Laun forstjóra Landsnets hækkuðu um rúm 37 prósent milli ára

Meðallaun Guðmundar Inga Ásmundssonar voru 2.488.000 krónur á mánuði á síðasta ári og hækkuðu því um 37,2% frá árinu áður.

Guðmundur Ingi Ásmundsson
Guðmundur Ingi Ásmundsson
Auglýsing

Heild­ar­laun Guð­mundar Inga Ásmunds­son­ar, for­stjóra Lands­nets, voru 29.856.000 krónur árið 2018 eða að með­al­tali 2.488.000 krónur á mán­uði. Sam­kvæmt árs­skýrslu Lands­nets fyrir árið 2017 þá voru heild­ar­launin 21.762.000 eða að með­al­tali 1.813.500 krónur á mán­uði. Þetta þýðir að launin hækk­uðu um 37,2 pró­sent milli ára.

Í svar­bréfi sem for­maður stjórnar Lands­nets sendi Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og birt var í dag á vef Stjórn­ar­ráðs­ins kemur fram að minnst einu sinni á ári eða oftar séu gerðar launa­grein­ingar til að fylgj­ast með hvernig laun eru að þró­ast á mark­aði. Þannig fáist góðar upp­lýs­ingar um laun á sam­keppn­is­mark­aði og yrti við­mið fyrir allar starfs­stéttir hjá Lands­neti.

Fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra sagð­ist mjög óhress með þær launa­hækk­­­anir sem átt hafa sér stað hjá hluta for­­stjóra rík­­is­­fyr­ir­tækja í fjöl­miðlum þann 13. febr­úar síð­ast­lið­inn. Hann var sam­­mála þeirri gagn­rýni sem sett hefur verið fram um að þær séu takt­­laus­­ar. „Það er ekki annað að sjá en að þau til­­­mæli sem send voru á sínum tíma, í upp­­hafi árs 2017, hafi verið höfð að eng­u,“ sagði hann.

AuglýsingÍ bréfi stjórn­ar­for­manns­ins til Bjarna kemur fram að við mat á við­miðum fyrir laun for­stjóra Lands­nets sé við­mið meðal ann­ars fundið út frá sam­an­burði við sam­bæri­leg fyr­ir­tæki á íslenskum mark­aði þ.e. orku­fyr­ir­tæki og svipuð opin­ber fyr­ir­tæki án bank­anna. Einnig hafi verið hafður til hlið­sjónar fram­reikn­ingur á launum for­stjóra úr frá launa­vísi­tölu. „Loks má nefna að við matið var jafn­framt skoðað innra við­mið þ.e. hlut­falls­legur munur á launum for­stjóra og mið­gildi launa allra starfs­manna LN,“ segir í bréf­inu.

Stjórn Lands­nets bar ábyrgð á samn­ingum um launa­kjör for­stjóra Lands­nets til 1. maí 2010, þegar ákvörðun um laun for­stjóra voru fært til kjara­ráðs. Laun for­stjór­ans lækk­uðu nokkuð eftir það en fylgdu síðan almennum launa­hækk­un­um. Sam­kvæmt for­manni stjórnar gerði launa­lækk­unin það að verkum að launin fylgdu ekki launa­vísi­tölu. Ábyrgð um laun hans voru síðan aftur færð undir stjórn Lands­nets þann 1. júlí 2017.

Súlurit unnið af Stefaníu Sigríði Bjarnadóttur upp úr launagögnum frá LN.

Í bréfi stjórn­ar­for­manns segir að í síð­ustu launa­grein­ingu sem gerð var í ágúst 2018 hafi laun for­stjór­ans verið borin saman við mið­gildi launa allra starfs­manna hjá Lands­neti og fundið út launa­hlut­fall. Það hafi verið 2,27 á síð­asta ári en sam­kvæmt Lands­neti er það lágt á íslenskan mæli­kvarða.

„Stjórn Lands­nets er með­vituð um ábyrgð sína á að laun for­stjóra séu í sem bestu sam­ræmi við umfang og ábyrgð starfs­ins og séu sam­keppn­is­hæf. Og við höfum byggt ákvarð­anir okkar á launa­kjörum for­stjóra á eins hlut­lægan hátt og nokkur kostur er.

Starf­semi Lands­nets er flókin og viða­mik­il. Krafa um rekstr­ar­ör­yggi og stöð­ug­leika kallar á að stjórn skapi for­stjóra laun og önnur starfs­kjör sem eru til þess fallin að hann sam­sami sig fyr­ir­tæk­inu og hlut­verki þess og sýni því þá tryggð sem nauð­syn­leg er,“ segir í bréfi stjórn­ar­for­manns til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent