Lífskjör barna versnuðu meira en lífskjör eftirlaunaþega og öryrkja í kjölfar hrunsins

Niðurstöður skýrslu um lífskjör barna benda til þess að viðbrögð stjórnvalda við kreppunni hafi ekki náð að hlífa börnum við afleiðingum hrunsins sem skyldi. Börn komu verr út en almenningur og börn í viðkvæmri stöðu enn verr.

mivikudagur-i-reykjavik_19930909929_o.jpg
Auglýsing
Lífs­kjör barna versnuðu hlut­falls­lega meira en lífs­kjör eft­ir­launa­þega og öryrkja í kjöl­far hruns­ins, sam­kvæmt nýrri rann­sókn­ar­skýrslu um lífs­kjör barna á Íslandi frá árinu 2004 til árs­ins 2016. Jafn­framt kemur fram í skýrsl­unni að þrátt fyrir að lífs­kjör barna hafi batnað mikið eftir 2011 þá áttu börn lengra í land árið 2016 með að ná aftur lífs­kjörum árs­ins 2008 en aðrir hóp­ar. 



Nið­ur­stöður skýrsl­unnar benda enn­fremur til þess að við­brögð stjórn­valda við krepp­unni hafi ekki náð að hlífa börnum við afleið­ingum krepp­unnar sem skyldi. Árið 2016 stóð Ísland hinum Norð­ur­lönd­unum að baki hvað varðar útgjöld til barna­bóta, fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lofs og til dag­gæslu. Sam­kvæmt skýrsl­unni er því  brýn­ast að bæta lífs­kjör ein­stæðra for­eldra og barna þeirra en nærri fjögur af hverjum tíu börnum undir lág­tekju­mörkum eru börn ein­stæðra for­eldra

Brýnt að bæta lífs­kjör ein­stæðra for­eldra

Rann­sókn­ar­skýrslan var unnin af Kol­beini Stef­áns­syni, félags­fræð­ing, fyrir til­stilli Vel­ferð­ar­vakt­ar­innar en í rann­sókn­inni er þróun lífs­kjara og lífs­gæða barna rakin yfir­ ­tíma­bilið 2004 til 2016. Í ­skýrsl­unni kemur fram að á heild­ina litið eru lífs­kjör barna á Íslandi góð í sam­an­burði við flest önnur Evr­ópu­lönd. Árið 2016 voru lífs­kjör barna mæld í jafn­gildum ráð­stöf­un­ar­tekjum þau sjö­undu bestu í Evr­ópu, lág­tekju­hlut­fall­ið það þriðja lægsta og hlut­fall barna sem bjuggu á heim­ilum í fjár­hags­þreng­ingum var það sjö­unda lægsta. Þá voru börn und­ir lág­tekju­mörkum á Íslandi ekki mjög langt undir mörk­unum sam­an­borið við flest önnur Evr­ópu­lönd. Í skýrsl­unni segir að það bendi til þess að vand­inn sé ekki óyf­ir­stíg­an­legur ef grípa á til aðgerða til að draga úr fátækt á með­al barna.

Auglýsing

Aftur á móti segir í skýrsl­unni að þó að heild­ar­myndin sé ágæt séu engu að síður óleyst vanda­mál. Sam­kvæmt skýrsl­unni er brýn­ast að bæta lífs­kjör ein­stæðra for­eldra og barna þeirra, en nærri fjögur af hverjum tíu börnum undir lág­tekju­mörkum eru börn ein­stæðra for­eldra. Auk þess þarf einnig að huga að börnum öryrkja. Jafn­framt sé ljóst að staðan á húsnæð­is­mark­aði hefur áhrif á líf­skjör barna. Mun­ur­inn á lág­tekju­hlut­föllum barna fyrir og eftir húsnæð­is­kostnað er með meira móti hér í sam­an­burð­i við önnur Evr­ópu­lönd. Það að búa í leigu­húsnæði hér á landi felur í sér auknar líkur á því að búa við fjár­hags­þreng­ing­ar.

Við­brögð stjórn­valda ekki náð að hlífa börnum við afleið­ingum krepp­unnar

Á milli 2008 og 2016 versnuðu líf­skjör barna, meira á Ís­landi en í öðrum Evr­ópu­lönd­um, að Grikk­landi und­an­skild­u, ­jafn­vel þó líf­skjörin hafi batnað eftir 2011. Þá var Ís­land á meðal þeirra þjóða þar sem tíðn­i fjár­hags­þreng­inga á heim­ilum barna jókst hvað mest í kjölfar hruns­ins en þó einnig á með­al­ þeirra landa þar sem dró einna mest úr fjár­hags­þreng­ingum eftir að krepp­unni lauk.  ­Börn sem búa á heim­ilum sem eru í við­kvæmri stöðu, svo sem börn ein­stæðra for­eldra, öryrkja og atvinnu­lausra, voru mun lík­legri til að búa við fjár­hags­þreng­ingar en börn á heim­ilum sem ekk­ert ofan­greint á við um. 

Mynd: Kjarninn

Versn­andi lífs­kjör barna á Íslandi í krepp­unni skýr­ast að mestu af því að atvinnu­tekjur heim­ila þeirra lækk­uðu. Nið­ur­stöður skýrsl­unnar sýna að félags­legar greiðslur á borð við barna­bæt­ur, fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslur og húsa­leigu­bætur gerðu lítið til þess að draga úr áfall­inu og raunar jók þró­un barna­bóta á vand­ann, ef eitt­hvað er. Það er vegna þess að dregið var umtals­vert úr útgjöldum í til­færslur til fjöl­skyldu­mála og dregið var veru­lega úr stuðn­ingi við barna­fjöl­skyldur með breyt­ingum á upp­hæðum fæð­ing­ar­or­lofs­ins og auk­inni lág­tekju­miðun og minna örlæti barna­bóta. Batn­andi lífs­kjör barna eftir að krepp­unni lauk er því ekki vegna barna­bóta­kerfs­ins, enda hefur það ætíð verið frekar lág­tekju­miðað jafn­vel fyrir hrun, heldur skýr­ast þau mun frekar að stærstu leyti af vax­andi atvinnu­tekjum heim­ila þeirra eftir að upp­sveiflan hófst á ný.

Nið­ur­stöður skýrsl­unnar benda því til þess að ekki hafi verið lögð sér­stök áhersla á að vernda börn á Íslandi fyrir áhrifum krepp­unn­ar né heldur að það hafi verið reynt að bæta lífs­kjör barna í gegnum tæki fjöl­skyldu­stefn­unnar þegar hagur þjóð­ar­bús­ins fór að vænkast. En árið 2016 stóð Ísland hinum Norð­ur­lönd­unum að baki hvað varðar útgjöld til barna­bóta, fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lofs og til dag­gæslu og raunar var Ísland ekki í fremstu röð hvað varðar útgjöld til barna­bóta og fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lofs í víð­ara sam­hengi Evr­ópu­landa og rétt­indi til fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lofs all­nokkuð frá því sem best ger­ist.

Leggur til að fjórar til­lögur

Í lok skýrsl­unn­ar ­setur höf­undur fram fjórar til­lögur til draga úr barna­fá­tækt. Fyrsta til­lagan snýr að því að brúa ummön­unn­ar­tíma­bilið með því að lengja fæð­ing­ar­or­lofið eða auka fram­boð af dag­heim­ila­plássum svo hægt sé að lækka inn­töku­ald­ur­inn. Í öðru lagi auka til­færslur til ein­stæðra for­eldra en sam­kvæmt skýrslu­höf­undi er skil­virkasta og hag­kvæmn­asta leiðin til að draga úr barna­fá­tækt að beina auknum stuðn­ingi að ein­stæðum for­eldrum og börnum þeirra. Það megi til dæmis gera með því að end­ur­skoða tekju­teng­ingu barna­bóta ein­stæðra for­elda. 

Í þriðja lagi að bjóða upp ókeypis skóla­mál­tíðir fyrir börn sem búa við fjár­hags­þreng­ingar en ófull­nægj­andi nær­ing er ein af megin orsökum margra lang­tíma­fleið­inga barna­fá­tækt­ar. Í fjóðra lagi leggur höf­undur til auk­inn­ar  nið­ur­greiðsla tóm­stunda­starfs barna sem búa við fjár­hags­þreng­inga en rann­sóknir hafa sýnt fram á að íþrótta- og tóm­stunda­starfi sé mik­il­vægur félags­legur vett­vangur fyrir börn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent