Krefjast þess að laun bankastjóra Landsbankans verði lækkuð tafarlaust

Félag vélstjóra og málmtæknimanna segir að launahækkun bankastjóra Landsbankans lýsi gífurlegum dómgreindarbresti sem launafólk muni ekki sætta sig við.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Auglýsing

VM Félag vél­stjóra og málm­tækni­manna, sem er á meðal stærstu fag- og stétt­ar­fé­laga lands­ins með um 3.800 félags­menn, hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem þess er kraf­ist að laun banka­stjóra Lands­bank­ans, Lilju Bjarkar Ein­ars­dótt­ur, verði lækkuð taf­ar­laust eða að ein­hver verði látin taka ábyrgð á launa­hækk­un­inni.

Í yfir­lýs­ing­unni segir enn fremur að með þessu inn­leggi bank­ans, að hækka laun banka­stjór­ans í 3,8 millj­ónir króna á mán­uði, sé verið að setja kjara­við­ræður launa­fólks í upp­nám. Um gíf­ur­legan dóm­greind­ar­brest sé að ræða sem launa­fólk á Íslandi muni ekki sætta sig við. „VM krefst aðgerða strax. Laun banka­stjóra Lands­bank­ans verði lækkuð taf­ar­laust eða að ein­hver verði látin taka ábyrgð. VM minnir á það að fólk í stjórn Lands­bank­ans situr í umboði stjórn­valda á Íslandi. Það er ekki boð­legt að sífellt skuli vera slegið á putta almenns launa­fólks á Íslandi á meðan þeir hæst laun­uðu skammta sér launa­hækk­anir upp á hund­ruð þús­unda eða millj­óna í hverjum mán­uði. Það dap­ur­lega við þennan dóm­greind­ar­brest er að þetta er ekki ein­angrað til­vik. Það er að verða regla frekar en und­an­tekn­ing að efsta lag atvinnu­lífs­ins er á tug­földum launum þeirra lægst laun­uð­ustu. Við það getur venjulegt launa­fólk ekki sætt sig við,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Banka­ráð Lands­­­bank­ans hækk­­­aði mán­að­­­ar­­­laun banka­­­stjór­ans í 3,8 millj­­­ónir króna í apríl í fyrra. Með því hafa laun hans hækkað um 140 pró­­­sent á fjórum árum, sem er fjórum sinnum meiri hækkun en hjá almennri launa­­­vísi­­­tölu.

Auglýsing

Íslenska ríkið á 98,2 pró­­sent hlut í bank­an­um, bank­inn sjálfur 1,5 pró­­sent og 900 aðrir hlut­haf­­ar, aðal­­­lega starfs­­menn Lands­­bank­ans, eiga 0,3 pró­­sent hlut. Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra hefur gagn­rýnt launa­hækk­­un­ina harð­lega, og sagt hana fara gegn til­­­mælum sem fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra sendi frá sér árið 2017, til allra rík­is­stofn­ana og rík­­is­­fyr­ir­tækja.

Banka­ráð Lands­bank­ans hefur hins vegar varið hana og sagði í yfir­lýs­ingu sem það sendi frá sér í gær að breyt­ing­arnar „sem banka­ráð hefur nú gert á kjörum banka­­stjóra Lands­­bank­ans eru í sam­ræmi við starfs­kjara­­stefnu bank­ans sem hlut­hafar hafa sam­­þykkt og hefur verið óbreytt í mörg ár.“

FEB: Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag stuðlar að fátækt meðal eldri borgara
Félag eldri borgara fagnar kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til lækkunar á skerðingu almannatrygginga úr 45 prósent í 30 prósent vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það hafa legið fyrir að ríkisstjórnin myndi ekki setja á hátekjuskatt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar hafi verið kynntar og að það hafi jafnframt legið fyrir, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð, að hún væri ekki að „fara í hátekjuskatt“.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist
Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?
Kjarninn 20. febrúar 2019
Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka
Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum
Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Útspil stjórnvalda - Vilja minnka skattbyrði á lágtekjufólk
Verkalýðshreyfingin er ósátt við útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Ríkisstjórnin kynnti nýtt skattþrep fyrir lægstu tekjurnar
Í tillögum um breytingar á skattkerfinu sem ríkisstjórnin kynnti aðilum vinnumarkaðarins í morgun voru lagðar til jafnar skattalækkanir upp á nokkur þúsund krónur á mánuði á alla einstaklinga með tekjur upp að 900 þúsund krónum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent