Krefjast þess að laun bankastjóra Landsbankans verði lækkuð tafarlaust

Félag vélstjóra og málmtæknimanna segir að launahækkun bankastjóra Landsbankans lýsi gífurlegum dómgreindarbresti sem launafólk muni ekki sætta sig við.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Auglýsing

VM Félag vél­stjóra og málm­tækni­manna, sem er á meðal stærstu fag- og stétt­ar­fé­laga lands­ins með um 3.800 félags­menn, hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem þess er kraf­ist að laun banka­stjóra Lands­bank­ans, Lilju Bjarkar Ein­ars­dótt­ur, verði lækkuð taf­ar­laust eða að ein­hver verði látin taka ábyrgð á launa­hækk­un­inni.

Í yfir­lýs­ing­unni segir enn fremur að með þessu inn­leggi bank­ans, að hækka laun banka­stjór­ans í 3,8 millj­ónir króna á mán­uði, sé verið að setja kjara­við­ræður launa­fólks í upp­nám. Um gíf­ur­legan dóm­greind­ar­brest sé að ræða sem launa­fólk á Íslandi muni ekki sætta sig við. „VM krefst aðgerða strax. Laun banka­stjóra Lands­bank­ans verði lækkuð taf­ar­laust eða að ein­hver verði látin taka ábyrgð. VM minnir á það að fólk í stjórn Lands­bank­ans situr í umboði stjórn­valda á Íslandi. Það er ekki boð­legt að sífellt skuli vera slegið á putta almenns launa­fólks á Íslandi á meðan þeir hæst laun­uðu skammta sér launa­hækk­anir upp á hund­ruð þús­unda eða millj­óna í hverjum mán­uði. Það dap­ur­lega við þennan dóm­greind­ar­brest er að þetta er ekki ein­angrað til­vik. Það er að verða regla frekar en und­an­tekn­ing að efsta lag atvinnu­lífs­ins er á tug­földum launum þeirra lægst laun­uð­ustu. Við það getur venjulegt launa­fólk ekki sætt sig við,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Banka­ráð Lands­­­bank­ans hækk­­­aði mán­að­­­ar­­­laun banka­­­stjór­ans í 3,8 millj­­­ónir króna í apríl í fyrra. Með því hafa laun hans hækkað um 140 pró­­­sent á fjórum árum, sem er fjórum sinnum meiri hækkun en hjá almennri launa­­­vísi­­­tölu.

Auglýsing

Íslenska ríkið á 98,2 pró­­sent hlut í bank­an­um, bank­inn sjálfur 1,5 pró­­sent og 900 aðrir hlut­haf­­ar, aðal­­­lega starfs­­menn Lands­­bank­ans, eiga 0,3 pró­­sent hlut. Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra hefur gagn­rýnt launa­hækk­­un­ina harð­lega, og sagt hana fara gegn til­­­mælum sem fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra sendi frá sér árið 2017, til allra rík­is­stofn­ana og rík­­is­­fyr­ir­tækja.

Banka­ráð Lands­bank­ans hefur hins vegar varið hana og sagði í yfir­lýs­ingu sem það sendi frá sér í gær að breyt­ing­arnar „sem banka­ráð hefur nú gert á kjörum banka­­stjóra Lands­­bank­ans eru í sam­ræmi við starfs­kjara­­stefnu bank­ans sem hlut­hafar hafa sam­­þykkt og hefur verið óbreytt í mörg ár.“

Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Sistkynin Sansa, Arya og Bran Stark úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.
Game of Thrones vinsælasti þátturinn til niðurhals
Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður tæplega sjö þúsund sinnum á deildu.net í gær. Íslendingar eru þannig enn að notfæra sér slíkan máta til að sækja sér efni til afþreyingar.
Kjarninn 20. apríl 2019
Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent