Skuldabréfaeigendur WOW air gætu þurft að fallast á tugprósenta afskriftir

Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um.

Wow air
Auglýsing

Skulda­bréfa­eig­end­­ur WOW a­ir ­gætu þurft að sam­þykkja tug­­pró­­senta af­­skrift­ir af höf­uð­stól bréf­anna til þess að kaup Indigo Partner­s í fé­lag­inu nái fram að ganga. Auk þess krefst banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lagið að end­an­legur eign­ar­hlut­ur Skúla Mog­en­sen, for­­stjóra og stofn­anda WOW a­ir, í fé­lag­inu verði mun minni í kjöl­far við­skipt­anna en áður hef­ur verið rætt um. Flug­fé­lagið fékk í síð­ustu viku frest til lok mán­að­ar­ins til að ná sam­komu­lagið við Indigo Partner­s. Frá þessu er greint í Mark­að­in­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag. 

Skulda­bréfa­eignend­ur WOW a­ir fjár­festu fyrir 8,2 millj­arða síð­asta haust

Fyrir helgi var greint frá því að WOW a­ir og banda­ríska félag­ið Indigo Partner­s á­kváðu að taka sér mánuð til við­­­bót­­­ar, til 29. mars, til að reyna að ná sam­komu­lagi um fjár­­­­­fest­ingu síð­­­­­ar­­­nefnda félags­­­ins í WOW a­ir. Skúli Mog­en­sen fund­aði með banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lag­inu síð­asta fimmtu­dag, sem var dag­ur­inn sem frestur sem skulda­bréfa­eig­end­ur WOW a­ir veittu félag­inu til þess að ná sam­komu­lagi við banda­ríska félagið rann út. Sam­kvæmt umfjöllun Mark­að­ar­ins voru á þeim fundi skil­yrðin um nið­ur­skrift á kröfum skulda­bréfa­eig­and­anna WOW a­ir, sem fjár­festu fyrir sam­tals 60 millj­ónir evra eða um 8,2 millj­arða króna í skulda­bréfa­út­boði flug­fé­lags­ins síð­asta haust lögð fram. Á meðal skulda­bréfa­eig­andi er meðal ann­ars banda­ríska sjóð­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tæki Eaton Vance en sjóð­ur­inn keypti skulda­bréf í útboð­i WOW ­fyrir um 10 millj­­ónir evra, eða sem nemur tæp­­lega 1,4 millj­­arða króna 

Á fund­inum lögðu full­trú­ar Indigo air auk þess fram þá kröfu um að Skúli afskrifi hluta af eign­ar­hlut sínum en hann fjár­festi sjálfur fyrir 5,5 millj­ónir evra í skulda­bréfa­út­boð­i WOW a­ir í haust. Sam­kvæmt heim­ild­um ­Mark­að­ar­ins komu kröf­urnar Skúla veru­lega á óvart og ollu hon­um ­miklum von­brigð­um. En greint hefur verið frá því að for­svars­menn WOW air komust að sam­komu­lagi við leigusala flug­fé­lags­ins en það var talin stór hindrun í samn­inga­við­ræðum flug­fé­lags­ins við Indigo partner­s. 

Auglýsing

Enn­fremur gætu til við­bót­ar, við þær ­nið­ur­skrift­ir ­sem skulda­bréfa­eig­end­ur WOW a­ir eru krafðir um, aðrir lán­ar­drottnar og kröfu­hafar flug­fé­lags­ins  þurft að gefa eitt­hvað eftir af kröfum sínum á hendur félag­inu, sam­kvæmt heim­ild­ar­mönnum Mark­að­ar­ins. En ef við­ræð­ur­ WOW a­ir ­ganga ekki eftir og greiðslu­þrot blasir við flug­fé­lag­inu þá þyrfti skulda­bréfa­eigandur að óbreyttu að tapa kröfum sínum að stórum hluta.  

Greint var frá því á föstu­dag­inn að Skúli hefði sett sig í sam­­band við Icelanda­ir í kjöl­far fund­ar­ins til að kanna hvort mög­u­­leiki væri á því að taka upp þráð­inn á nýjan leik en stjórn­ Icelanda­ir til­kynnti sama dag að ganga ekki til­ við­ræna við flug­fé­lag­ið. Við­ræð­ur­ WOW a­ir og Indigo hafa staðið yfir síðan í nóv­­em­ber þegar ljóst var að Icelanda­ir ætl­­aði sér ekki að kaupa WOW a­ir. Horft hefur verið til þess að WOW ­geti fengið um 9 millj­­arða fjár­­­fest­ingu frá­ Indigo, að upp­­­fylltum skil­yrð­­um. WOW a­ir tap­aði 33,6 millj­­­­­ónum dala, sem jafn­­­­­­­­­gildir um 4,2 millj­­­­­arði króna, á fyrstu níu mán­uðum árs­ins í fyrra. 

Skila­greinar launa­greið­enda í van­skilum bera 12,25 pró­sent drátt­ar­vexti

Í gær var greint frá því að WOW a­ir hefði ekki greitt mót­fram­lag í líf­eyr­is- og sér­­­eigna­­sparnað í þrjá mán­uði, bæði hvað varðar skyldu­ið­gjald og sér­eign­ar­sparn­að, en sam­kvæmt upp­lýs­inga­full­trúa fyr­ir­tæk­is­ins vonast ­fé­lagið til þess að koma því í skil í þessum mán­uð­i. Um er að ræða greiðslur vegna nóv­­em­ber og des­em­ber síð­­asta árs auk jan­úar þessa árs en þær eru allar komnar fram yfir eindaga. WOW hefur átt í miklum lausa­­fjár­­erf­ið­­leikum og hefur ekki getað staðið skil á fyrr­­nefndum greiðslum vegna þessa. 

Í Morg­un­blað­inu í dag er greint frá því að atvinnu­rek­endum sé ekki mögu­legt að aðgreina mót­fram­lag sitt og iðgjalda­greiðslur laun­þega í upp­gjöri sínu við líf­eyr­is­sjóði. Þannig geri sam­þykktir helstu líf­eyr­is­sjóða lands­ins ekki ráð fyrir því að launa­greið­endum sé kleift að standa skil á iðgjalda­greiðslum þeim sem þeir draga af launum starfs­manna sinna á sama tíma og þeir draga að greiða lög­bundið mót­fram­lag sitt á sama tíma. Þannig byggj­ast kröfur líf­eyr­is­sjóða á hendur launa­greið­endum á skila­greinum og eng­inn aðskiln­aður við inn­heimt­una gerður á mót­fram­lag­inu og iðgjalda­greiðslum laun­þega.

Þegar dráttur verður á iðgjalda­greiðslum til líf­eyr­is­sjóða stofn­ast til vaxta­kröfu sem mið­ast við drátt­ar­vexti á hverjum tíma en drátt­ar­vextir eru 12,25 pró­sent í dag, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Seðla­bank­an­um. Jafn­framt er kveðið á um í sam­þykktum helstu líf­eyr­is­sjóða að skila­greinar frá launa­greið­endum telj­ist í van­skilum uns full greiðsla henn­ar, ásamt áföllnum van­skila­vöxtum séu inntar af hend­i.  Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Morg­un­blaðs­ins grípa líf­eyr­is­sjóðir til ákveð­inna inn­heimtu­að­gerða þegar líf­eyr­is­ið­gjöld eru komin í 90 daga van­skil. Það er m.a. gert þar sem Ábyrgð­ar­sjóður launa  ábyrgist kröfur líf­eyr­is­sjóða um líf­eyr­is­sjóðsið­gjöld til 18 mán­aða. Ekk­ert þak er á þeirri ábyrgð og sjóð­ur­inn gerir ekki grein­ar­mun á van­goldnu mót­fram­lagi atvinnu­rek­anda og iðgjaldi launa­manna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira
Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.
Kjarninn 8. desember 2019
Jólahryllingssögur
Ingi Þór Tryggvason hefur skrifað bókaseríu um jólahrylling. Fyrsta sagan fjallar um strák sem horfir á Grýlu taka kærustu sýna og ákveður fara á eftir tröllinu og reyna bjarga stelpunni. Hann safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 8. desember 2019
Þórarinn Hjaltason.
Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð
Kjarninn 8. desember 2019
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
Kjarninn 8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
Kjarninn 8. desember 2019
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
Kjarninn 8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent