Krefjast þess að laun bankastjóra Landsbankans verði lækkuð tafarlaust

Félag vélstjóra og málmtæknimanna segir að launahækkun bankastjóra Landsbankans lýsi gífurlegum dómgreindarbresti sem launafólk muni ekki sætta sig við.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Auglýsing

VM Félag vél­stjóra og málm­tækni­manna, sem er á meðal stærstu fag- og stétt­ar­fé­laga lands­ins með um 3.800 félags­menn, hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem þess er kraf­ist að laun banka­stjóra Lands­bank­ans, Lilju Bjarkar Ein­ars­dótt­ur, verði lækkuð taf­ar­laust eða að ein­hver verði látin taka ábyrgð á launa­hækk­un­inni.

Í yfir­lýs­ing­unni segir enn fremur að með þessu inn­leggi bank­ans, að hækka laun banka­stjór­ans í 3,8 millj­ónir króna á mán­uði, sé verið að setja kjara­við­ræður launa­fólks í upp­nám. Um gíf­ur­legan dóm­greind­ar­brest sé að ræða sem launa­fólk á Íslandi muni ekki sætta sig við. „VM krefst aðgerða strax. Laun banka­stjóra Lands­bank­ans verði lækkuð taf­ar­laust eða að ein­hver verði látin taka ábyrgð. VM minnir á það að fólk í stjórn Lands­bank­ans situr í umboði stjórn­valda á Íslandi. Það er ekki boð­legt að sífellt skuli vera slegið á putta almenns launa­fólks á Íslandi á meðan þeir hæst laun­uðu skammta sér launa­hækk­anir upp á hund­ruð þús­unda eða millj­óna í hverjum mán­uði. Það dap­ur­lega við þennan dóm­greind­ar­brest er að þetta er ekki ein­angrað til­vik. Það er að verða regla frekar en und­an­tekn­ing að efsta lag atvinnu­lífs­ins er á tug­földum launum þeirra lægst laun­uð­ustu. Við það getur venjulegt launa­fólk ekki sætt sig við,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Banka­ráð Lands­­­bank­ans hækk­­­aði mán­að­­­ar­­­laun banka­­­stjór­ans í 3,8 millj­­­ónir króna í apríl í fyrra. Með því hafa laun hans hækkað um 140 pró­­­sent á fjórum árum, sem er fjórum sinnum meiri hækkun en hjá almennri launa­­­vísi­­­tölu.

Auglýsing

Íslenska ríkið á 98,2 pró­­sent hlut í bank­an­um, bank­inn sjálfur 1,5 pró­­sent og 900 aðrir hlut­haf­­ar, aðal­­­lega starfs­­menn Lands­­bank­ans, eiga 0,3 pró­­sent hlut. Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra hefur gagn­rýnt launa­hækk­­un­ina harð­lega, og sagt hana fara gegn til­­­mælum sem fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra sendi frá sér árið 2017, til allra rík­is­stofn­ana og rík­­is­­fyr­ir­tækja.

Banka­ráð Lands­bank­ans hefur hins vegar varið hana og sagði í yfir­lýs­ingu sem það sendi frá sér í gær að breyt­ing­arnar „sem banka­ráð hefur nú gert á kjörum banka­­stjóra Lands­­bank­ans eru í sam­ræmi við starfs­kjara­­stefnu bank­ans sem hlut­hafar hafa sam­­þykkt og hefur verið óbreytt í mörg ár.“

Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent