Umhverfisráðherra vill banna plastpoka eftir tvö ár

Umhverfisráðherra hefur lagt fram frumvarp til að draga úr notkun á plastpokum. Ef frumvarpið verður samþykkt verður öllum sölustöðum óheimilt að afhenda burðarpoka úr plasti þann 1. janúar árið 2021.

Plastpoki í sjó Mynd: MichaelisScientists (Wiki Commons)
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is­ráð­herra hefur lagt fram frum­varp, um breyt­ingar á lögum um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir, til að draga úr notkun plast­poka. Í frum­varp­inu er lagt til að öllum versl­unum verði óheim­ilt að afhenda burð­ar­poka úr plasti án end­ur­gjalds á sölu­stöðum og að gjaldið verði sýni­legt á kassa­kvitt­un. Auk þess leggur ráð­herra til að óheim­ilt verði að afhenda burð­ar­poka úr plasti, hvort sem er með eða án end­ur­gjalds, í ver­s­unum frá og með 1. júlí 2021.

Bannið nær einnig til þunnra plast­poka sem gjarnan má finna í græn­met­is­deild versl­ana

Í frum­varp­inu er sett fram til­laga að tölu­legum mark­miðum varð­andi árlega notkun burð­ar­poka úr plasti. Lagt er til að eigi síðar en 31. des­em­ber 2019 skuli árlegt notk­un­ar­magn burð­ar­poka úr plasti vera 90 á hvern ein­stak­ling eða færri og eigi síðar en 31. des­em­ber 2025 skal árleg notku vera 40 burð­ar­pokar eða færri. 

Jafn­framt er lagt til í frum­varp­inu að óheim­ilt verði að afhenda burð­ar­poka úr plasti án end­ur­gjalds á sölu­stöðum vara og að gjaldið skuli vera sýni­legt á kassa­kvitt­un. Með breyt­ing­unni er lögð skylda á aðila sem selja vör­ur, svo sem versl­an­ir, að þeir þurfi að selja burð­ar­poka sem þeir afhenda eða bjóða fram við sölu á vöru. Skyldan um greiðslu nær til sölu á stökum burð­ar­pokum við afgreiðslu­kassa sem og þunnra burð­ar­poka úr plasti sem gjarnan liggja frammi í græn­met­is­deildum versl­ana. Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. júlí 2019 í stað þess að um leið og þau eru sam­þykkt, til þess að sölu­að­ilum sem afhenda burð­ar­poka án end­ur­gjalds hafi ráð­rúm til að laga sig að breyttri ráð­gjöf. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Mynd: Bára Huld BeckEf frum­varpið verður sam­þykkt mun bann við afhend­ingu á burð­ar­pokum úr plasti taka gildi þann 1. jan­úar 2021. Sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni er frestur veittur til 2021 til þess að sölu­að­ilar hafi ráð­rúm til þess að taka í notkun burð­ar­poka úr öðrum efnum en plast­i. Í frum­varp­inu er lagt til að bann við afhend­ingu burð­ar­poka úr plasti nái ein­ungis til þess þegar burð­ar­pokar úr plasti séu afhentir við sölu á vörum en ekki er kveðið á um almennt bann við sölu á burð­ar­pokum úr plasti. Því geta versl­anir eftir sem áður haft til sölu burð­ar­poka úr plasti í hillum inni í sölu­rými versl­ana, verði frum­varpið að lög­um. ­Bannið nær jafn­framt til plast­pokanna í græn­met­is­deildum verslana. 

Auglýsing

Í sam­ræmi við aðgerða­á­ætlun í plast­mál­efnum

Frum­varpið er í sam­ræmi við aðgerða­á­ætlun um hvernig draga má úr notkun plasts, bæta end­ur­vinnslu þess og takast á við plast­mengun í hafi, sem skiluð var til umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra í nóv­em­ber í fyrra. Í aðgerð­­ar­á­ætl­­un­inn­i má finna átján aðgerðir um hvernig megi draga úr notkun plasts, bæta end­­ur­vinnslu og takast á við plast­­­mengun í hafi. Meðal ann­­ars var lagt til að stjórn­­völd ráð­ist í mark­vissa vit­und­­ar­vakn­ingu almenn­ings um ofnotkun á plast­­vörum, að flokkun úrgangs verði sam­ræmd á lands­vísu en á­samt því var lagt til að plast burð­­ar­­pokar verði bann­aðar í versl­unum árið 2021.

Skiptar skoð­anir á bann­inu 

Óskað var eftir umsögnum við frum­varps­drögin í sam­ráðs­gátt Stjórn­ar­ráðs­ins í nóv­em­ber í fyrra. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að umsagnir um frum­varpið og aðgerð­ar­á­ætlun í plast­mál­efnum hafi almennt verið jákvæðar og lýst yfir stuðn­ingi við aðgerðir stjórn­valda til þess að draga úr plast­notk­un. Þó hafi í nokkrum umsögnum verið gerð athuga­semdir við að burð­ar­pokar yrðu bann­aðar eftir tvö ár.

Í sam­eig­in­legri umsögn Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Sam­taka iðn­að­ar­ins og Sam­taka versl­unar og ­þjón­ustu kemur meðal ann­ars fram að mik­il­vægt sé að horfa til heild­ar­um­hverf­is­á­hrifa vöru þegar opin­berir aðilar ákveði að beita stjórn­sýslu­að­gerðum til að stýra neyslu í þágu umhverf­is­vernd­ar. Í umsögn­inni segir að þröngt sjón­ar­horn, til dæmis ef ein­göngu er horft til enda lífs­fer­ils, geti það orðið til þess að um­hverf­is­á­hrif falli af meiri þunga fyrr í lífs­ferl­in­um, svo sem við fram­leiðslu eða flutn­inga. Einnig þurfi að bera vör­una saman við stað­geng­ilsvöru og meta hvað komi í stað­inn. 

Hvetja fólk til að nota fjölnota burðarpoka. Mynd: Pexels

Í skýrslu Umhverf­is­stofn­unar Bret­lands frá árinu 2011 er fjallað um nið­ur­stöður vist­fer­ils­grein­ingar á burð­ar­pok­um. Skoð­aðar voru nokkrar gerðir plast­poka, bréf­pokar og taupok­ar. Í öllum til­fellum eru umhverf­is­á­hrif lang­mest vegna hrá­efna­notk­unar og fram­leiðslu. Flutn­ingar og förgun hafi aftur á móti minni­háttar áhrif. Fyrir allar gerðir af pokum sé lyk­ill­inn að því að minnka umhverf­is­á­hrifin sá að end­ur­nota poka eins oft og hægt er, hvort sem er til sömu nota, þ.e. inn­kaupa, eða sem rusla­poka. Nota þarf papp­írs­poka þrisvar sinnum og taupoka 131 sinnum til að gróð­ur­húsa­á­hrif séu minni en vegna hefð­bund­inna plast­poka. Sé plast­poki end­ur­not­aður þarf að end­ur­nota papp­írs- og taupoka enn oft­ar. Í skýrsl­unni kemur fram að hefð­bundnir plast­pokar hafi marga kosti fram yfir aðrar teg­undir poka sem skoð­aðir vor­u. 



Í umsögn Land­verndar kemur aftur á móti fram að rétt sé að hafa í huga að erlendar lífs­fer­ils­grein­ingar sem gerðar hafa verið á burð­ar­pokum úr plasti og fjöl­nota pokum séu ekki hafnar yfir gagn­rýni og nauð­syn­legt sé að skoða hlut­ina í sem víð­ustu sam­hengi. Þar kemur jafn­framt fram að í nýlegri danskri lífs­fer­ils­grein­ingu kom­i plast­pokar best út, en þar hafi verið gert ráð fyrir því að þeir lendi í end­ur­vinnslu­far­vegi. Urð­un sé til dæmis ekki ásætt­an­legur far­vegur í neinu sam­hengi en þar lendir stór hluti íslenskra burð­ar­plast­poka, sem rusla­pok­ar. 

Ef bann við afhend­ingu burð­ar­poka úr plasti gengur eftir þá felur það í sér að sölu­að­ili skal við sölu á vörum ekki bjóða við­skipta­vinum sínum upp á burð­ar­poka úr plasti undir vör­urn­ar, t.d. til að koma vörum heim. Í grein­ar­gerð­inni er bent á að margar versl­anir hafi þegar skipt burð­ar­pokum úr plasti fyrir fjöl­nota burð­ar­poka eða burð­ar­poka úr öðrum efnd­um, mark­mið frum­varps­ins sé að flýta enn frekar fyrir þess­ari þró­un. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent