May telur allur líkur á að ríkisstjórn hennar standi af sér vantrauststillöguna

Í kvöld munu bresk­ir þing­menn greiða at­kvæði um van­traust á rík­is­stjórn Th­eresu May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, aðeins sól­ar­hring eft­ir að þingið hafnaði Brex­it-samn­ingi stjórn­ar­inn­ar og Evr­ópu­sam­bands­ins.

Theresa May, forsætisráðaherra Bretlands
Auglýsing

Breska þingið kol­felld­i Brex­it- samn­ing Ther­esu May for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, í gær­kvöldi. Samn­ing­ur­inn var fellur með 230 atkvæð­um, 432 þing­menn greiddu gegn samn­ingnum en 202 þing­menn með. For­sæt­is­ráð­herra Bret­lands hefur ekki beðið stærri ósigur í breska þing­inu í heila öld. Jer­emy Cor­byn, leið­togi Verka­manna­flokks­ins, lagði fram til­lögu um van­traust á rík­is­stjórn­ May í kjöl­far nið­ur­stöð­unn­ar. Kosið verður um van­traust­s­til­lög­una ­klukkan sjö að stað­ar­tíma í kvöld.

Útgöngu­dag­ur­inn nálgast 

Nú ríkir ekki ein­ungis óvissa um stjórn­ar­tíð Ther­esu May heldur einnig um útgöngu Bret­lands. Bretar ganga að óbreyttu úr Evr­ópu­sam­band­inu 29. mars næst­kom­andi, hvort sem búið verður að ganga frá samn­ingi um útgöng­una eða ekki. Sam­kvæmt breskum fjöl­miðlum er þó mögu­leiki að útgöng­unni verði frestað fyrst að eng­inn ­samn­ingur liggur fyrir og afar fáir innan breska þings­ins og Evr­ópu­sam­bands­ins vilji samn­ings­lausa ­út­göngu.

„At­kvæða­greiðsla kvölds­ins segir okkur ekk­ert um hvað þingið vill. Ekk­ert um hvernig þingið eða hvort þingið ætlar að virða þá ákvörðun sem breska þjóðin tók í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni sem þingið boð­að­i,“ sagð­i Ma­y eftir atkvæða­greiðsl­una í gær­kvöldi.

Auglýsing

Samn­ing­ur­inn hefur mætt mik­illi and­stöðu 

­Upp­­haf­­lega átti Ther­es­a Ma­y að leggja samn­ing­inn fyrir breska þingið í des­em­ber en þeg­ar Ma­y var ljóst að þingið myndi fella ­samn­ing­inn þá frestaði hún atkvæða­greiðsl­unni. Samn­ing­­ur­inn hefur mætt mik­illi and­­stöðu í breska þing­inu, bæði í röðum minn­i­hluta og meiri­hluta. Þá hafa ráð­herrar í rík­­is­­stjórn­­inni sagt af sér vegna óánægju með fram­­göngu mála. Þing­­menn Íhalds­­­flokks­ins hafa söm­u­­leiðis gert til­­raun til þess að steypa Ther­esu Ma­y úr leið­­toga­­sæti flokks­ins með atkvæða­greiðslu um van­­traust.

Ein aðal hindr­­unin í samn­ingnum er hvernig landa­­mærum Írlands, sem er í Evr­ópu­sam­band­inu, við Norð­­ur- Írland, sem er hluti af Bret­landi, verði háttað efir útgöng­una. Bæði Bretar og Evr­­­ópu­­­sam­­­bandið vilja forð­­­ast í lengstu lög að koma upp sjá­an­­­legu landamæra­eft­ir­liti þar. En sam­­kvæmt ­samn­ingn­um mun­u Norð­ur­-Ír­ar þurfa að halda í stærri hluta af reglu­verki innri mark­aðar og tolla­­­banda­lags ESB en önnur svæði Bret­lands til þess að koma í veg fyrir sýn­i­­­lega landamæra­­­gæslu á milli Norð­­­ur­-Ír­lands og Írlands. 

May hélt ræðu í breska þingin áður en atkvæða­greiðslan fór fram og sagði að lík­legra væri að ekk­ert yrði af úrgöngu Breta úr Evr­­ópu­­sam­­band­inu en að þeir myndu ganga úr sam­­band­inu án samn­ings. Þá sagði hún það verða til þess að þjóðin myndi missa allt traust á stjórn­­­mála­­mönnum og stjórn­­­mál­­um. „Samn­ing­­ur­inn er ekki full­kom­inn, hann er vissu­­lega mála­mið­l­un,“ sagði hún. „En þegar sög­u­bæk­­urnar verða skrif­aðar mun fólk líta á ákvörðun þings­ins og spyrja hvort að við fram­­fylgdum nið­­ur­­stöðu þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðsl­unnar eða hvort við brugð­umst bresku þjóð­inn­i,“ sagð­i May.

Telja að rík­is­stjórn May muni standa af sér van­traust

Stóru orðin dugðu þó ekki til og samn­ingnum var hafnað af breska þing­inu í gær­­kvöldi og því þarf rík­i­s­tjórn May að berj­ast fyrir lífi sínu í kvöld. Að sögn breskra fjöl­miðla er þó ekki búist við að van­­traust­s­til­lagan nái fram að ganga því sumir þeirra sem greitt hafi atkvæði gegn Brex­it-­­samn­ingnum hafi gefið til kynna að þeir ætli að styðja stjórn­­ina áfram. Lýð­ræð­is­­legi sam­­bands­­flokk­­ur­inn á Norð­­ur­-Ír­land­i, DUP,  hefur meðal ann­ars lýst því yfir að hann ætli að styðja Ther­esu May, þó flokk­­ur­inn hafi greitt atkvæði gegn samn­ingnum í gær­­kvöld. 

Jeremy Corbyn, formaður breska Verkalýðsflokksins.

Spurn­ingin er hins vegar hvort þessi rúmi þriðj­ungur flokks­manna Ma­y ­sem felldi samn­ing­inn í gær­kvöldi muni standa vörð um leið­toga sinn. Sam­kvæmt frétt BBC má skipta þeim Íhalds­mönnum sem höfn­uðu samn­ingnum í tvær fylk­ing­ar. Öðrum hlut­anum þykir samn­ing­ur­inn fela í sér of náið sam­band við Evr­ópu­sam­bandið en hinn hlut­inn eru þeir þing­menn sem eru hlynntir Evr­ópu­sam­band­inu. Talið er að þing­menn Íhalds­flokks­ins gætu stutt rík­is­stjórn­in­stjórn­ina af ótta við að Verka­manna­flokk­ur­inn næði völdum í nýrri minni­hluta- eða sam­steypu­stjórn eða þá eftir nýjar kosn­ing­ar. Í nýrri könnun sem birt var í fyrra­dag mælist Verka­manna­flokk­ur­inn með meira fylgi en Íhalds­flokk­ur­inn.

May þarf stuðn­ing 320 þing­manna til að standa af sér van­traustið en sam­kvæmt heim­ild­um BBC er talið að fylk­ing harðra Brex­it-­sinna  einnig styðja stjórn­ina. Saman hafa Íhalds­flokk­ur­inn og DUP 327 sæti þannig að lítið má út af bregða.

Hvað ger­ist næst?

Ef spá breskra fjöl­miðla geng­ur ekki eft­ir og van­­traust­stil­lag­an verður sam­þykkt ligg­ur ljóst fyr­ir að breska rík­­is­­stjórn­­in er fall­in. Þá hafa flokk­ar á þing­inu tvær vik­ur til að mynda rík­­is­­stjórn. Ef það tekst ekki verður boðað til kosn­­inga, en að minnsta kosti þurfa 25 dagar að líða frá því að boðað er til kosn­inga og þar til þær fara fram.

Í ræðu May í breska þing­inu í dag sagð­ist að hún væri full­viss um að hún muni standa til­lög­una af sér. Hún sagði jafn­framt að ef svo færi þá muni hún snúa aftur á þingið í næstu viku með aðgerða­á­ætlun um næstu skref í útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­in­u. 

Ef Bretar óska eftir að útgöngu­tíma­bilið verði fram­lengt munu aðild­ar­ríki ESB koma saman á sér­stökum fundi þar sem tekin verður afstaða til lengra tíma­bils. Leið­togar Evr­ópu­sam­bands­ins hafa ekki úti­lokað að lengja ferlið fram á sumar og eru víst byrj­aðir að und­ir­búa það að fresta útgöng­u Bret­lands eftir að ljóst þótti að samn­ing­ur­inn yrði ekki ­sam­þykkt­ur í breska þing­inu. Ekki er vitað hversu langur frestur yrði gef­inn en ólík­legt þykir að hægt verði að fresta ­samn­ingn­um ­lengur en til 30. júní en þá kemur nýtt Evr­ópu­þing sam­an.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.

Michel ­Barni­er, aðal­samn­inga­maður Evr­ópu­sam­bands­ins, sagði í morgun að hættan á að Bretar færu úr ­sam­band­inu samn­ings­lausir hefði aldrei verið meiri. Áhersla yrði lögð á að koma í veg fyrir það. Pi­er­re Moscovici, efna­hags- og fjár­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, tók í sama streng. Moscovici ­sagði að í at­kvæða­greiðsl­unn­i á breska þing­inu í gær, þegar Brex­it-­samn­ingnum var hafn­að, hefði það komið skýrt fram hvað Bretar vildu ekki. Nú yrðu þeir að segja hvað þeir vildu, en tím­inn væri naum­ur.

Margir evr­ópskir stjórn­mála­leið­togar hafa í morgun tjáð sig um nið­ur­stöðu atkvæða­greiðsl­unn­ar. Mark Rutte, for­sæt­is­ráð­herra Hollands, og Giusepp­e Conte, for­sæt­is­ráð­herra Ítal­íu, sögðu í morgun að Evr­ópu­sam­bandið væri að búa sig undir alla hugs­an­lega mögu­leika. Ang­ela Merkel segir að það sé enn tími til að semja en hins veg­ar þurfi að bíða átekta og sjá hvaða skref Th­er­es­a May, for­­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hyggst stíga, nái hún að standa af sér van­­traust­stil­lögu gegn rík­­is­­stjórn henn­ar sem greidd verða at­­kvæði um á breska þing­inu í kvöld

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent