Fjárlaganefnd samþykkir stjórnsýsluúttekt á Íslandspósti

Fjárlaganefnd hefur samþykkt beiðni um stjórnsýsluúttekt á starfsemi Íslandspósts. Í aukafjárlögum er heimild til að endurlána Íslandspóst allt að 1500 milljónir en Ríkisendurskoðun hefur bent á að orsök fjárhagsvanda fyrirtækisins sé enn ógreind

Póstkassi
Auglýsing

Fjárlaganefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að senda beiðni um stjórnsýsluúttekt á málefnum Íslandspósts til ríkisendurskoðanda. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Stjórn­sýslu­út­tekt felur í sér mat á frammi­stöðu stofn­ana og fyr­ir­tækja í eig­u ­rík­is­ins. Við ­mat á frammi­stöðu er meðal ann­ars litið til með­ferðar og nýt­ingar á ríkisféi og hvort hag­kvæmni sé gætt í rekstri. 

Orsök fjárhagsvanda Íslandspósts ógreind

Íslandspóstur hefur nú þegar fengið 500 milljóna króan lán frá ríkinu til að mæta bráðasta lausfjárvanda fyrirtæksins.  Í aukafjárlögunum sem samþykkt voru 14. desember er ákvæði umum heimild til að endurlána allt að 1500 milljónir til Íslandspóst en þó með ströngum skilyrðum. Þar segir að skil­yrði lán­veit­ing­ar­innar sé að lánið verði veitt á mark­aðs­for­sendum með full­nægj­andi trygg­ing­um. Ekk­ert liggur þó fyrir um hvernig Íslands­póstur ætlar að greiða umrædd lán til baka.

Í umsögn rík­is­end­ur­skoð­unar um fjár­auka­lögin ­segir að ­Rík­­is­end­­ur­­skoðun telji að það sé óheppi­­legt að ekki liggi nákvæm­­lega fyrir hvernig fyr­ir­hugað sé að taka á rekstr­­ar­­vanda Íslands­­­pósts þannig að til­­skil­inn árangur náist „áður en tekin er ákvörðun um fram­lög úr rík­­is­­sjóði til félags­­ins.“ Þá sé orsök fjárhagsvandans alls ógreind. Ekki liggi fyrir hvort hann stafi af samkeppnisrekstri eða starfsemi innan einkaréttar.

Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun virð­ist vera á þeirri skoðun að ekki liggi fyrir hvort að fjár­­hags­vand­inn sé vegna einka­rétt­­ar­hluta starf­­sem­innar (þ.e. dreif­ingu árit­aðra bréfa undir 50 grömm­um), vegna alþjón­ust­u­kvaða sem lagðar eru á fyr­ir­tækið eða vegna sam­keppn­is­­starf­­semi sem það stund­­ar. „Þeir mög­u­­leikar sem fyrir hendi eru á að takast á við vand­ann hljóta að ráð­­ast að miklu leyti af nið­­ur­­stöðu slíkrar grein­ing­­ar,“ segir í umsögn­inni.

Fjárlaganefnd hefur samþykkt beiðni um stjórnsýsluúttekt á starfsemi Íslandspósts en mark­mið stjórn­sýslu­end­ur­skoð­unar er að stuðla að úrbótum þar sem horft er til­ á­kveð­inn­i ­at­riða þar á meðal með­ferðar og nýt­ingar rík­is­fjár, hvort hag­kvæmni og skil­virkni gætir í rekstri stofn­ana og fyr­ir­tækja í eig­u ­rík­is­ins og hvort fram­lög rík­is­skins skili þeim árangri. Í lög­unum segir að við mat á frammi­stöðu skal meðal ann­ars líta til þess hvort starf­semi sé í sam­ræmi við fjár­heim­ild­ir, þá lög­gjöf sem gildir um hana og góða og við­ur­kennda starfs­hætti.

Slæm rekstrarstaða 

Íslands­­­­­póstur hefur ekki staðið undir sér und­an­farin ár meðal ann­­­ars vegna mik­ils sam­­­dráttar í bréfa­­­send­ingum og nið­­­ur­greiðslu erlendra póst­­­­­send­inga. Dreif­ing­­­ar­­­dögum póst­­s­ins hefur verið fækkað og póst­­­­­burð­­­ar­­­gjald hefur þre­fald­­­ast á tíu árum. Eft­ir­lits­að­ilar hafa hins vegar bent á að slæma rekstr­­­ar­­­stöðu Íslands­­­­­pósts sé ekki aðal­­­­­lega að rekja til auk­ins kostn­aðar við alþjónustu. Í athuga­­­semdum Póst- og fjarskipstastofnunnar við skýrslu um rekstr­­­ar­skil­yrði Íslands­­­­­pósts, frá árinu 2014, er meðal ann­­­ars bent á að hund­ruð millj­­­óna hafi tap­­­ast vegna lán­veit­inga til dótt­­­ur­­­fé­laga Íslands­­­­­pósts í sam­keppn­is­­­rekstri. Íslands­­­­­póst­­­­­ur, m.a. vegna fjár­­­­­fest­ingu í prent­smiðju Sam­­­skipta og láns til­­ ePósts dótt­­­ur­­­fé­lags Íslands­­­­­póst­­s.

Vilja að utanaðkomandi fyrirtæki geri óháða endurskoðun

Félag atvinn­u­rek­enda hefur ítrekað óskað eftir því að gerð verði óháð úttekt á rekstri Íslandspóst. Ólaf­­ur Stephensson, fram­­kvæmda­­stjóri Félags atvinnurekanda, hefur bent á að Póst- og fjarskiptastofnun telji það ekki hlutverk sitt að rannsaka rekstrarvandræði Íslandspósts að þá sé Ríkisendurskoðun vanhæf þar sem stofnunin endurskoði reikninga Íslandspóst. 

Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir svo ekki vera og segir að fjárhagsendurskoðun Ríkisendurskoðunar leggi ekki matá innri verkefni fyrirtækis .„Fjárhagsendurskoðunin felur meðal annars í sér frágang á reikningum til birtingar og skattlagningar ef um þá er að ræða. Slík vinna felur ekki í sér að lagt sé mat á innri verkefni hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar og hvort unnið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda,“ segir Skúli Eggert í samtali við Fréttablaðið í dag. 

Ólafur StephensenÓlafur Stephensson segir það ánægjulegar fréttir að fjárlaganefnd hafi samþykkt stjórnsýsluúttekt , í samtali við Fréttablaðið í dag. Hann telur þó enn að réttara væri að fá utanaðkomandi fyrirtæki til gera óháða endurskoðun á Íslandspósti. „Þótt farið sé í þessa vinnu má velta fyrir sér, með þeim fyrirvara að ég hef ekki séð umrædda beiðni, hvort ekki sé rétt að fá utanaðkomandi fyrirtæki til að gera óháða endurskoðun sem snýr að reikningsskilum og upplýsingagjöf fyrirtækisins,“ segir Ólafur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent