Leiguverð hækkað um 95 prósent á síðustu 8 árum

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði hlutfallslega meira en íbúðaverð árið 2018. Á síðustu átta árum hefur íbúðaverð aftur á móti hækkað að meðaltali meira en leiguverð. Íbúðaverð hefur hækkað um 103 prósent frá árinu 2011 en leiguverð 95 prósent.

7DM_3302_raw_170627.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Leigu­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u hækk­aði hlut­falls­lega meira en íbúða­verð á síð­asta ári. Árs­hækkun vísi­tölu leigu­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mæld­ist 9,2 pró­sent í nóv­em­ber en til sam­an­burðar hækk­aði vísi­tala íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 6 pró­sent. Það er níund­i  ­mán­uð­ur­inn í röð sem árs­hækkun leigu­verð mælist meiri en árs­hækkun íbúða­verðs. Ári áður blasti önnur mynd við en í nóv­em­ber 2017 hafði íbúða­verð hækkað um 15 pró­sent á einu ári en leigu­verð um 11,5 pró­sent. Leigu- og íbúða­verð er því að hækka mun hægar nú en fyrir ári síð­an. Þetta kemur fram í nýrri mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs.

Íbúða­verð hækkað um 103 pró­sent á átta árum 

Mynd: ÍbúðalánasjóðurFrá því að mæl­ingar hófust hjá Íbúða­lána­sjóði, árið 2011, hefur leigu­verð að með­tali hækkað minna en íbúða­verð. Frá 2011 hefur leigu­verð hækkað um 95 pró­sent á meðan íbúða­verð hefur hækkað um 103 pró­sent. Til sam­an­burð­ar­ hafa laun á lands­vísu hækkað um 75 pró­sent sé horft til sama tíma­bils. 

Frá árinu 2018 hefur leigu­verð að ­með­al­tali hækkað um 8,6 pró­sent á ári á meðan íbúða­verð hefur hækkað um 9,7 pró­sent a ári að með­al­tali. Til sam­an­burðar var árs­hækkun á vísi­tölu leigu­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 9,2 pró­sent en vísi­tala íbúða­verðs hækk­að­i ein­ung­is um 6 pró­sent. 

Auglýsing

Mun minni hækkun á með­al­verði íbúða í fyrra

Með­al­verð íbúða hækk­aði á ár­inu 2018 um 2,1 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og 2 pró­sent í kjörnum utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Á öðrum land­svæðum nam með­al­hækkun við­skipta­verðs fast­eigna milli ára um 5,2 pró­sent. Í skýrsl­unni segir að tölu­verð breyt­ing var því í þróun með­al­verðs á milli ára en árið 2017 var árs­hækkun með­al­verðs  á bil­inu 16 pró­sent til 22 pró­sent á umræddum svæð­um.

­Með­al­við­skipta­verð með íbúð­ar­húsnæði á Ís­landi árið 2018 nam um 44 millj­ón­um. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var það 50,1 millj­ónir en um 39,1 millj­ónir í þétt­býliskjörn­unum næst höf­uð­borg­ar­svæð­inu auk Akur­eyr­ar. Á öðrum svæðum á land­inu var með­al­við­skipta­verðið um 20,6 millj­ónum yfir ár­ið.

Velta með íbúðir nam rúm­lega 482 millj­örðum króna á ár­inu 2018 sem er um 6,8 pró­sent veltu­aukn­ing frá fyrra ári. Tekið skal fram að í skýrsl­unni er aðeins litið til við­skipta með íbúðir í fjöl­býli og sér­býli en öðrum eignum sleppt.

Heild­ar­fjöldi kaup­samn­inga jókst um 3 pró­sent

Mynd: ÍbúðalánasjóðurHeild­ar­fjöldi kaup­samn­inga vegna íbúð­ar­húsnæðis jókst um 3 pró­sent á milli ára. Með­al­fjöldi kaup­samn­inga hvers mán­aðar var um 913 á land­inu öllu árið 2018 sam­an­borið við 887 samn­inga árið 2017. Þar af stóð höf­uð­borg­ar­svæðið undir um 607 samn­ingum að með­al­tali á mán­uði, sem er 5,3 pró­sent aukn­ing frá ár­inu áð­ur. 

Með­al­fjöldi kaup­samn­inga í þétt­býliskjörnum næst höf­uð­borg­ar­svæð­inu auk Akur­eyrar var um 188 samn­ingar á mán­uði, sem er 7,4 pró­sent aukn­ing frá fyrra ári, og á öðrum svæðum á land­inu voru að með­al­tali und­ir­rit­aðir um 119 kaup­samn­ingar í hverjum mán­uði árs­ins en það 12,4 pró­sent sam­dráttur frá ár­inu áð­ur. 

Leigu­mark­að­ur­inn virkastur í vest­ur­hluta höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 

Í skyr­sl­unni segir að leigu­mark­aður reyn­ist vera hvað virkastur í vest­ur­hluta höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins . Í nóv­em­ber var 19 pró­sent allra þing­lýstra leigu­samn­inga á land­inu öllu vegna leigu­samn­inga á svæð­inu vestan við Kringlu­mýr­ar­braut að Sel­tjarn­ar­nesi. Flestir samn­ingar á því svæði voru vegna tveggja her­bergja íbúða og var með­al­fer­metra­verð slíkrar íbúðar rúm­lega þrjú þús­und krón­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent