Málaferli vegna synjunar á innflutningi fersks kjöts hafa kostað ríkið 47 milljónir

Kostnaður íslenska ríkisins vegna tveggja málaferla um synjun á heimildum til innflutnings á fersku kjöti er í heild 47 milljónir króna. Matvælastofnun hefur einu sinni hafnað umsókn um innflutning kjöts eftir að dómur Hæstaréttar féll í fyrra.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Mála­ferli vegna synj­unar á heim­ildum til inn­flutn­ings á fersku kjöti hafa kostað íslenska ríkið sam­tals um 47 millj­ónir króna. Þetta kemur fram í svari Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Jóns Stein­dórs Valdi­mars­son­ar, þing­manns Við­reisnar um kostnað vegna banns á inn­flutn­ingi á fersku kjöti.

Tvö mál vegna inn­flutn­ings á fersku kjöti

Alls hafa tvö mál verið rekin vegna ákvæða íslenskra laga og reglan um inn­flutn­ing á fersku kjöti. Í fyrra mál­inu hóf Eft­ir­lits­stofnun EFTA athugun árið 2012 á sam­ræmi íslenskra laga við skuld­bind­ing­ar ­rík­is­ins ­sam­kvæmt EES-­samn­ingum í kjöl­far kvört­unar frá Sam­tök­um versl­unar og þjón­ustu. Íslensk lög­­­gjöf felur í sér inn­­­flutn­ings­tak­­mark­­anir á fersku kjöti, unnu sem óunnu, kældu sem frosnu, inn­­mat  og ýmsum mjólk­­ur­vör­­um. Inn­­flytj­endur verða sam­­kvæmt gild­andi lögum að sækja um leyfi og leggja fram marg­vís­­leg gögn til­ Mat­væla­stofn­un­ar. Sam­tökin töldu þetta bann ganga gegn ákvæðum EES-­­samn­ings­ins varð­andi frjálsa vöru­­flutn­inga og að eft­ir­lits­­kerfi hér á landi með inn­­­flutn­ingi á kjöti feli í sér landamæra­eft­ir­lit sem ekki sé í sam­ræmi við lög­­­gjöf EES-­­samn­ings­ins.

Málið var sent til EFTA- ­dóm­stóls­ins árið 2017 og í kjöl­farið féll dómur 14 nóv­em­ber 2017. EFTA- dóm­stól­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu að að íslenska leyf­­is­veit­inga­­kerfið fyrir inn­­­flutn­ing á hrárri og unn­inni kjöt­­vöru, eggjum og mjólk sam­­rým­ist ekki ákvæðum EES-­­samn­ings­ins. Dóm­­stóll­inn telur að það sé ósam­­rým­an­­legt fimmtu grein til­­­skip­un­­ar­innar að skil­yrða inn­­­flutn­ing á slíkum vör­u­m. ­Kostn­að­ur­ ­ís­lenska ­rík­is­ins ­vegna máls­ins var í heild tæp­lega 36 millj­ónir eða 35.974.169. 

Auglýsing

Mynd:PexelsÍ seinna mál­in­u ­stefnd­i ­fyr­ir­tækið Ferskar kjöt­vör­ur ehf. ­ís­lenska rík­inu þann 25. apríl 2014 til greiðslu vegna skaða­bóta ­vegna ­synjar á inn­flutn­ingi ófrysts kjöt. Mál­inu lauk með dómi Hæsta­réttar 11. októ­ber 2019, þar sem Hæsti­réttur tók undir með mála­til­bún­aði fyr­ir­tæk­is­ins um að sú synjun hefði farið gegn skuld­bind­ingum íslenska rík­is­ins sam­kvæmt EES-­samn­ingnum sem leiddi til bóta­skyldu rík­is­ins gagn­vart fyr­ir­tæk­in­u. Bæt­urnar námi and­virði kjöts­ins og flutn­ings­kostn­aði og þá var ríkið dæmt til að greiða fyr­ir­tæk­inu máls­kostnað á báðum dóm­stig­um. Mála­ferlin kost­aði því íslenska rík­ið að skaða­bótum með­töld­um, 11.059.832.

Sam­tals er því kostn­aður rík­is­ins ­vegna mála­ferl­anna tveggja í heild rúmar 47 millj­ón­ir. 

Mat­væla­stofnun hefur einu sinni hafnað umsókn um inn­flutn­ing kjöts eftir að dómur Hæsta­réttar féll í fyrra

Enn fremur spyr Jón Stein­dór spyr ráð­herra hvert áætlað verð­mæti þeirra kjöt­vara sem synjað hefur verið eftir komu til­ lands­ins, ­þrátt ­fyrir að kröfur um dýra­heil­brigð­is­eft­ir­lit á send­ing­ar­stað hafi verið upp­fylltar og í and­stöðu við nið­ur­stöður Hæsta­réttar í fyrra. Í svari sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra segir að mat­væla­stofnun hafi hafnað einni umsókn um inn­flutn­ing kjöt eftir að dómur Hæsta­réttar féll. Sú send­ing inni­hélt 226,5 kíló af ófrystu nauta­kjöti eða verð­mæti 487.055 krón­ur.

Unnið að aðgerðum til að minnka áhættu af inn­flutn­ing

Eftir nið­ur­stöðu EFTA- dóm­stóls­ins í nóv­em­ber 2017 hefur atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið unn­ið að  frum­varpi til­ breyt­inga á lögum um inn­flutn­ing fersks kjöts. Sam­hliða því segir Krist­ján Þór, í svari sínu, að unnið hafi verið að aðgerðum í sam­starfi við Mat­væla­stofnun til að koma í veg fyrir breytt fyr­ir­komu­lag inn­flutn­ings leiði af sér áhættu gagn­vart heilsu manna og dýra.

Meðal þess sem gert hefur verið ráðu­neytið hefur sótt um við­bót­ar­trygg­ingar varð­andi salmon­ellu til Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA 4. júlí 2018. Hinn 16. jan­úar síð­ast­lið­inn var þessi umsókn íslenskra stjórn­valda sam­þykkt og er stjórn­völdum þar af leið­andi heim­ilt að setja sér­stakar við­bót­ar­trygg­ingar vegna salmon­ellu í kjúklinga­kjöti, hænu­eggjum og í kalkúna­kjöti. Jafn­fram­t hafi verið unnið að aðgerðum til að tak­marka hættu vegna ­kampýló­bakt­er, sýkla­lyfja­ó­næm­is­ o.fl. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent