Plastátak á Íslandi

Ný aðgerðaráætlun gegn plastnoktun á Íslandi var færð umhverfis- og auðlindaráðherra í dag. Í áætluninni má finna 18 aðgerðir um hvernig megi draga úr notkun plasts, bæta endurvinnslu og takast á við plastmengun í hafi.

plast
Auglýsing

Á næstu árum munu íslensk stjórn­völd leggj­ast í stór­tækar aðgerðir gegn plast­notkun á Íslandi ef ný til­laga að aðgerð­ar­á­ætlun í plast­mál­efn­um, sem starfs­hópur skil­aði umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra í dag, gengur eft­ir. Í aðgerð­ar­á­ætl­un­inn­i má finna átján aðgerðir um hvernig megi draga úr notkun plasts, bæta end­ur­vinnslu og takast á við plast­mengun í hafi. Meðal ann­ars er lagt til að stjórn­völd ráð­ist í mark­vissa vit­und­ar­vakn­ingu almenn­ings um ofnotkun á plast­vörum, ásamt því er lagt til að plast burð­ar­pokar verði bann­aðar í versl­unum árið 2021 og að flokkun úrgangs verði sam­ræmd á lands­vísu.

„Til­lög­urnar sem ég fékk í dag eru blanda af hag­rænum hvöt­um, banni, fræðslu og nýsköp­un. Plast­fjöllin okkar hækka stöðugt og ef fram heldur sem horfir verður árið 2050 meira plast í haf­inu en fisk­ar. Við verðum að breyta þessu og þora að taka stór skref. Hér í dag hafa einmitt mik­il­væg fyrstu skref verið stig­in.“ segir Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra.

Plast­mengun á Íslandi

Hefð­bundið plast brotnar ekki niður með líf­rænum hætti, heldur molnar niður í smærri ein­ingar á hund­ruðum eða þús­undum ára. Allir burð­ar­plast­pokar sem jarð­ar­búi hefur notað á ævinni eru því enn þá til á ein­hverju formi. Örplast af þessu tagi í haf­inu er orðið að eitt af stærstu vanda­málum heims­ins. 

Mynd: HvatinnNotkun plast­­um­­búða á Íslandi jókst á árunum 2014 til 2016 úr 13.660 tonnum í 15.029 tonn, eða um 10 pró­­sent. Plast­­um­­búðir sem skil­uðu sér til end­­ur­vinnslu voru 4.478 tonn árið 2014 og 6.411 tonn tveimur árum síð­­­ar. Plast­um­­búðir sem skil­uðu sér til brennslu með orku­nýt­ingu voru 423 tonn árið 2014 og 666 tonn árið 2016. Plast­­úr­­gang­­ur, þ.e. annar en plast­­um­­búð­ir, sem skil­aði sér til end­­ur­vinnslu voru 193 tonn árið 2014 og 666 tonn tveimur árum síð­­­ar. Þetta kom fram í svari Guð­­mundar Inga Guð­brands­­sonar umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra við fyr­ir­­spurn frá Olgu Mar­gréti Cilia um mengun af völdum plast­­­not­k­unar í febr­úar síð­ast­liðn­um.

Í sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar er kveðið á um átak gegn plasti og að hreinsa plast úr umhverf­inu og skipan starfs­hóps aðgerð­ar­á­ætl­un­innar var liður í að fylgja því eft­ir. Þá hefur mhverf­is­ráð­herra lagt ítrekað lagt áherslu á að plast­mál séu eitt af hans forgangsmálum. 

Auglýsing

Aðgerð­ar­á­ætlun gegn plast­notkun

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, skip­aði starfs­hóp með 13 sætum í júlí síð­ast­liðnum með það að mark­miði að búa til til­lögu að aðgerða­á­ætlun í plast­mál­efn­um. Í starfs­hópnum voru full­rúar frá atvinnu­líf­inu, sveit­ar­fé­laga, umhverf­is­vernd­ar­sam­taka, félaga­sam­taka, opin­berra stofn­ana, Alþing­is, ráðu­neyta og fleiri

Meðal þeirra var Bjarkey Ol­sen G­unn­ars­dótt­ir, þing­maður Vinstri Grænna, fyrir hönd stjórn­ar­flokk­ana og Guð­mundur Andri Thors­son, þing­mað­ur­ ­Sam­fylkar­inn­ar, fyrir hönd stjórn­ar­and­stöðu flokk­ana. Hópnum var falið af ráð­herra að taka til skoð­unar hvaða rann­sóknir og vöktun varð­andi plast þurfi að ráð­ast í, koma með til­lögur um þær stjórn­valds­að­gerðir sem æski­legt væri að koma í fram­kvæmd og koma með til­lögur um hvernig best verði stuðlað að nýsköpun í vörum sem koma í stað plast­notk­un­ar.

Til­lagan að aðgerð­ar­á­ætl­un­inni snýr að aðgerðum um hvernig draga megi úr notkun plasts, bæta end­ur­vinnslu þess og takast á plast­mengun í hafi. Í að­gerð­ar­á­ætl­unn­i eru 18 aðgerðir en aðgerð­unum er skipt í þrennt, fyrsti flokk­ur­inn er „Dregið úr notkun plasts“ sem inni­heldur átta aðgerð­ir, „Bætt end­ur­vinnsla“ þar sem fjórar aðgerðir eru til­greindar og síðan „Plast í hafi“ með sex aðgerð­um. Starfs­hóp­ur­inn leggur áherslu á að um til­lögur sé að ræða en nán­ari útfærsla þeirra krefj­ist vand­aðs und­ir­bún­ings og gott sam­ráðs­ferli sé hluti þess. Ekki er búið að kostn­að­ar­meta meiri­hluta aðgerð­anna en mis­mun­andi er hver ber kostn­að­inn af aðgerð­unum Til­lög­urnar fara nú í opið sam­ráð og geta öll þau sem vilja gert athuga­semdir við þær.

Burð­ar­pokar bann­aðar 2021

­Meðal aðgerð­anna er að þriggja þrepa áætlun um ­burð­ar­poka úr plasti sem endar með því að 1. jan­úar 2021 verði óheim­ilt að selja eða afhenda plast­poka í versl­un­um. Mikil vit­und­ar­vakn­ing hefur verið um óþarfi og skað­semi plast­poka und­an­farin ár, skorað hefur verið á stjórn­völd að banna plast­poka í gegnum und­ir­skrifta­safn­anir og fleira. Nýlega kann­að­i MMR við­horf Íslend­inga gagn­vart banni á plast­pokum en mik­ill ­meiri­hlut­i var hlynntur banns á plast­pok­um. 

Önnur aðgerð leggur til að haf­ist verði handa við að inn­leiða til­skipun ESB um að draga úr umhverf­is­á­hrifum plasts sem fyrst eftir að slík til­skipun hefur verið sam­þykkt í Evr­ópu en áætlað er að það verði á næsta ári. Lagt er til að banni við plast­diskum, plast­hnífa­pörum, plast­rörum og öðru einnota plasti, sem kveðið er á um í drögum að til­skip­un­inni, verði flýtt og það inn­leitt hér á landi frá og með 1. jan­úar 2020.

Skylda sveit­ar­fé­lög og rekstr­ar­að­ila að flokka úrgang

Mynd: UmhverfisstofnunÍ skýrsl­unni er ábyrgð stjórn­valda við­ur­kennd með ýmsum aðgerðum sem snýr að stjórn­völd­um. Ein að­gerðin snýr að því að stjórn­völd myndu sjálf ganga fram góðu for­dæmi og stuðli að auk­inni sjálfi sjálf­bærni í rekstri og bættri umhverf­is­vit­und. Í dag taka 62 stofn­anir þátt í verk­efn­inu Grænum skrefum í rík­is­rekstri en í áætl­un­inni er lagt til að allar stofn­anir verði skyldugar til að taka þátt. Í Grænum skrefum er mikil áhersla lögð á að draga úr sóun og auka flokkun úrgangs. Meðal aðgerða sem stofn­anir þurfa að inn­leiða er að kaupa ekki inn einnota umbúðir s.s. drykkj­arglös og borð­bún­að, að stofn­anir verði plast­poka­lausar og að ekki séu einnota umbúðir á við­burðum og fund­um. Kostn­að­ur­inn við þessa aðgerð er talin 12,5 millj­ónirÖnnur aðgerð­ar­til­laga snýr að því að lagt er til að um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra leggi fram laga­frum­varp ekki seinna en sept­em­ber 2019 til þess að skylda sveit­ar­fé­lög og rekstr­ar­að­ila til að flokka úrgang, a.m.k. líf­rænan úrgang, papp­ír, plast, málma og gler og koma til end­ur­nýt­ing­ar. Ósam­ræmi í flokkun úrgangs milli sveit­ar­fé­laga gerir almenn­ingi erf­ið­ara fyrir við að flokka rusl. Ekki liggur þó fyrir hvaða fjár­hags­leg áhrif þessi aðgerð mun hafa á sveit­ar­fé­lög.

Aug­lýs­inga­her­ferð gegn ofnotkun plasts

Sam­kvæmt aðgerða­á­ætl­un­inni þá eru breyt­ingar á neyslu og hegð­un al­menn­ings lyk­il­at­rið­i við að ná árangri í ofnotkun á einnota plast­­i. Ein aðgerðin er því víð­tæk aug­lýs­inga­her­ferð um of­notk­un al­menn­ings á plast­vör­u­m. ­Sam­kvæmt ­á­ætl­un­inni er mark­miðið að auka vit­und fólks um ofnotkun á einnota plast­vörum með menntun og fræðslu. Hvetja fólk til að minnka notkun á plasti, flokka og fleira. Her­ferðin væri birt í fjöl­miðlum og sam­fé­lags­miðlum bæði á ensku og ­ís­lensku. Sam­hliða þessu er gert ráð fyrir að útbúið verði kennslu­efni fyrir öll skóla­stig um plast og áhrif þess. Kostn­aður við slíka her­ferð er tólf millj­ónir króna árlega.

Meðal aðgerð­anna var einnig inn­leið­ing til­lög­u ­Evr­ópu­sam­bands­ins um bann við plast­hnífa­pörum, plast­diskum, plast­rörum og öðru einnota plasti. Í aðgerð­ar­á­ætl­unin er lagt til að ­bann við eyrnapinn­um, hnífa­pörum, diskum, rörum, hrærum og blöðru­prik­um úr plast verði flýtt og inn­leitt hér á landi frá og með 1. jan­úar 2020. Önnur aðgerð snýr að því að  lagt er til að settur verði á fót sér­stakur rann­sókna- og þró­un­ar­sjóður til að styðja við ­styðja við nýjar lausnir sem komið geta í stað plasts og að efla hag­nýtar rann­sóknir um end­ur­vinnslu á plasti.

Banna örplast 2020

Af öðrum til­lögum hóps­ins var til dæmis lagt til að úrvinnslu­gjalds verði lagt á allt plast en ekki ein­ungis umbúða­plast, önnur til­laga sneri að hreinsun frá­rennslis verði bætt til að minnka losun örplasts í hafið enda sé skólp hvergi hreinsað á Íslandi með til­liti til örplasts. 

Einnig er meðal aðgerða að banna hrein­læt­is­vörur sem inni­halda örplast frá árinu 2020 með sama hætti og gert var í Bret­landi fyrr á þessu ári. Örplast (e. micro beads) er óupp­leys­an­legt, innan við 5 mma ð stærð og brotnar ekki niður í umhverf­inu eða líf­ver­um. Það er að finna í ýmsum vörum eins og sápu, sturtu­sápu, and­lits- og lík­ams­skrúbbum og tann­kremi, og endar því iðu­lega í nið­ur­föll­um, vöskum og sturtu­botnum þaðan sem þær eiga greiða leið út í haf.

Fjöldi ann­ara aðgerða var í áætl­un­inni þar á meðal aðgerð til að hreinsa strendur lands­ins, önnur um að rekstr­ar­að­ilar verði með mið­lægri upp­lýs­inga­gjöf sem gerir þeim auð­veld­ara fyrir við að velja grænni lausnir fyrir rekstur sinn, til dæmis umhverf­is­vænni umbúðir undir til­búna mat­vöru. Aðrar aðgerðir sneru m.a. að styrkjum og við­ur­kenn­ingum fyrir frum­legar plast­lausn­ir. 

Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent