Laun forstjóra Landsnets hækkuðu um rúm 37 prósent milli ára

Meðallaun Guðmundar Inga Ásmundssonar voru 2.488.000 krónur á mánuði á síðasta ári og hækkuðu því um 37,2% frá árinu áður.

Guðmundur Ingi Ásmundsson
Guðmundur Ingi Ásmundsson
Auglýsing

Heild­ar­laun Guð­mundar Inga Ásmunds­son­ar, for­stjóra Lands­nets, voru 29.856.000 krónur árið 2018 eða að með­al­tali 2.488.000 krónur á mán­uði. Sam­kvæmt árs­skýrslu Lands­nets fyrir árið 2017 þá voru heild­ar­launin 21.762.000 eða að með­al­tali 1.813.500 krónur á mán­uði. Þetta þýðir að launin hækk­uðu um 37,2 pró­sent milli ára.

Í svar­bréfi sem for­maður stjórnar Lands­nets sendi Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og birt var í dag á vef Stjórn­ar­ráðs­ins kemur fram að minnst einu sinni á ári eða oftar séu gerðar launa­grein­ingar til að fylgj­ast með hvernig laun eru að þró­ast á mark­aði. Þannig fáist góðar upp­lýs­ingar um laun á sam­keppn­is­mark­aði og yrti við­mið fyrir allar starfs­stéttir hjá Lands­neti.

Fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra sagð­ist mjög óhress með þær launa­hækk­­­anir sem átt hafa sér stað hjá hluta for­­stjóra rík­­is­­fyr­ir­tækja í fjöl­miðlum þann 13. febr­úar síð­ast­lið­inn. Hann var sam­­mála þeirri gagn­rýni sem sett hefur verið fram um að þær séu takt­­laus­­ar. „Það er ekki annað að sjá en að þau til­­­mæli sem send voru á sínum tíma, í upp­­hafi árs 2017, hafi verið höfð að eng­u,“ sagði hann.

AuglýsingÍ bréfi stjórn­ar­for­manns­ins til Bjarna kemur fram að við mat á við­miðum fyrir laun for­stjóra Lands­nets sé við­mið meðal ann­ars fundið út frá sam­an­burði við sam­bæri­leg fyr­ir­tæki á íslenskum mark­aði þ.e. orku­fyr­ir­tæki og svipuð opin­ber fyr­ir­tæki án bank­anna. Einnig hafi verið hafður til hlið­sjónar fram­reikn­ingur á launum for­stjóra úr frá launa­vísi­tölu. „Loks má nefna að við matið var jafn­framt skoðað innra við­mið þ.e. hlut­falls­legur munur á launum for­stjóra og mið­gildi launa allra starfs­manna LN,“ segir í bréf­inu.

Stjórn Lands­nets bar ábyrgð á samn­ingum um launa­kjör for­stjóra Lands­nets til 1. maí 2010, þegar ákvörðun um laun for­stjóra voru fært til kjara­ráðs. Laun for­stjór­ans lækk­uðu nokkuð eftir það en fylgdu síðan almennum launa­hækk­un­um. Sam­kvæmt for­manni stjórnar gerði launa­lækk­unin það að verkum að launin fylgdu ekki launa­vísi­tölu. Ábyrgð um laun hans voru síðan aftur færð undir stjórn Lands­nets þann 1. júlí 2017.

Súlurit unnið af Stefaníu Sigríði Bjarnadóttur upp úr launagögnum frá LN.

Í bréfi stjórn­ar­for­manns segir að í síð­ustu launa­grein­ingu sem gerð var í ágúst 2018 hafi laun for­stjór­ans verið borin saman við mið­gildi launa allra starfs­manna hjá Lands­neti og fundið út launa­hlut­fall. Það hafi verið 2,27 á síð­asta ári en sam­kvæmt Lands­neti er það lágt á íslenskan mæli­kvarða.

„Stjórn Lands­nets er með­vituð um ábyrgð sína á að laun for­stjóra séu í sem bestu sam­ræmi við umfang og ábyrgð starfs­ins og séu sam­keppn­is­hæf. Og við höfum byggt ákvarð­anir okkar á launa­kjörum for­stjóra á eins hlut­lægan hátt og nokkur kostur er.

Starf­semi Lands­nets er flókin og viða­mik­il. Krafa um rekstr­ar­ör­yggi og stöð­ug­leika kallar á að stjórn skapi for­stjóra laun og önnur starfs­kjör sem eru til þess fallin að hann sam­sami sig fyr­ir­tæk­inu og hlut­verki þess og sýni því þá tryggð sem nauð­syn­leg er,“ segir í bréfi stjórn­ar­for­manns til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
Kjarninn 7. júní 2020
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent