Milljarðafjárfestingar Íslandspósts

Íslandspóstur samþykkti 700 milljóna króna fjárfestingu á meðan daglegur rekstur fyrirtækisins var fjármagnaður með yfirdráttarlánum. Margt virðist benda til þess að lausafjárvanda Íslandspósts megi ekki aðeins að rekja til póstsendinga.

Pósturinn
Auglýsing

Íslands­póst­ur ohf. ákvað að leggj­ast í stækkun á flutn­inga­mið­stöð ­fyr­ir­tæk­is­ins árið 2017 fyrir tæpar 700 millj­ónir á meðan dag­legur rekstur var fjár­magn­aður með yfir­drátt­ar­lán­um. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag en blaðið fékk aðgang að fund­ar­gerð­u­m Ís­lands­pósts frá árinu 2013. Í heild­ina hefur Íslands­póstur varið rúm­lega 5,8 millj­örð­u­m króna í fjár­­­fest­ingar í fast­­eign­um, lóð­um, áhöld­um, tækjum og bif­­reið­um frá árinu 2006. Á móti hafa eignir fyrir rúmar 600 millj­­ónir króna verið seld­­ar.

Stórar fjár­fest­ingar sam­þykktar þrátt fyrir slæma rekst­araf­komu

Upp­haf­lega áætl­anir Íslands­pósts um stækk­un ­flutn­inga­mið­stöðv­ar­fyr­ir­tæk­is­ins að Stór­höfða gerðu ráð fyrir því að fram­kvæmd­irnar yrðu allt að þrefalt dýr­ari en raun varð. Í fund­ar­gerð­u­m ­fyr­ir­tæk­is­ins kemur fram að það hafi legið lengi fyrir að núver­andi flutn­inga­mið­stöð væri of smá í sniðum en gríð­ar­leg aukn­ing hefur orðið í erlendum send­ingum hingað til lands á síð­ustu árum. 

Á fundi stjórnar í apríl 2015 voru hug­myndir um stækkun mið­stöðv­ar­innar fyrst viðr­að­ar. Þá var mið­stöðin 5.600 fer­metrar en áætl­anir gerðu ráð fyrir að hún þyrfti að stækka um 3.300 fer­metra hið minnsta fyrir árið 2025. 

Auglýsing

Rúmu ári síðar á  fundi stjórnar í júní 2016 voru til­lögu­drög að við­bygg­ingu kynnt­ar. Ræddi stjórn þá hvort rétt­læt­an­legt væri að Íslands­póstur færi í svo viða­miklar fram­kvæmdir í ljósi rekstr­ar­af­komu árs­ins 2015 en þá tap­aði fyr­ir­tækið 118 millj­ón­um. Tveimur mán­uðum síðar voru kynntar tvær til­lögur að stækk­un. Önnur þeirra gerði ráð fyrir fram­kvæmdum upp á 1,8 millj­arð en hin mið­aði við 2,2 millj­arða.

Á fundi stjórnar í nóv­em­ber 2017 var ákveðið að byggja við flutn­inga­mið­stöð­ina en áætl­aður kostn­aður við fram­kvæmd­ina var 698 millj­ónir króna. Á sama tíma stóðu yfir fram­kvæmdir við bygg­ingu nýs póst­húss á Sel­fossi en áætlað var að sú fram­kvæmd kost­aði 608 millj­ónir króna.

 Í des­em­ber 2017 sam­þykkti stjórnin heim­ild til allt að 1,25 millj­arða. Í apríl 2018 var síðan sam­þykkt heim­ild fyrir 1,75 millj­arða láni. Var það hugsað til að end­ur­fjár­magna lánin frá í des­em­ber árið áður og til að fjár­magna 500 millj­óna yfir­drátt­ar­lán. Á þeim tíma sem fram­kvæmdin var sam­þykkt stóð hand­bært fé í 215 millj­ónum króna eftir slæmt rekstr­ar­ár, segir í umfjöllun Frétta­blaðs­ins. 

Stjórn­sýslu­út­tekt á Íslands­pósti hefur verið sam­þykkt

­Mikið hefur verið fjallað um Íslands­póst á síð­ustu mán­uðum eftir að Alþingi sam­þykkti að veita Íslands­póst 1,5 millj­arða ­neyð­ar­láns­heim­ild til að forða fyr­ir­tæk­inu frá þroti. Af þeirri upp­hæð hefur félagið nú þegar fengið 500 millj­ón­ir. Ekki liggur fyrir hvernig og hvort fyr­ir­tækið geti end­ur­greitt það lán. Fjár­­laga­­nefnd Alþingis sam­­þykkti á fundi sínum í jan­úar að senda beiðni um stjórn­­­sýslu­út­­­tekt á mál­efnum Íslands­­­pósts til rík­­is­end­­ur­­skoð­anda en stjórn­­­­­sýslu­út­­­­­tekt felur í sér mat á frammi­­­stöðu stofn­ana og fyr­ir­tækja í eig­u ­­­rík­­­is­ins. Við ­­­mat á frammi­­­stöðu er meðal ann­­­ars litið til með­­­­­ferðar og nýt­ingar á rík­is­fé og hvort hag­­­kvæmni sé gætt í rekstri. 

For­svars­menn Íslands­póst­s hafa sagt að lausa­fjár­vanda ­fyr­ir­tæk­is­ins stafi meðal ann­ar­s af sam­dætti í bréfum innan einka­rétt­ar, afgreiðslutregðu stjórn­valda í gjald­skrár hækk­unum og fjölgun erlendra send­inga. Aftur á móti hafa fjöl­miðar fjallað um hvernig fjár­fest­ingar Íslands­póst í dótt­ur­fé­lög­um, offjár­fest­ingar í bygg­ingum og van­á­ætl­aðar gjald­skrár sam­keppn­is­rekstur gætu einnig átt í hlut. 

Í heild­ina hefur Íslands­póstur varið rúm­lega 5,8 millj­örð­u­m króna í fjár­­­fest­ingar í fast­­eign­um, lóð­um, áhöld­um, tækjum og bif­­reið­um frá árinu 2006. Á móti hafa eignir fyrir rúmar 600 millj­­ónir króna verið seld­­ar. Nettófjár­­­fest­ing á tíma­bil­inu er því rúmir fimm millj­­arðar króna. Þetta má lesa úr árs­­skýrslum Íslands­­­pósts frá árinu 2006.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent