Nær fimmtungur allra barna í heiminum búa á stríðshrjáðum svæðum

Í nýrri skýrslu Barnaheilla kemur fram að ef litið sé til síðustu tuttugu ára þá búa nú fleiri börn en nokkru sinni á svæðum þar sem vopnuð átök geisa, eða nærri eitt af hverjum fimm börnum.

lebanon-syrian-refugee-camp_20493671273_o.jpg
Auglýsing

Árið 2017 bjuggu nærri eitt af hverju fimm börnum í heim­inum á svæðum þar sem vopnuð átök og stríð geisuðu, það eru fleiri börn en nokkru sinni á síð­ustu tveimur ára­tug­um. Áætlað er að í það minnsta 550 þús­und ung­börn hafi látið lífið vegna stríð­ástaka á árunum 2013 til 2017 í þeim tíu löndum sem hvað mest átök hafa geis­að. Það er á með­al­tali yfir 100 þús­und börn á ári hverju. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barna­heilla, Save the Children. Skýrslan var kynnt á föstu­dag­inn í tengslum við upp­haf Örygg­is­ráð­stefn­unnar í München.

870 þús­und börn og 175 þús­und her­menn

Í skýrslu Barna­heilla kemur fram að yfir hálf milljón ung­barna hafi dáið vegna átaka á milli áranna 2013 og 2017. Í skýrsl­unni segir að ung­börnin lét­ust vegna óbeinna afleið­inga stríðs­átaka, svo sem hung­urs, laskaðra inn­viða og óstarf­hæfra sjúkra­húsa, skorts á aðgengi að heilsu­gæslu og hrein­læti og vegna þess að þeim var neitað um hjálp­.  Heild­ar­tala lát­inna barna vegna óbeinna afleið­inga stríðs­á­taka fer upp í 870 þús­und þegar öll börn fimm ára og yngri eru talin með. Til sam­an­burðar er áætlað í skýrsl­unni að á ofan­greindu fimm ára tíma­bili hafi nærri 175 þús­und her­menn fallið í átök­un­um.

Skólabörn í Jemen í febrúar 2019. Mynd:EPAEðli stríðs­á­taka hefur breyst á síð­ustu árum sam­kvæmt skýrsl­unni, stríð standa lengur og eru lík­legri til vera í meiri nálægð við óbreytta borg­ara. Árásir á skóla og sjúkra­hús séu að aukast og aðgengi að neyð­ar­að­stoð er beitt í átökum í sífellt meira mæli. Aðferðir eins og notkun efna­vopna og nauðg­anir eru not­aðar sem vopn í stríði og stríðs­glæpir framdir án refs­inga. Í skýrsl­unni segir að ástandið sé að versna hvað snertir börn en á hverjum degi verða börn fyrir árásum vegna þess að vopn­aðar sveitir og herir virða ekki alþjóð­leg lög og samn­inga.

Auglýsing

Hrylli­legt bakslag

Árið 2017 bjuggu 420 millj­ónir barna á stríðs­hrjáðum ­svæð­um, það er 18 pró­sent allra barna í heim­in­um. Það er aukn­ing um 30 millj­ónir frá árinu 2016. Þau lönd þar sem börn liðu hvað mest vegna átaka árið 2017 voru Afganistan, Jem­en, Suð­ur- Súd­an, Mið- Afr­íku­lýð­veld­ið, Lýð­veldið Kongó, Sýr­land, Írak, Malí, Nígería og Sómal­í­a.  ­Á síð­­­ustu tveimur ára­tugum hefur fjöldi barna sem falla eða örkum­l­­ast í átökum eða af óbeinum afleið­ingum þeirra rúm­­lega þre­fald­­ast.

Helle Thorning-Schmidt, framkvæmdastjóri Save the Children International. Mynd: EPA„Það er átak­an­legt að við skul­um, á 21. öld, sjá slíkt bakslag í að fylgja eftir sið­ferð­is­legum við­miðum sem eru svo ein­föld, börn og almenn­ir ­borg­ar­ar skulu aldrei vera skot­mörk, “ seg­ir Helle T­horn­ing-Schmidt, fram­kvæmda­stjóri Sa­ve t­he Children International.

Í kjöl­far nið­ur­staðna skýrsl­unnar hvetja sam­tökin leið­toga í heim­inum að stöðva „stríðið gegn börn­um“. Leið­togar eru hvattir til að þrýsta á að alþjóð­leg lög og samn­ingar séu virtir í stríði, að draga þá sem ger­ast brot­legir til ábyrgðar og gera allt sem í valdi þeirra stendur til að hjálpa börnum sem búa við stríðs­á­tök. „Þegar reglur sem gilda í stríði eru brotnar verður alþjóða­sam­fé­lagið að tala mjög skýru máli um að slíkt líð­ist ekki og draga þá sem ger­ast brot­leg­ir  til ábyrgð­ar. Og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur fyrir þau börn sem þurfa að þola að lífi þeirra sé rústað vegna stríðs­á­taka. Forða þeim frá frek­ari skaða og hjálpa þeim að byggja upp fram­tíð, “ segir Helle Thorn­ing-Schmidt.

Í skýrsl­unni benda sam­tökin rík­is­stjór­unum og öðrum áhrifa­miklum sam­tökum á tutt­ugu leiðir til að tryggja vernd barna þar sem stríð eða átök geisa. Meðal til­lagna er und­ir­ritun yfir­lýs­ingar um örugga skóla, að lág­marks­aldur við herkvaðn­ingu sé 18 ár, að forð­ast notkun sprengi­vopna á þétt­býlum svæðum og þrengja skil­mála fyrir vopna­sölu.

Barna­heill skora á íslensk stjórn­völd að beita sér á alþjóða­vett­vangi 

Í frétta­til­kynn­ingu Barna­heilla - Save the Children á Íslandi segir að alþing­is­mönnum hafi verið send skýrsl­una. Hvatt er til þess að Alþingi og stjórn­völd beiti sér fyrir því á vett­vangi alþjóða­sam­fé­lags­ins að við­ur­kenndum við­miðum sé fylgt í stríðs­á­tök­um, og þeir sem brjóti alþjóða­lög og -samn­inga verði dregnir til ábyrgð­ar. Einnig er hvatt til þess að gripið sé til aðgerða til að vernda börn sem búa við stríðs­á­stand og hjálpa og styðja við þau börn sem þegar hafa mátt þola þján­ingar vegna stríðs­á­taka. Þá skora Barna­heill - Save the Children á Íslandi á stjórn­völd, atvinnu­lífið og almenn­ing að sýna sam­hug í verki og styðja við börn sem búa við þær skelfi­legu aðstæður sem stríðs­á­stand er.

Þá segir að brýn­ustu verk­efnin nú eru að börn sem búa við slíkt ástand eða eru á flótta undan stríðs­á­tökum eigi þess kost að njóta mennt­unar og fá sál­fé­lags­legan stuðn­ing til að takast á við þær hræði­legu raunir sem á þeim dynja.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent