Pálmi orðinn stærsti einkafjárfestir í hluthafahópi Icelandair

Pálmi Haraldsson er kominn í hóp stærstu fjárfesta Icelandair Group. Þrjú félög í eigu Pálma áttu samanlagt um 51,3 milljónir hluta í flugfélaginu, jafnvirði um 423 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair.

Pálmi Haraldsson
Pálmi Haraldsson
Auglýsing

Pálmi Har­alds­son, fjár­fest­ir, er orð­inn stærsti ein­staki einka­fjár­festir­inn í hlut­hafa­hópi Icelanda­ir Group ­með rúm­lega eins pró­sents eign­ar­hlut.  ­Þrjú félög í eigu Pálma, sem var áður aðal­eig­andi flug­fé­lags­ins Iceland Ex­press, áttu sam­an­lagt um 51,3 millj­ónir hluta, jafn­virði um 423 millj­óna króna miðað við núver­andi gengi bréfa Icelanda­ir, í lok síð­ustu viku. Mark­aðsvirði Icelanda­ir  er um 41 millj­arð­ur. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inuí dag. 

Hlutur Pálma met­inn á 423 millj­ónir

Pálmi Har­alds­­­son er fyrr­ver­andi eig­and­i ­Fons og áður aðal­eig­andi flug­fé­lags­ins Icelandair express. Hann var á sínum tíma hlut­hafi í Icelanda­ir og sat í stjórn flug­fé­lags­ins á árunum 2003 og 2004. ­Eign­ar­hlutur Pálma í Icelanda­ir er nú meðal ann­ars í gegnum eign­ar­halds­fé­lögin Sól­völl og Ferða­skrif­stofu Íslands en það fyr­ir­tæki rekur ferða­skrif­stof­urnar Sum­ar­ferð­ir, Úrval Útsýn og Plús­ferð­ir. 

Hluta­bréfa­verð Icelanda­ir hefur lækkað um 14 pró­sent frá ára­mótum og stendur nú í 8,25 krónum á hlut. Mark­aðsvirði félags­ins er um 41 millj­arð­ur­ ­Stærsti hlut­hafi Icelanda­ir er Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna með um 14 pró­senta hlut en sam­an­lagt eiga íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir meira en helm­ings­hlut í félag­inu. Ekki má finna marga inn­lenda einka­fjár­festa í hlut­hafa­hóp Icelandair en á lista yfir tutt­ugu stærstu hlut­hafa félags­ins er þar núna aðeins að finna fjár­fest­inga­fé­lagið Vænt­ingu, sem er í eigu Bláa lóns­ins, með eins pró­sents hlut. Þá eiga félög í eigu Pálma sem fyrr segir sam­tals um 1,03 pró­senta hlut. Eign­ar­halds­fé­lagið Trað­ar­hyrna átti um skeið nærri tveggja pró­senta hlut í Icelanda­ir í gegnum safn­reikn­ing hjá Kviku banka en sam­kvæmt umfjöllun Frétta­blaðs­ins er óljóst er hversu stór hlutur félags­ins er í dag.

Auglýsing

Rekst­ur Icelanda­ir Group ­gekk nokkuð erf­ið­lega á síð­asta ári og nam tap félags­ins 55,6 millj­ónum Banda­ríkja­dala, jafn­virði um 6,7 millj­arða króna. Þá dróst EBIT­DA ­fé­lags­ins veru­lega saman á milli ára og var 76,5 millj­ónir dala borið saman við 170 millj­ónir dala árið 2017.

Þór­unn býður sig fram til stjórnar

Þór­unn Reyn­is­dótt­ir, for­stjóri Úrvals Útsýn­ar, mun bjóða sig fram til stjórnar á aðal­fundi flug­fé­lags­ins sem fer fram 8. mars næst­kom­andi og nýtur hún stuðn­ings Pálma, sam­kvæmt Frétta­blað­inu. Þór­unn starf­aði um ára­bil hjá Icelanda­ir, meðal ann­ars sem stöðv­ar­stjóri í Kaup­manna­höfn og hót­el­stjóri Hót­els Loft­leiða. Ást­hild­ur Mar­grét Othars­dótt­ir, sem hefur verið stjórn­ar­maður frá árinu 2012, hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Neysla stúlkna á framhaldsskólastigi á orkudrykkjum fjórfaldast
Neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættunefnd um matvæli meti áhættu af koffínneyslu ungmenna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent