Laun forstjóra Landsnets hækkuðu um rúm 37 prósent milli ára

Meðallaun Guðmundar Inga Ásmundssonar voru 2.488.000 krónur á mánuði á síðasta ári og hækkuðu því um 37,2% frá árinu áður.

Guðmundur Ingi Ásmundsson
Guðmundur Ingi Ásmundsson
Auglýsing

Heildarlaun Guðmundar Inga Ásmundssonar, forstjóra Landsnets, voru 29.856.000 krónur árið 2018 eða að meðaltali 2.488.000 krónur á mánuði. Samkvæmt ársskýrslu Landsnets fyrir árið 2017 þá voru heildarlaunin 21.762.000 eða að meðaltali 1.813.500 krónur á mánuði. Þetta þýðir að launin hækkuðu um 37,2 prósent milli ára.

Í svarbréfi sem formaður stjórnar Landsnets sendi Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra og birt var í dag á vef Stjórnarráðsins kemur fram að minnst einu sinni á ári eða oftar séu gerðar launagreiningar til að fylgjast með hvernig laun eru að þróast á markaði. Þannig fáist góðar upplýsingar um laun á samkeppnismarkaði og yrti viðmið fyrir allar starfsstéttir hjá Landsneti.

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sagðist mjög óhress með þær launa­hækk­anir sem átt hafa sér stað hjá hluta for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja í fjölmiðlum þann 13. febrúar síðastliðinn. Hann var sam­mála þeirri gagn­rýni sem sett hefur verið fram um að þær séu takt­laus­ar. „Það er ekki annað að sjá en að þau til­mæli sem send voru á sínum tíma, í upp­hafi árs 2017, hafi verið höfð að eng­u,“ sagði hann.

Auglýsing


Í bréfi stjórnarformannsins til Bjarna kemur fram að við mat á viðmiðum fyrir laun forstjóra Landsnets sé viðmið meðal annars fundið út frá samanburði við sambærileg fyrirtæki á íslenskum markaði þ.e. orkufyrirtæki og svipuð opinber fyrirtæki án bankanna. Einnig hafi verið hafður til hliðsjónar framreikningur á launum forstjóra úr frá launavísitölu. „Loks má nefna að við matið var jafnframt skoðað innra viðmið þ.e. hlutfallslegur munur á launum forstjóra og miðgildi launa allra starfsmanna LN,“ segir í bréfinu.

Stjórn Landsnets bar ábyrgð á samningum um launakjör forstjóra Landsnets til 1. maí 2010, þegar ákvörðun um laun forstjóra voru fært til kjararáðs. Laun forstjórans lækkuðu nokkuð eftir það en fylgdu síðan almennum launahækkunum. Samkvæmt formanni stjórnar gerði launalækkunin það að verkum að launin fylgdu ekki launavísitölu. Ábyrgð um laun hans voru síðan aftur færð undir stjórn Landsnets þann 1. júlí 2017.

Súlurit unnið af Stefaníu Sigríði Bjarnadóttur upp úr launagögnum frá LN.

Í bréfi stjórnarformanns segir að í síðustu launagreiningu sem gerð var í ágúst 2018 hafi laun forstjórans verið borin saman við miðgildi launa allra starfsmanna hjá Landsneti og fundið út launahlutfall. Það hafi verið 2,27 á síðasta ári en samkvæmt Landsneti er það lágt á íslenskan mælikvarða.

„Stjórn Landsnets er meðvituð um ábyrgð sína á að laun forstjóra séu í sem bestu samræmi við umfang og ábyrgð starfsins og séu samkeppnishæf. Og við höfum byggt ákvarðanir okkar á launakjörum forstjóra á eins hlutlægan hátt og nokkur kostur er.

Starfsemi Landsnets er flókin og viðamikil. Krafa um rekstraröryggi og stöðugleika kallar á að stjórn skapi forstjóra laun og önnur starfskjör sem eru til þess fallin að hann samsami sig fyrirtækinu og hlutverki þess og sýni því þá tryggð sem nauðsynleg er,“ segir í bréfi stjórnarformanns til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent