Leiguverð hækkað um 95 prósent á síðustu 8 árum

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði hlutfallslega meira en íbúðaverð árið 2018. Á síðustu átta árum hefur íbúðaverð aftur á móti hækkað að meðaltali meira en leiguverð. Íbúðaverð hefur hækkað um 103 prósent frá árinu 2011 en leiguverð 95 prósent.

7DM_3302_raw_170627.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Leigu­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u hækk­aði hlut­falls­lega meira en íbúða­verð á síð­asta ári. Árs­hækkun vísi­tölu leigu­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mæld­ist 9,2 pró­sent í nóv­em­ber en til sam­an­burðar hækk­aði vísi­tala íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 6 pró­sent. Það er níund­i  ­mán­uð­ur­inn í röð sem árs­hækkun leigu­verð mælist meiri en árs­hækkun íbúða­verðs. Ári áður blasti önnur mynd við en í nóv­em­ber 2017 hafði íbúða­verð hækkað um 15 pró­sent á einu ári en leigu­verð um 11,5 pró­sent. Leigu- og íbúða­verð er því að hækka mun hægar nú en fyrir ári síð­an. Þetta kemur fram í nýrri mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs.

Íbúða­verð hækkað um 103 pró­sent á átta árum 

Mynd: ÍbúðalánasjóðurFrá því að mæl­ingar hófust hjá Íbúða­lána­sjóði, árið 2011, hefur leigu­verð að með­tali hækkað minna en íbúða­verð. Frá 2011 hefur leigu­verð hækkað um 95 pró­sent á meðan íbúða­verð hefur hækkað um 103 pró­sent. Til sam­an­burð­ar­ hafa laun á lands­vísu hækkað um 75 pró­sent sé horft til sama tíma­bils. 

Frá árinu 2018 hefur leigu­verð að ­með­al­tali hækkað um 8,6 pró­sent á ári á meðan íbúða­verð hefur hækkað um 9,7 pró­sent a ári að með­al­tali. Til sam­an­burðar var árs­hækkun á vísi­tölu leigu­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 9,2 pró­sent en vísi­tala íbúða­verðs hækk­að­i ein­ung­is um 6 pró­sent. 

Auglýsing

Mun minni hækkun á með­al­verði íbúða í fyrra

Með­al­verð íbúða hækk­aði á ár­inu 2018 um 2,1 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og 2 pró­sent í kjörnum utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Á öðrum land­svæðum nam með­al­hækkun við­skipta­verðs fast­eigna milli ára um 5,2 pró­sent. Í skýrsl­unni segir að tölu­verð breyt­ing var því í þróun með­al­verðs á milli ára en árið 2017 var árs­hækkun með­al­verðs  á bil­inu 16 pró­sent til 22 pró­sent á umræddum svæð­um.

­Með­al­við­skipta­verð með íbúð­ar­húsnæði á Ís­landi árið 2018 nam um 44 millj­ón­um. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var það 50,1 millj­ónir en um 39,1 millj­ónir í þétt­býliskjörn­unum næst höf­uð­borg­ar­svæð­inu auk Akur­eyr­ar. Á öðrum svæðum á land­inu var með­al­við­skipta­verðið um 20,6 millj­ónum yfir ár­ið.

Velta með íbúðir nam rúm­lega 482 millj­örðum króna á ár­inu 2018 sem er um 6,8 pró­sent veltu­aukn­ing frá fyrra ári. Tekið skal fram að í skýrsl­unni er aðeins litið til við­skipta með íbúðir í fjöl­býli og sér­býli en öðrum eignum sleppt.

Heild­ar­fjöldi kaup­samn­inga jókst um 3 pró­sent

Mynd: ÍbúðalánasjóðurHeild­ar­fjöldi kaup­samn­inga vegna íbúð­ar­húsnæðis jókst um 3 pró­sent á milli ára. Með­al­fjöldi kaup­samn­inga hvers mán­aðar var um 913 á land­inu öllu árið 2018 sam­an­borið við 887 samn­inga árið 2017. Þar af stóð höf­uð­borg­ar­svæðið undir um 607 samn­ingum að með­al­tali á mán­uði, sem er 5,3 pró­sent aukn­ing frá ár­inu áð­ur. 

Með­al­fjöldi kaup­samn­inga í þétt­býliskjörnum næst höf­uð­borg­ar­svæð­inu auk Akur­eyrar var um 188 samn­ingar á mán­uði, sem er 7,4 pró­sent aukn­ing frá fyrra ári, og á öðrum svæðum á land­inu voru að með­al­tali und­ir­rit­aðir um 119 kaup­samn­ingar í hverjum mán­uði árs­ins en það 12,4 pró­sent sam­dráttur frá ár­inu áð­ur. 

Leigu­mark­að­ur­inn virkastur í vest­ur­hluta höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 

Í skyr­sl­unni segir að leigu­mark­aður reyn­ist vera hvað virkastur í vest­ur­hluta höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins . Í nóv­em­ber var 19 pró­sent allra þing­lýstra leigu­samn­inga á land­inu öllu vegna leigu­samn­inga á svæð­inu vestan við Kringlu­mýr­ar­braut að Sel­tjarn­ar­nesi. Flestir samn­ingar á því svæði voru vegna tveggja her­bergja íbúða og var með­al­fer­metra­verð slíkrar íbúðar rúm­lega þrjú þús­und krón­ur.

Meira úr sama flokkiInnlent