Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 14 manns heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðalega athöfn á Bessastöðum í dag.
Auglýsing
Auk þeirra fékk lögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson fálkaorðu fyrir framlag sitt til mannréttindarmála og réttindabaráttu, Margrét Frímannsdóttir og Georg Lárusson voru sæmd orðunni fyrir störf sín í opinberri þágu og Björg Thorarensen fékk riddarakross fyrir kennslu og rannsóknir á sviði lögfræði. Alls fengu sjö karlar og sjö konur fálkaorðu í dag.
Alla þá sem fengu fálkaorðu í dag er hægt að sjá á listanum hér að neðan:
- Agnes Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, Dalvík, riddarakross fyrir framlag til þróunar atvinnulífs í heimabyggð
- Árni Magnússon fyrrverandi skólastjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir störf á vettvangi félags- og skólamála
- Björg Thorarensen prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir kennslu og rannsóknir á sviði lögfræði
- Georg Lárusson forstjóri, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu
- Guðríður Ólafs Ólafíudóttir fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til velferðar- og mannúðarmála
- Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur, Bretlandi, riddarakross fyrir framlag til fornleifarannsókna
- Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnarlæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi heilsuverndar og lýðheilsu
- Kristín Aðalsteinsdóttir fyrrverandi prófessor, Akureyri, riddarakross fyrir störf á vettvangi menntavísinda
- Margrét Frímannsdóttir fyrrverandi alþingismaður, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu
- Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og jafnréttismála
- Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til mannréttindamála og réttindabaráttu
- Tómas Knútsson vélvirkjameistari og stofnandi Bláa hersins, Sandgerði, riddarakross fyrir framlag á vettvangi umhverfisverndar
- Valdís Óskarsdóttir kvikmyndagerðarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar kvikmyndagerðar
- Þórhallur Sigurðsson leikari og tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar menningar