir­lýs­ingu að Evr­ópa, Norður Amer­íka og fleiri vest­ræn ríki ætli að standa saman og blikna ekki gagn­vart auk­inni útþenslu Rússa og ógn­unum þeirra gagn­vart nágrönnum sín­um. Það sem vakir fyrir Pútín er vænt­an­lega stinga í auma punkta eins og hið veik­burða Ísland. Með því nær hann að veikja sam­stöð­una og aðgerð­irnar í heild.Erfitt er að segja nákvæm­lega til um afleið­ingar þess að Íslend­ingar myndu með form­legum hætti segja sig frá aðgerðum gegn Rúss­um. Búast mætti við miklum úlfa­þyt og þrýst­ingi meðal banda­lags­ríkja ef þeir gerðu sig lík­lega til að rjúfa sam­stöð­una. Og ef Íslend­ingar létu sér ekki segj­ast yrði það þeim dýrt – bæði póli­tískt og efna­hags­lega – hefði mikil og afger­andi áhrif innan NATO og jafn­vel EES. Á það ber einnig að líta að óskýr afstaða kynni að nægja til að skaða orð­sporið á þessum vett­vangi.

Heræfingar undir merkjum Úkraínu, NATO og Bandaríkjamanna í tengslum við “Partnership for Peace” samstarfið árið 2011. Her­æf­ingar undir merkjum Úkra­ínu, NATO og Banda­ríkja­manna í tengslum við “Partners­hip for Peace” sam­starfið árið 2011. MYND: DVIDS­HUB

Vin­átta – hags­muna­banda­lög – traust milli ríkjaUm vin­áttu ríkja er deilt og því má halda fram að ríki eigi sér ekki vini aðeins hags­muni. Það má alveg setja spurn­inga­merki við gagn­rýn­is­laust fylgilag við Banda­ríkja­menn á grund­velli vin­áttu því Íslend­ingar hafa slæma reynslu af því að treysta slíkum sam­skipt­um. Í raun byggð­ist sam­band ríkj­anna á gagn­kvæmum hags­munum og Banda­ríkja­menn munu, að hætti stór­velda, ávallt geta látið sína hags­muni ganga fyr­ir.Þarna er því mjög mik­il­vægt að gera grein­ar­mun á slíku tví­hliða hags­muna­banda­lagi sem báðir aðilar hagn­ast á – og marg­hliða samn­ings- eða stofn­ana­bundnu sam­komu­lagi. Þetta á við um NATO sam­starf­ið—­sem jafn­vel getur falið í sér skýr­skotun til alþjóða­laga. Í slíku sam­starfi skiptir öllu máli að banda­menn geti treyst á stuðn­ing og sam­stöðu.Hvað sem fylg­is­spekt við stór­veldi eins og Banda­ríkin eða ESB líður er mjög mik­il­vægt að Íslend­ingar sýni nágrönnum sínum á Norð­ur­löndum stuðn­ing, því þar er þróun mik­il­vægs og víð­tæks örygg­is­mála­sam­starfs í húfi. Það er stað­reynd að Rússar hafa haft uppi ógn­andi til­burði við nágranna sína þar og einnig gagn­vart Eystra­salts­ríkj­un­um, sem hafa sterka teng­ingu við Ísland vegna sjálf­stæð­is­bar­áttu þeirra eftir fall Sov­ét­ríkj­anna.Hér er aðal­at­riðið að Íslend­ingar skorist ekki undan stuðn­ingi og gagn­kvæmum vörnum sem er grund­vall­ar­at­riðið í NATO. Ef ekki er vilji til þátt­töku, annað hvort í til­teknum aðgerðum eða bara hrein­lega með úrsögn, þá ætti það að vera á víð­tækum mál­efna­legum grunni fremur en vegna tíma­bund­inna erf­ið­leika við sölu fiskaf­urða.Íslend­inga bíða mjög krefj­andi verk­efni við að tryggja betur stöðu sína með til­liti til örygg­is- og varn­ar­mála. Ef vikið er frá grund­vall­ar­stefnu í utan­rík­is­málum með skyndi­á­kvörð­unum er voð­inn vís. Orð­spor í alþjóða­sam­skiptum tekur ára­tugi að byggja upp og mik­il­vægt er að horfa til heild­stæðra hags­muna, bæði við­skipta­legra og póli­tískra þegar ákvarð­anir eru tekn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None