Pálmi orðinn stærsti einkafjárfestir í hluthafahópi Icelandair

Pálmi Haraldsson er kominn í hóp stærstu fjárfesta Icelandair Group. Þrjú félög í eigu Pálma áttu samanlagt um 51,3 milljónir hluta í flugfélaginu, jafnvirði um 423 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair.

Pálmi Haraldsson
Pálmi Haraldsson
Auglýsing

Pálmi Har­alds­son, fjár­fest­ir, er orð­inn stærsti ein­staki einka­fjár­festir­inn í hlut­hafa­hópi Icelanda­ir Group ­með rúm­lega eins pró­sents eign­ar­hlut.  ­Þrjú félög í eigu Pálma, sem var áður aðal­eig­andi flug­fé­lags­ins Iceland Ex­press, áttu sam­an­lagt um 51,3 millj­ónir hluta, jafn­virði um 423 millj­óna króna miðað við núver­andi gengi bréfa Icelanda­ir, í lok síð­ustu viku. Mark­aðsvirði Icelanda­ir  er um 41 millj­arð­ur. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inuí dag. 

Hlutur Pálma met­inn á 423 millj­ónir

Pálmi Har­alds­­­son er fyrr­ver­andi eig­and­i ­Fons og áður aðal­eig­andi flug­fé­lags­ins Icelandair express. Hann var á sínum tíma hlut­hafi í Icelanda­ir og sat í stjórn flug­fé­lags­ins á árunum 2003 og 2004. ­Eign­ar­hlutur Pálma í Icelanda­ir er nú meðal ann­ars í gegnum eign­ar­halds­fé­lögin Sól­völl og Ferða­skrif­stofu Íslands en það fyr­ir­tæki rekur ferða­skrif­stof­urnar Sum­ar­ferð­ir, Úrval Útsýn og Plús­ferð­ir. 

Hluta­bréfa­verð Icelanda­ir hefur lækkað um 14 pró­sent frá ára­mótum og stendur nú í 8,25 krónum á hlut. Mark­aðsvirði félags­ins er um 41 millj­arð­ur­ ­Stærsti hlut­hafi Icelanda­ir er Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna með um 14 pró­senta hlut en sam­an­lagt eiga íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir meira en helm­ings­hlut í félag­inu. Ekki má finna marga inn­lenda einka­fjár­festa í hlut­hafa­hóp Icelandair en á lista yfir tutt­ugu stærstu hlut­hafa félags­ins er þar núna aðeins að finna fjár­fest­inga­fé­lagið Vænt­ingu, sem er í eigu Bláa lóns­ins, með eins pró­sents hlut. Þá eiga félög í eigu Pálma sem fyrr segir sam­tals um 1,03 pró­senta hlut. Eign­ar­halds­fé­lagið Trað­ar­hyrna átti um skeið nærri tveggja pró­senta hlut í Icelanda­ir í gegnum safn­reikn­ing hjá Kviku banka en sam­kvæmt umfjöllun Frétta­blaðs­ins er óljóst er hversu stór hlutur félags­ins er í dag.

Auglýsing

Rekst­ur Icelanda­ir Group ­gekk nokkuð erf­ið­lega á síð­asta ári og nam tap félags­ins 55,6 millj­ónum Banda­ríkja­dala, jafn­virði um 6,7 millj­arða króna. Þá dróst EBIT­DA ­fé­lags­ins veru­lega saman á milli ára og var 76,5 millj­ónir dala borið saman við 170 millj­ónir dala árið 2017.

Þór­unn býður sig fram til stjórnar

Þór­unn Reyn­is­dótt­ir, for­stjóri Úrvals Útsýn­ar, mun bjóða sig fram til stjórnar á aðal­fundi flug­fé­lags­ins sem fer fram 8. mars næst­kom­andi og nýtur hún stuðn­ings Pálma, sam­kvæmt Frétta­blað­inu. Þór­unn starf­aði um ára­bil hjá Icelanda­ir, meðal ann­ars sem stöðv­ar­stjóri í Kaup­manna­höfn og hót­el­stjóri Hót­els Loft­leiða. Ást­hild­ur Mar­grét Othars­dótt­ir, sem hefur verið stjórn­ar­maður frá árinu 2012, hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi skrifar undir umsögn stofnunarinnar.
Ríkisendurskoðun vill skýrara orðalag um endurgreiðsluskyldu á brúarlánum
Orðalagið „að tryggja eftir föngum endurgreiðslu“, getur mögulega falið í sér að skuldari sem fái brúarlán tryggt af hinu opinbera líti svo á að í lánveitingunni felist ekki fortakslaus krafa um endurgreiðslu ef greiðslufall verður hjá honum.
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent