Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði hlutfallslega meira en íbúðaverð á síðasta ári. Árshækkun vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu mældist 9,2 prósent í nóvember en til samanburðar hækkaði vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 6 prósent. Það er níundi mánuðurinn í röð sem árshækkun leiguverð mælist meiri en árshækkun íbúðaverðs. Ári áður blasti önnur mynd við en í nóvember 2017 hafði íbúðaverð hækkað um 15 prósent á einu ári en leiguverð um 11,5 prósent. Leigu- og íbúðaverð er því að hækka mun hægar nú en fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.
Íbúðaverð hækkað um 103 prósent á átta árum
 Frá því að mælingar hófust hjá Íbúðalánasjóði, árið 2011, hefur leiguverð að meðtali hækkað minna en íbúðaverð. Frá 2011 hefur leiguverð hækkað um 95 prósent á meðan íbúðaverð hefur hækkað um 103 prósent. Til samanburðar hafa laun á landsvísu hækkað um 75 prósent sé horft til sama tímabils.
Frá því að mælingar hófust hjá Íbúðalánasjóði, árið 2011, hefur leiguverð að meðtali hækkað minna en íbúðaverð. Frá 2011 hefur leiguverð hækkað um 95 prósent á meðan íbúðaverð hefur hækkað um 103 prósent. Til samanburðar hafa laun á landsvísu hækkað um 75 prósent sé horft til sama tímabils. 
Frá árinu 2018 hefur leiguverð að meðaltali hækkað um 8,6 prósent á ári á meðan íbúðaverð hefur hækkað um 9,7 prósent a ári að meðaltali. Til samanburðar var árshækkun á vísitölu leiguverð á höfuðborgarsvæðinu 9,2 prósent en vísitala íbúðaverðs hækkaði einungis um 6 prósent. 
Mun minni hækkun á meðalverði íbúða í fyrra
Meðalverð íbúða hækkaði á árinu 2018 um 2,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu og 2 prósent í kjörnum utan höfuðborgarsvæðisins. Á öðrum landsvæðum nam meðalhækkun viðskiptaverðs fasteigna milli ára um 5,2 prósent. Í skýrslunni segir að töluverð breyting var því í þróun meðalverðs á milli ára en árið 2017 var árshækkun meðalverðs á bilinu 16 prósent til 22 prósent á umræddum svæðum.
Meðalviðskiptaverð með íbúðarhúsnæði á Íslandi árið 2018 nam um 44 milljónum. Á höfuðborgarsvæðinu var það 50,1 milljónir en um 39,1 milljónir í þéttbýliskjörnunum næst höfuðborgarsvæðinu auk Akureyrar. Á öðrum svæðum á landinu var meðalviðskiptaverðið um 20,6 milljónum yfir árið.
Velta með íbúðir nam rúmlega 482 milljörðum króna á árinu 2018 sem er um 6,8 prósent veltuaukning frá fyrra ári. Tekið skal fram að í skýrslunni er aðeins litið til viðskipta með íbúðir í fjölbýli og sérbýli en öðrum eignum sleppt.
Heildarfjöldi kaupsamninga jókst um 3 prósent
 Heildarfjöldi kaupsamninga vegna íbúðarhúsnæðis jókst um 3 prósent á milli ára. Meðalfjöldi kaupsamninga hvers mánaðar var um 913 á landinu öllu árið 2018 samanborið við 887 samninga árið 2017. Þar af stóð höfuðborgarsvæðið undir um 607 samningum að meðaltali á mánuði, sem er 5,3 prósent aukning frá árinu áður.
Heildarfjöldi kaupsamninga vegna íbúðarhúsnæðis jókst um 3 prósent á milli ára. Meðalfjöldi kaupsamninga hvers mánaðar var um 913 á landinu öllu árið 2018 samanborið við 887 samninga árið 2017. Þar af stóð höfuðborgarsvæðið undir um 607 samningum að meðaltali á mánuði, sem er 5,3 prósent aukning frá árinu áður. 
Meðalfjöldi kaupsamninga í þéttbýliskjörnum næst höfuðborgarsvæðinu auk Akureyrar var um 188 samningar á mánuði, sem er 7,4 prósent aukning frá fyrra ári, og á öðrum svæðum á landinu voru að meðaltali undirritaðir um 119 kaupsamningar í hverjum mánuði ársins en það 12,4 prósent samdráttur frá árinu áður.
Leigumarkaðurinn virkastur í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins
Í skyrslunni segir að leigumarkaður reynist vera hvað virkastur í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins . Í nóvember var 19 prósent allra þinglýstra leigusamninga á landinu öllu vegna leigusamninga á svæðinu vestan við Kringlumýrarbraut að Seltjarnarnesi. Flestir samningar á því svæði voru vegna tveggja herbergja íbúða og var meðalfermetraverð slíkrar íbúðar rúmlega þrjú þúsund krónur.
 
				
 
              
          
 
              
          



