Fjárlaganefnd samþykkir stjórnsýsluúttekt á Íslandspósti

Fjárlaganefnd hefur samþykkt beiðni um stjórnsýsluúttekt á starfsemi Íslandspósts. Í aukafjárlögum er heimild til að endurlána Íslandspóst allt að 1500 milljónir en Ríkisendurskoðun hefur bent á að orsök fjárhagsvanda fyrirtækisins sé enn ógreind

Póstkassi
Auglýsing

Fjár­laga­nefnd Alþingis sam­þykkti á fundi sínum í gær að senda beiðni um stjórn­sýslu­út­tekt á mál­efnum Íslands­pósts til rík­is­end­ur­skoð­anda. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. ­Stjórn­­­sýslu­út­­­tekt felur í sér mat á frammi­­stöðu stofn­ana og fyr­ir­tækja í eig­u ­­rík­­is­ins. Við ­­mat á frammi­­stöðu er meðal ann­­ars litið til með­­­ferðar og nýt­ingar á rík­is­féi og hvort hag­­kvæmni sé gætt í rekstri. 

Orsök fjár­hags­vanda Íslands­pósts ógreind

Ís­lands­póstur hefur nú þegar fengið 500 millj­óna króan lán frá rík­inu til að mæta bráð­asta laus­fjár­vanda fyr­ir­tæks­ins.  Í auka­fjár­lög­unum sem sam­þykkt voru 14. des­em­ber er ákvæði umum heim­ild til að end­ur­lána allt að 1500 millj­ónir til Íslands­póst en þó með ströngum skil­yrð­um. Þar segir að skil­yrði lán­veit­ing­­ar­innar sé að lánið verði veitt á mark­aðs­­for­­sendum með full­nægj­andi trygg­ing­­um. Ekk­ert liggur þó fyrir um hvernig Íslands­­­póstur ætlar að greiða umrædd lán til baka.

Í umsögn rík­­is­end­­ur­­skoð­unar um fjár­­auka­lögin ­segir að ­­Rík­­­is­end­­­ur­­­skoðun telji að það sé óheppi­­­legt að ekki liggi nákvæm­­­lega fyrir hvernig fyr­ir­hugað sé að taka á rekstr­­­ar­­­vanda Íslands­­­­­pósts þannig að til­­­skil­inn árangur náist „áður en tekin er ákvörðun um fram­lög úr rík­­­is­­­sjóði til félags­­­ins.“ Þá sé orsök fjár­hags­vand­ans alls ógreind. Ekki liggi fyrir hvort hann stafi af sam­keppn­is­rekstri eða starf­semi innan einka­rétt­ar.

Auglýsing

Rík­­is­end­­ur­­skoðun virð­ist vera á þeirri skoðun að ekki liggi fyrir hvort að fjár­­­hags­vand­inn sé vegna einka­rétt­­­ar­hluta starf­­­sem­innar (þ.e. dreif­ingu árit­aðra bréfa undir 50 grömm­um), vegna alþjón­ust­u­kvaða sem lagðar eru á fyr­ir­tækið eða vegna sam­keppn­is­­­starf­­­semi sem það stund­­­ar. „Þeir mög­u­­­leikar sem fyrir hendi eru á að takast á við vand­ann hljóta að ráð­­­ast að miklu leyti af nið­­­ur­­­stöðu slíkrar grein­ing­­­ar,“ segir í umsögn­inni.

Fjár­laga­nefnd hefur sam­þykkt beiðni um stjórn­sýslu­út­tekt á starf­semi Íslands­pósts en mark­mið stjórn­­­sýslu­end­­ur­­skoð­unar er að stuðla að úrbótum þar sem horft er til­­ á­kveð­inn­i ­at­riða þar á meðal með­­­ferðar og nýt­ingar rík­­is­fjár, hvort hag­­kvæmni og skil­­virkni gætir í rekstri stofn­ana og fyr­ir­tækja í eig­u ­­rík­­is­ins og hvort fram­lög rík­­is­skins skili þeim árangri. Í lög­­unum segir að við mat á frammi­­stöðu skal meðal ann­­ars líta til þess hvort starf­­semi sé í sam­ræmi við fjár­­heim­ild­ir, þá lög­­­gjöf sem gildir um hana og góða og við­­ur­­kennda starfs­hætti.

Slæm rekstr­ar­staða 

Íslands­­­­­­­póstur hefur ekki staðið undir sér und­an­farin ár meðal ann­­­­ars vegna mik­ils sam­­­­dráttar í bréfa­­­­send­ingum og nið­­­­ur­greiðslu erlendra póst­­­­­­­send­inga. Dreif­ing­­­­ar­­­­dögum póst­­­s­ins hefur verið fækkað og póst­­­­­­­burð­­­­ar­­­­gjald hefur þre­fald­­­­ast á tíu árum. Eft­ir­lits­að­ilar hafa hins vegar bent á að slæma rekstr­­­­ar­­­­stöðu Íslands­­­­­­­pósts sé ekki aðal­­­­­­­lega að rekja til auk­ins kostn­aðar við al­þjón­ustu. Í athuga­­­­semdum Póst- og fjar­skip­sta­stofn­unn­ar við skýrslu um rekstr­­­­ar­skil­yrði Íslands­­­­­­­pósts, frá árinu 2014, er meðal ann­­­­ars bent á að hund­ruð millj­­­­óna hafi tap­­­­ast vegna lán­veit­inga til dótt­­­­ur­­­­fé­laga Íslands­­­­­­­pósts í sam­keppn­is­­­­rekstri. Íslands­­­­­­­póst­­­­­­­ur, m.a. vegna fjár­­­­­­­fest­ingu í prent­smiðju Sam­­­­skipta og láns til­­­ ePóst­s dótt­­­­ur­­­­fé­lags Íslands­­­­­­­póst­­­s.

Vilja að utan­að­kom­andi fyr­ir­tæki geri óháða end­ur­skoðun

Félag atvinn­u­rek­enda hefur ítrekað óskað eftir því að gerð verði óháð úttekt á rekstri Íslands­póst. Ólaf­­­ur Steph­ens­son, fram­­­kvæmda­­­stjóri Félags atvinnu­rek­anda, hefur bent á að Póst- og fjar­skipta­stofnun telji það ekki hlut­verk sitt að rann­saka rekstr­ar­vand­ræð­i Ís­lands­póst­s að þá sé Rík­is­end­ur­skoðun van­hæf þar sem stofn­unin end­ur­skoði reikn­inga Íslands­póst. 

Skúli Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­end­ur­skoð­andi segir svo ekki vera og segir að fjár­hagsend­ur­skoðun Rík­is­end­ur­skoð­unar leggi ekki matá innri verk­efni fyr­ir­tækis .„Fjár­hagsend­ur­skoð­unin felur meðal ann­ars í sér frá­gang á reikn­ingum til birt­ingar og skatt­lagn­ingar ef um þá er að ræða. Slík vinna felur ekki í sér að lagt sé mat á innri verk­efni hlut­að­eig­andi fyr­ir­tækis eða stofn­unar og hvort unnið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda,“ segir Skúli Egg­ert í sam­tali við Frétta­blaðið í dag. 

Ólafur StephensenÓlaf­ur Steph­ens­son ­segir það ánægju­legar fréttir að fjár­laga­nefnd hafi sam­þykkt stjórn­sýslu­út­tekt , í sam­tali við Frétta­blaðið í dag. Hann telur þó enn að rétt­ara væri að fá utan­að­kom­andi fyr­ir­tæki til gera óháða end­ur­skoðun á Íslands­pósti. „Þótt farið sé í þessa vinnu má velta fyrir sér, með þeim fyr­ir­vara að ég hef ekki séð umrædda beiðni, hvort ekki sé rétt að fá utan­að­kom­andi fyr­ir­tæki til að gera óháða end­ur­skoðun sem snýr að reikn­ings­skilum og upp­lýs­inga­gjöf fyr­ir­tæk­is­ins,“ segir Ólaf­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
Kjarninn 25. janúar 2021
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent