Sigmundur Davíð sammála Bjarna um endurskoðun stjórnarskrárinnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tekur undir með Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Forsætisráðherra telur hins vegar að endurskoða eigi stjórnarskránna í heild sinni.

Bjarni og Sigmundur
Auglýsing

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tekur undir með Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Þetta kemur fram í fundargerð af fundi formanna stjórnmálaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar, þann 16. janúar síðastliðinn. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók það aftur á móti fram á sama fundi að hún teldi það mikilvægt að formannanefnd ljúki því verkefni að endurskoða stjórnarskránna í heild sinni. Formenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Framsóknarflokksins voru sammála þeirri bókun forsætisráðherra.

Nefndin skipuð vegna þess að ríkistjórnin vildi heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar

Í febr­­úar í fyrra skip­aði Katrín Jak­obs­dóttir, for­­sæt­is­ráð­herra, nefnd um stjórn­­­ar­­skrár­­mál í ljósi þess að ríkisstjórn hennar hafði sett í stjórnarsáttmála sinn að ríkisstjórnin vildi halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Nefndin er skipuð öllum for­­mönnum þing­­flokk­anna en yfirlýst markmið nefndarinnar er endurskoða núgild­andi stjórn­ar­skrá í heild sinni, á þessu og næsta kjör­tíma­bil­i. 

Kjarninn greindi frá því í desember í fyrra að á sjö­unda fundi formannanefnd­­ar­inn­ar, þann 8. októ­ber síð­ast­lið­inn, til­kynnti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkinn, nefnd­inni að hann vildi láta færa til bókar að hann telji þess ekki þörf að end­­ur­­skoða stjórn­­­ar­­skránna í heild sinni heldur sé ráð að vinna á­fram með helstu ákvæði, auð­lind­ir, umhverfi, þjóð­ar­at­kvæði og fram­sals­á­kvæði. Í bókuninni segir að hann beri samt virðingu fyrir að menn sjái þetta með mismunandi hætti en hann telji að hópurinn sé kominn á kaf í umræðu um atriði sem séu fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða.

Auglýsing

Spurning hvort að forsendur vinnu nefndarinnar væru brostnar

Á fundi formannanefndarinnar, þann 16. janúar síðastliðinn, vildi Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar að fært yrði til bókunar að spurningarnar hafi vaknað hvort að forsendur áframhaldi vinnu nefndarinanr væru brostnar í kjölfar þess að Bjarni teldi að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar væri óþörf. Logi tók það fram að í minnisblaði Katrínar Jakobsdóttur um fyrirhugaða endurskoðun stjórnarskrárinnar komi skýrt fram að markmið formannanefndarinnar væri heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. 

Í fundargerðinni segir að þá hafi nokkar umræður farið fram á fundinum um verklag og þær bókanir sem lagðar hafa verið fram á fundum formanna. Forsætisráðherra tók þá fram að hægt væri að vinna að endurskoðun með ýmsum hætti. Hún sagði jafnframt að hver og einn gæti til dæmis lagt fram sitt frumvarp og að hún telji að að útkoman verði betri ef menn leggi sig fram um að ræða saman. Að svo búnu lét Katrín færa til bókar að hún telji það mikilvægt að nefndin haldi áfram því verkefni sem hún lagði upp með frá byrjun, að endurskoða stjórnarskránna í heild sinni. 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.„Ég vil ítreka að fundir formanna hafa gengið vel og samkvæmt þeirri áætlun sem lögð var fram við upphaf vinnunnar. Ljóst er að fulltrúar flokkanna munu þurfa að taka reglulega afstöðu til vinnulagsins í þessu ferli. Enn fremur liggur fyrir að fulltrúar flokkanna hafa ólíka afstöðu til inntaks stjórnarskrárbreytinga. Ég tel mikilvægt að halda áfram því verkefni sem við höfum hafið sem er að ljúka heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á tveimur kjörtímabilum og vonandi ná mikilvægum áföngum í breytingum á stjórnarskrá.“ sagði Katrín á fundinum.

Undir bókun forsætisráðherra tóku Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kvaðst hins vegar vilja taka undir bókun formanns Sjálfstæðisflokksins frá fundi nefndarinnar þann 8. október 2018.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent