Skuldabréfaeigendur WOW air gætu þurft að fallast á tugprósenta afskriftir

Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um.

Wow air
Auglýsing

Skulda­bréfa­eig­end­­ur WOW a­ir ­gætu þurft að sam­þykkja tug­­pró­­senta af­­skrift­ir af höf­uð­stól bréf­anna til þess að kaup Indigo Partner­s í fé­lag­inu nái fram að ganga. Auk þess krefst banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lagið að end­an­legur eign­ar­hlut­ur Skúla Mog­en­sen, for­­stjóra og stofn­anda WOW a­ir, í fé­lag­inu verði mun minni í kjöl­far við­skipt­anna en áður hef­ur verið rætt um. Flug­fé­lagið fékk í síð­ustu viku frest til lok mán­að­ar­ins til að ná sam­komu­lagið við Indigo Partner­s. Frá þessu er greint í Mark­að­in­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag. 

Skulda­bréfa­eignend­ur WOW a­ir fjár­festu fyrir 8,2 millj­arða síð­asta haust

Fyrir helgi var greint frá því að WOW a­ir og banda­ríska félag­ið Indigo Partner­s á­kváðu að taka sér mánuð til við­­­bót­­­ar, til 29. mars, til að reyna að ná sam­komu­lagi um fjár­­­­­fest­ingu síð­­­­­ar­­­nefnda félags­­­ins í WOW a­ir. Skúli Mog­en­sen fund­aði með banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lag­inu síð­asta fimmtu­dag, sem var dag­ur­inn sem frestur sem skulda­bréfa­eig­end­ur WOW a­ir veittu félag­inu til þess að ná sam­komu­lagi við banda­ríska félagið rann út. Sam­kvæmt umfjöllun Mark­að­ar­ins voru á þeim fundi skil­yrðin um nið­ur­skrift á kröfum skulda­bréfa­eig­and­anna WOW a­ir, sem fjár­festu fyrir sam­tals 60 millj­ónir evra eða um 8,2 millj­arða króna í skulda­bréfa­út­boði flug­fé­lags­ins síð­asta haust lögð fram. Á meðal skulda­bréfa­eig­andi er meðal ann­ars banda­ríska sjóð­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tæki Eaton Vance en sjóð­ur­inn keypti skulda­bréf í útboð­i WOW ­fyrir um 10 millj­­ónir evra, eða sem nemur tæp­­lega 1,4 millj­­arða króna 

Á fund­inum lögðu full­trú­ar Indigo air auk þess fram þá kröfu um að Skúli afskrifi hluta af eign­ar­hlut sínum en hann fjár­festi sjálfur fyrir 5,5 millj­ónir evra í skulda­bréfa­út­boð­i WOW a­ir í haust. Sam­kvæmt heim­ild­um ­Mark­að­ar­ins komu kröf­urnar Skúla veru­lega á óvart og ollu hon­um ­miklum von­brigð­um. En greint hefur verið frá því að for­svars­menn WOW air komust að sam­komu­lagi við leigusala flug­fé­lags­ins en það var talin stór hindrun í samn­inga­við­ræðum flug­fé­lags­ins við Indigo partner­s. 

Auglýsing

Enn­fremur gætu til við­bót­ar, við þær ­nið­ur­skrift­ir ­sem skulda­bréfa­eig­end­ur WOW a­ir eru krafðir um, aðrir lán­ar­drottnar og kröfu­hafar flug­fé­lags­ins  þurft að gefa eitt­hvað eftir af kröfum sínum á hendur félag­inu, sam­kvæmt heim­ild­ar­mönnum Mark­að­ar­ins. En ef við­ræð­ur­ WOW a­ir ­ganga ekki eftir og greiðslu­þrot blasir við flug­fé­lag­inu þá þyrfti skulda­bréfa­eigandur að óbreyttu að tapa kröfum sínum að stórum hluta.  

Greint var frá því á föstu­dag­inn að Skúli hefði sett sig í sam­­band við Icelanda­ir í kjöl­far fund­ar­ins til að kanna hvort mög­u­­leiki væri á því að taka upp þráð­inn á nýjan leik en stjórn­ Icelanda­ir til­kynnti sama dag að ganga ekki til­ við­ræna við flug­fé­lag­ið. Við­ræð­ur­ WOW a­ir og Indigo hafa staðið yfir síðan í nóv­­em­ber þegar ljóst var að Icelanda­ir ætl­­aði sér ekki að kaupa WOW a­ir. Horft hefur verið til þess að WOW ­geti fengið um 9 millj­­arða fjár­­­fest­ingu frá­ Indigo, að upp­­­fylltum skil­yrð­­um. WOW a­ir tap­aði 33,6 millj­­­­­ónum dala, sem jafn­­­­­­­­­gildir um 4,2 millj­­­­­arði króna, á fyrstu níu mán­uðum árs­ins í fyrra. 

Skila­greinar launa­greið­enda í van­skilum bera 12,25 pró­sent drátt­ar­vexti

Í gær var greint frá því að WOW a­ir hefði ekki greitt mót­fram­lag í líf­eyr­is- og sér­­­eigna­­sparnað í þrjá mán­uði, bæði hvað varðar skyldu­ið­gjald og sér­eign­ar­sparn­að, en sam­kvæmt upp­lýs­inga­full­trúa fyr­ir­tæk­is­ins vonast ­fé­lagið til þess að koma því í skil í þessum mán­uð­i. Um er að ræða greiðslur vegna nóv­­em­ber og des­em­ber síð­­asta árs auk jan­úar þessa árs en þær eru allar komnar fram yfir eindaga. WOW hefur átt í miklum lausa­­fjár­­erf­ið­­leikum og hefur ekki getað staðið skil á fyrr­­nefndum greiðslum vegna þessa. 

Í Morg­un­blað­inu í dag er greint frá því að atvinnu­rek­endum sé ekki mögu­legt að aðgreina mót­fram­lag sitt og iðgjalda­greiðslur laun­þega í upp­gjöri sínu við líf­eyr­is­sjóði. Þannig geri sam­þykktir helstu líf­eyr­is­sjóða lands­ins ekki ráð fyrir því að launa­greið­endum sé kleift að standa skil á iðgjalda­greiðslum þeim sem þeir draga af launum starfs­manna sinna á sama tíma og þeir draga að greiða lög­bundið mót­fram­lag sitt á sama tíma. Þannig byggj­ast kröfur líf­eyr­is­sjóða á hendur launa­greið­endum á skila­greinum og eng­inn aðskiln­aður við inn­heimt­una gerður á mót­fram­lag­inu og iðgjalda­greiðslum laun­þega.

Þegar dráttur verður á iðgjalda­greiðslum til líf­eyr­is­sjóða stofn­ast til vaxta­kröfu sem mið­ast við drátt­ar­vexti á hverjum tíma en drátt­ar­vextir eru 12,25 pró­sent í dag, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Seðla­bank­an­um. Jafn­framt er kveðið á um í sam­þykktum helstu líf­eyr­is­sjóða að skila­greinar frá launa­greið­endum telj­ist í van­skilum uns full greiðsla henn­ar, ásamt áföllnum van­skila­vöxtum séu inntar af hend­i.  Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Morg­un­blaðs­ins grípa líf­eyr­is­sjóðir til ákveð­inna inn­heimtu­að­gerða þegar líf­eyr­is­ið­gjöld eru komin í 90 daga van­skil. Það er m.a. gert þar sem Ábyrgð­ar­sjóður launa  ábyrgist kröfur líf­eyr­is­sjóða um líf­eyr­is­sjóðsið­gjöld til 18 mán­aða. Ekk­ert þak er á þeirri ábyrgð og sjóð­ur­inn gerir ekki grein­ar­mun á van­goldnu mót­fram­lagi atvinnu­rek­anda og iðgjaldi launa­manna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent