Laun forstjóra Landsnets hækkuðu um rúm 37 prósent milli ára

Meðallaun Guðmundar Inga Ásmundssonar voru 2.488.000 krónur á mánuði á síðasta ári og hækkuðu því um 37,2% frá árinu áður.

Guðmundur Ingi Ásmundsson
Guðmundur Ingi Ásmundsson
Auglýsing

Heild­ar­laun Guð­mundar Inga Ásmunds­son­ar, for­stjóra Lands­nets, voru 29.856.000 krónur árið 2018 eða að með­al­tali 2.488.000 krónur á mán­uði. Sam­kvæmt árs­skýrslu Lands­nets fyrir árið 2017 þá voru heild­ar­launin 21.762.000 eða að með­al­tali 1.813.500 krónur á mán­uði. Þetta þýðir að launin hækk­uðu um 37,2 pró­sent milli ára.

Í svar­bréfi sem for­maður stjórnar Lands­nets sendi Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og birt var í dag á vef Stjórn­ar­ráðs­ins kemur fram að minnst einu sinni á ári eða oftar séu gerðar launa­grein­ingar til að fylgj­ast með hvernig laun eru að þró­ast á mark­aði. Þannig fáist góðar upp­lýs­ingar um laun á sam­keppn­is­mark­aði og yrti við­mið fyrir allar starfs­stéttir hjá Lands­neti.

Fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra sagð­ist mjög óhress með þær launa­hækk­­­anir sem átt hafa sér stað hjá hluta for­­stjóra rík­­is­­fyr­ir­tækja í fjöl­miðlum þann 13. febr­úar síð­ast­lið­inn. Hann var sam­­mála þeirri gagn­rýni sem sett hefur verið fram um að þær séu takt­­laus­­ar. „Það er ekki annað að sjá en að þau til­­­mæli sem send voru á sínum tíma, í upp­­hafi árs 2017, hafi verið höfð að eng­u,“ sagði hann.

AuglýsingÍ bréfi stjórn­ar­for­manns­ins til Bjarna kemur fram að við mat á við­miðum fyrir laun for­stjóra Lands­nets sé við­mið meðal ann­ars fundið út frá sam­an­burði við sam­bæri­leg fyr­ir­tæki á íslenskum mark­aði þ.e. orku­fyr­ir­tæki og svipuð opin­ber fyr­ir­tæki án bank­anna. Einnig hafi verið hafður til hlið­sjónar fram­reikn­ingur á launum for­stjóra úr frá launa­vísi­tölu. „Loks má nefna að við matið var jafn­framt skoðað innra við­mið þ.e. hlut­falls­legur munur á launum for­stjóra og mið­gildi launa allra starfs­manna LN,“ segir í bréf­inu.

Stjórn Lands­nets bar ábyrgð á samn­ingum um launa­kjör for­stjóra Lands­nets til 1. maí 2010, þegar ákvörðun um laun for­stjóra voru fært til kjara­ráðs. Laun for­stjór­ans lækk­uðu nokkuð eftir það en fylgdu síðan almennum launa­hækk­un­um. Sam­kvæmt for­manni stjórnar gerði launa­lækk­unin það að verkum að launin fylgdu ekki launa­vísi­tölu. Ábyrgð um laun hans voru síðan aftur færð undir stjórn Lands­nets þann 1. júlí 2017.

Súlurit unnið af Stefaníu Sigríði Bjarnadóttur upp úr launagögnum frá LN.

Í bréfi stjórn­ar­for­manns segir að í síð­ustu launa­grein­ingu sem gerð var í ágúst 2018 hafi laun for­stjór­ans verið borin saman við mið­gildi launa allra starfs­manna hjá Lands­neti og fundið út launa­hlut­fall. Það hafi verið 2,27 á síð­asta ári en sam­kvæmt Lands­neti er það lágt á íslenskan mæli­kvarða.

„Stjórn Lands­nets er með­vituð um ábyrgð sína á að laun for­stjóra séu í sem bestu sam­ræmi við umfang og ábyrgð starfs­ins og séu sam­keppn­is­hæf. Og við höfum byggt ákvarð­anir okkar á launa­kjörum for­stjóra á eins hlut­lægan hátt og nokkur kostur er.

Starf­semi Lands­nets er flókin og viða­mik­il. Krafa um rekstr­ar­ör­yggi og stöð­ug­leika kallar á að stjórn skapi for­stjóra laun og önnur starfs­kjör sem eru til þess fallin að hann sam­sami sig fyr­ir­tæk­inu og hlut­verki þess og sýni því þá tryggð sem nauð­syn­leg er,“ segir í bréfi stjórn­ar­for­manns til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent