Málaferli vegna synjunar á innflutningi fersks kjöts hafa kostað ríkið 47 milljónir

Kostnaður íslenska ríkisins vegna tveggja málaferla um synjun á heimildum til innflutnings á fersku kjöti er í heild 47 milljónir króna. Matvælastofnun hefur einu sinni hafnað umsókn um innflutning kjöts eftir að dómur Hæstaréttar féll í fyrra.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Mála­ferli vegna synj­unar á heim­ildum til inn­flutn­ings á fersku kjöti hafa kostað íslenska ríkið sam­tals um 47 millj­ónir króna. Þetta kemur fram í svari Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Jóns Stein­dórs Valdi­mars­son­ar, þing­manns Við­reisnar um kostnað vegna banns á inn­flutn­ingi á fersku kjöti.

Tvö mál vegna inn­flutn­ings á fersku kjöti

Alls hafa tvö mál verið rekin vegna ákvæða íslenskra laga og reglan um inn­flutn­ing á fersku kjöti. Í fyrra mál­inu hóf Eft­ir­lits­stofnun EFTA athugun árið 2012 á sam­ræmi íslenskra laga við skuld­bind­ing­ar ­rík­is­ins ­sam­kvæmt EES-­samn­ingum í kjöl­far kvört­unar frá Sam­tök­um versl­unar og þjón­ustu. Íslensk lög­­­gjöf felur í sér inn­­­flutn­ings­tak­­mark­­anir á fersku kjöti, unnu sem óunnu, kældu sem frosnu, inn­­mat  og ýmsum mjólk­­ur­vör­­um. Inn­­flytj­endur verða sam­­kvæmt gild­andi lögum að sækja um leyfi og leggja fram marg­vís­­leg gögn til­ Mat­væla­stofn­un­ar. Sam­tökin töldu þetta bann ganga gegn ákvæðum EES-­­samn­ings­ins varð­andi frjálsa vöru­­flutn­inga og að eft­ir­lits­­kerfi hér á landi með inn­­­flutn­ingi á kjöti feli í sér landamæra­eft­ir­lit sem ekki sé í sam­ræmi við lög­­­gjöf EES-­­samn­ings­ins.

Málið var sent til EFTA- ­dóm­stóls­ins árið 2017 og í kjöl­farið féll dómur 14 nóv­em­ber 2017. EFTA- dóm­stól­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu að að íslenska leyf­­is­veit­inga­­kerfið fyrir inn­­­flutn­ing á hrárri og unn­inni kjöt­­vöru, eggjum og mjólk sam­­rým­ist ekki ákvæðum EES-­­samn­ings­ins. Dóm­­stóll­inn telur að það sé ósam­­rým­an­­legt fimmtu grein til­­­skip­un­­ar­innar að skil­yrða inn­­­flutn­ing á slíkum vör­u­m. ­Kostn­að­ur­ ­ís­lenska ­rík­is­ins ­vegna máls­ins var í heild tæp­lega 36 millj­ónir eða 35.974.169. 

Auglýsing

Mynd:PexelsÍ seinna mál­in­u ­stefnd­i ­fyr­ir­tækið Ferskar kjöt­vör­ur ehf. ­ís­lenska rík­inu þann 25. apríl 2014 til greiðslu vegna skaða­bóta ­vegna ­synjar á inn­flutn­ingi ófrysts kjöt. Mál­inu lauk með dómi Hæsta­réttar 11. októ­ber 2019, þar sem Hæsti­réttur tók undir með mála­til­bún­aði fyr­ir­tæk­is­ins um að sú synjun hefði farið gegn skuld­bind­ingum íslenska rík­is­ins sam­kvæmt EES-­samn­ingnum sem leiddi til bóta­skyldu rík­is­ins gagn­vart fyr­ir­tæk­in­u. Bæt­urnar námi and­virði kjöts­ins og flutn­ings­kostn­aði og þá var ríkið dæmt til að greiða fyr­ir­tæk­inu máls­kostnað á báðum dóm­stig­um. Mála­ferlin kost­aði því íslenska rík­ið að skaða­bótum með­töld­um, 11.059.832.

Sam­tals er því kostn­aður rík­is­ins ­vegna mála­ferl­anna tveggja í heild rúmar 47 millj­ón­ir. 

Mat­væla­stofnun hefur einu sinni hafnað umsókn um inn­flutn­ing kjöts eftir að dómur Hæsta­réttar féll í fyrra

Enn fremur spyr Jón Stein­dór spyr ráð­herra hvert áætlað verð­mæti þeirra kjöt­vara sem synjað hefur verið eftir komu til­ lands­ins, ­þrátt ­fyrir að kröfur um dýra­heil­brigð­is­eft­ir­lit á send­ing­ar­stað hafi verið upp­fylltar og í and­stöðu við nið­ur­stöður Hæsta­réttar í fyrra. Í svari sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra segir að mat­væla­stofnun hafi hafnað einni umsókn um inn­flutn­ing kjöt eftir að dómur Hæsta­réttar féll. Sú send­ing inni­hélt 226,5 kíló af ófrystu nauta­kjöti eða verð­mæti 487.055 krón­ur.

Unnið að aðgerðum til að minnka áhættu af inn­flutn­ing

Eftir nið­ur­stöðu EFTA- dóm­stóls­ins í nóv­em­ber 2017 hefur atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið unn­ið að  frum­varpi til­ breyt­inga á lögum um inn­flutn­ing fersks kjöts. Sam­hliða því segir Krist­ján Þór, í svari sínu, að unnið hafi verið að aðgerðum í sam­starfi við Mat­væla­stofnun til að koma í veg fyrir breytt fyr­ir­komu­lag inn­flutn­ings leiði af sér áhættu gagn­vart heilsu manna og dýra.

Meðal þess sem gert hefur verið ráðu­neytið hefur sótt um við­bót­ar­trygg­ingar varð­andi salmon­ellu til Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA 4. júlí 2018. Hinn 16. jan­úar síð­ast­lið­inn var þessi umsókn íslenskra stjórn­valda sam­þykkt og er stjórn­völdum þar af leið­andi heim­ilt að setja sér­stakar við­bót­ar­trygg­ingar vegna salmon­ellu í kjúklinga­kjöti, hænu­eggjum og í kalkúna­kjöti. Jafn­fram­t hafi verið unnið að aðgerðum til að tak­marka hættu vegna ­kampýló­bakt­er, sýkla­lyfja­ó­næm­is­ o.fl. 

Tekjuhæstu forstjórar landsins með á þriðja tug milljóna á mánuði
Tekjublöðin koma út í dag og á morgun. Sex forstjórar voru með yfir tíu milljónir króna á mánuði í tekjur að meðaltali í fyrra.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Dauðu atkvæðin gætu gert stjórnarmyndun auðveldari
Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn aftur undir 40 prósent, nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna dugar ekki til meirihluta en ekki vantar mikið upp á.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent