Ágúst Ólafur óskar eftir veikindaleyfi – Mun ekki snúa aftur á þing í bráð

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er í áfengismeðferð og sú meðferð stendur enn yfir. Hann hefur óskað eftir veikindaleyfi til að ná bata og segir tímann verða að leiða í ljós hvenær hann snýr aftur til þingstarfa.

Ágúst Ólafur Ágústsson
Auglýsing

Ágúst Ólafur Ágústs­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, mun ekki snúa aftur til starfa í bráð. Hann greindi frá því í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag að hann sé í áfeng­is­með­ferð hjá SÁÁ og að sú með­ferð standi enn yfir. Ágúst Ólafur hefur því óskað eftir ótíma­bundnu veik­inda­leyfi frá störfum sínum á Alþingi á meðan að hann vinnur að því að ná bata.

Ágúst Ólafur segir að sú ákvörðun að fara í áfeng­is­með­ferð hafi reynst honum gæfu­spor. „Ég hef þurft við­ur­kenna van­mátt minn og vera til­bú­inn að þiggja aðstoð. Ég hef kom­ist að því að vandi minn er meiri en ég hafði áttað mig á. Ég hef einnig upp­lifað á eigin skinni hvað sú þjón­usta, fræðsla og ráð­gjöf, sem SÁÁ veit­ir, er mik­il­væg.“

Ágúst Ólafur hefur verið í leyfi frá þing­­störfum frá 7. des­em­ber eftir að hafa verið áminntur af trún­­að­­ar­­nefnd flokks­ins vegna kyn­­ferð­is­­legrar áreitni gegn blaða­­manni. Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu sem Ágúst Ólafur sendi frá sér 7. des­em­ber ætl­­aði hann að taka sér tveggja mán­aða leyfi. Sam­kvæmt þeirri fyr­ir­ætlan hefði hann átt að snúa aftur til starfa í dag, föstu­dag­inn 8. febr­ú­ar. Í yfir­lýs­ing­unni segir hann að hann skammist sín og iðrist mjög fyrir þá hegðun og þann dóm­greind­ar­brest sem hann hafi sýnt af sér. „Ég vil biðj­ast aftur inni­lega afsök­unar á hátt­semi minn­i.“

Yfir­lýs­ing hans í heild sinni er svohljóð­andi:

„Fyrir tveimur mán­uðum tók ég mér launa­laust leyfi frá þing­störfum eftir að hafa sýnt af mér ófor­svar­an­lega hegðun og fengið áminn­ingu frá trún­að­ar­nefnd flokks­ins. Fyrir þá hegðun og þann dóm­greind­ar­brest skamm­ast ég mín og iðr­ast mjög. Ég vil biðj­ast aftur inni­lega afsök­unar á hátt­semi minni.

Auglýsing
Ég hef notað þennan tíma til að end­ur­skoða líf mitt og hef ég nú lokið fyrsta mán­uði af áfeng­is­með­ferð hjá SÁÁ og sú með­ferð stendur enn yfir. Hjálpin sem ég hef fengið innan SÁÁ hefur komið mér í skiln­ing um þá afneitun sem ég hef verið í gagn­vart sjúk­dómi mín­um. Áfengi var farið að hafa mjög nei­kvæð áhrif á líf mitt og það er sömu­leiðis sárt að vita til þess að ég hef valdið öðrum van­líð­an. Áfeng­is­vandi minn er vita­skuld engin afsökun fyrir hegðun minni og ég ber fulla ábyrgð á mínum gjörð­um.

Sú ákvörðun að fara í áfeng­is­með­ferð hefur reynst mér gæfu­spor. Ég hef þurft við­ur­kenna van­mátt minn og vera til­bú­inn að þiggja aðstoð. Ég hef kom­ist að því að vandi minn er meiri en ég hafði áttað mig á. Ég hef einnig upp­lifað á eigin skinni hvað sú þjón­usta, fræðsla og ráð­gjöf, sem SÁÁ veit­ir, er mik­il­væg.

Það er fátt sem mig langar meira en að vinna í þágu rétt­lát­ara sam­fé­lags en ég þarf að setja heilsu mína og með­ferð í for­gang. Ég mun því óska eftir því að fara í veik­inda­leyfi frá störfum mínum á Alþingi á meðan ég vinn að því að ná bata. Tím­inn mun leiða í ljós hvenær ég muni taka aftur sæti á þingi. Ég vona að fólk sýni þeirri ákvörðun skiln­ing.“

Fyrir tveimur mán­uðum tók ég mér launa­laust leyfi frá þing­störfum eftir að hafa sýnt af mér ófor­svar­an­lega hegðun og...

Posted by Ágúst Ólafur Ágústs­son on Fri­day, Febru­ary 8, 2019
Skiptastjóri segir forsvarsmenn Primera hafa mögulega valdið félaginu tjóni
Í skýrslu skiptastjóra þrotabúsins kemur fram að forsvarsmenn flugfélagsins Primera air kunni að hafa bakað félaginu tjóni í tveimur tilvika. Skiptastjóri hyggst höfða riftunarmál og reyna að endurheimta um 520 milljónir króna.
Kjarninn 20. febrúar 2019
FEB: Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag stuðlar að fátækt meðal eldri borgara
Félag eldri borgara fagnar kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til lækkunar á skerðingu almannatrygginga úr 45 prósent í 30 prósent vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það hafa legið fyrir að ríkisstjórnin myndi ekki setja á hátekjuskatt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar hafi verið kynntar og að það hafi jafnframt legið fyrir, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð, að hún væri ekki að „fara í hátekjuskatt“.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist
Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?
Kjarninn 20. febrúar 2019
Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka
Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum
Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Útspil stjórnvalda - Vilja minnka skattbyrði á lágtekjufólk
Verkalýðshreyfingin er ósátt við útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent