Pálmi orðinn stærsti einkafjárfestir í hluthafahópi Icelandair

Pálmi Haraldsson er kominn í hóp stærstu fjárfesta Icelandair Group. Þrjú félög í eigu Pálma áttu samanlagt um 51,3 milljónir hluta í flugfélaginu, jafnvirði um 423 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair.

Pálmi Haraldsson
Pálmi Haraldsson
Auglýsing

Pálmi Har­alds­son, fjár­fest­ir, er orð­inn stærsti ein­staki einka­fjár­festir­inn í hlut­hafa­hópi Icelanda­ir Group ­með rúm­lega eins pró­sents eign­ar­hlut.  ­Þrjú félög í eigu Pálma, sem var áður aðal­eig­andi flug­fé­lags­ins Iceland Ex­press, áttu sam­an­lagt um 51,3 millj­ónir hluta, jafn­virði um 423 millj­óna króna miðað við núver­andi gengi bréfa Icelanda­ir, í lok síð­ustu viku. Mark­aðsvirði Icelanda­ir  er um 41 millj­arð­ur. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inuí dag. 

Hlutur Pálma met­inn á 423 millj­ónir

Pálmi Har­alds­­­son er fyrr­ver­andi eig­and­i ­Fons og áður aðal­eig­andi flug­fé­lags­ins Icelandair express. Hann var á sínum tíma hlut­hafi í Icelanda­ir og sat í stjórn flug­fé­lags­ins á árunum 2003 og 2004. ­Eign­ar­hlutur Pálma í Icelanda­ir er nú meðal ann­ars í gegnum eign­ar­halds­fé­lögin Sól­völl og Ferða­skrif­stofu Íslands en það fyr­ir­tæki rekur ferða­skrif­stof­urnar Sum­ar­ferð­ir, Úrval Útsýn og Plús­ferð­ir. 

Hluta­bréfa­verð Icelanda­ir hefur lækkað um 14 pró­sent frá ára­mótum og stendur nú í 8,25 krónum á hlut. Mark­aðsvirði félags­ins er um 41 millj­arð­ur­ ­Stærsti hlut­hafi Icelanda­ir er Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna með um 14 pró­senta hlut en sam­an­lagt eiga íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir meira en helm­ings­hlut í félag­inu. Ekki má finna marga inn­lenda einka­fjár­festa í hlut­hafa­hóp Icelandair en á lista yfir tutt­ugu stærstu hlut­hafa félags­ins er þar núna aðeins að finna fjár­fest­inga­fé­lagið Vænt­ingu, sem er í eigu Bláa lóns­ins, með eins pró­sents hlut. Þá eiga félög í eigu Pálma sem fyrr segir sam­tals um 1,03 pró­senta hlut. Eign­ar­halds­fé­lagið Trað­ar­hyrna átti um skeið nærri tveggja pró­senta hlut í Icelanda­ir í gegnum safn­reikn­ing hjá Kviku banka en sam­kvæmt umfjöllun Frétta­blaðs­ins er óljóst er hversu stór hlutur félags­ins er í dag.

Auglýsing

Rekst­ur Icelanda­ir Group ­gekk nokkuð erf­ið­lega á síð­asta ári og nam tap félags­ins 55,6 millj­ónum Banda­ríkja­dala, jafn­virði um 6,7 millj­arða króna. Þá dróst EBIT­DA ­fé­lags­ins veru­lega saman á milli ára og var 76,5 millj­ónir dala borið saman við 170 millj­ónir dala árið 2017.

Þór­unn býður sig fram til stjórnar

Þór­unn Reyn­is­dótt­ir, for­stjóri Úrvals Útsýn­ar, mun bjóða sig fram til stjórnar á aðal­fundi flug­fé­lags­ins sem fer fram 8. mars næst­kom­andi og nýtur hún stuðn­ings Pálma, sam­kvæmt Frétta­blað­inu. Þór­unn starf­aði um ára­bil hjá Icelanda­ir, meðal ann­ars sem stöðv­ar­stjóri í Kaup­manna­höfn og hót­el­stjóri Hót­els Loft­leiða. Ást­hild­ur Mar­grét Othars­dótt­ir, sem hefur verið stjórn­ar­maður frá árinu 2012, hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnlaugur K. Jónsson er formaður rekstrarstjórnar Heilsustofnunarinnar í Hveragerði.
Sjúkratryggingar Íslands í úttekt á starfsemi Heilsustofnunar í Hveragerði
Heilsustofnunin í Hveragerði fékk 875,5 milljónir króna úr ríkissjóði á síðasta ári. Samkvæmt ársreikningi hennar hækkuðu stjórnarlaun um 43,3 prósent á árinu 2018. Sjúkrastofnun Íslands hefur hafið úttekt á starfseminni.
Kjarninn 24. janúar 2020
Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn
Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.
Kjarninn 24. janúar 2020
Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja
Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.
Kjarninn 23. janúar 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga
Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.
Kjarninn 23. janúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent