Skuldabréfaeigendur WOW air gætu þurft að fallast á tugprósenta afskriftir

Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um.

Wow air
Auglýsing

Skulda­bréfa­eig­end­­ur WOW a­ir ­gætu þurft að sam­þykkja tug­­pró­­senta af­­skrift­ir af höf­uð­stól bréf­anna til þess að kaup Indigo Partner­s í fé­lag­inu nái fram að ganga. Auk þess krefst banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lagið að end­an­legur eign­ar­hlut­ur Skúla Mog­en­sen, for­­stjóra og stofn­anda WOW a­ir, í fé­lag­inu verði mun minni í kjöl­far við­skipt­anna en áður hef­ur verið rætt um. Flug­fé­lagið fékk í síð­ustu viku frest til lok mán­að­ar­ins til að ná sam­komu­lagið við Indigo Partner­s. Frá þessu er greint í Mark­að­in­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag. 

Skulda­bréfa­eignend­ur WOW a­ir fjár­festu fyrir 8,2 millj­arða síð­asta haust

Fyrir helgi var greint frá því að WOW a­ir og banda­ríska félag­ið Indigo Partner­s á­kváðu að taka sér mánuð til við­­­bót­­­ar, til 29. mars, til að reyna að ná sam­komu­lagi um fjár­­­­­fest­ingu síð­­­­­ar­­­nefnda félags­­­ins í WOW a­ir. Skúli Mog­en­sen fund­aði með banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lag­inu síð­asta fimmtu­dag, sem var dag­ur­inn sem frestur sem skulda­bréfa­eig­end­ur WOW a­ir veittu félag­inu til þess að ná sam­komu­lagi við banda­ríska félagið rann út. Sam­kvæmt umfjöllun Mark­að­ar­ins voru á þeim fundi skil­yrðin um nið­ur­skrift á kröfum skulda­bréfa­eig­and­anna WOW a­ir, sem fjár­festu fyrir sam­tals 60 millj­ónir evra eða um 8,2 millj­arða króna í skulda­bréfa­út­boði flug­fé­lags­ins síð­asta haust lögð fram. Á meðal skulda­bréfa­eig­andi er meðal ann­ars banda­ríska sjóð­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tæki Eaton Vance en sjóð­ur­inn keypti skulda­bréf í útboð­i WOW ­fyrir um 10 millj­­ónir evra, eða sem nemur tæp­­lega 1,4 millj­­arða króna 

Á fund­inum lögðu full­trú­ar Indigo air auk þess fram þá kröfu um að Skúli afskrifi hluta af eign­ar­hlut sínum en hann fjár­festi sjálfur fyrir 5,5 millj­ónir evra í skulda­bréfa­út­boð­i WOW a­ir í haust. Sam­kvæmt heim­ild­um ­Mark­að­ar­ins komu kröf­urnar Skúla veru­lega á óvart og ollu hon­um ­miklum von­brigð­um. En greint hefur verið frá því að for­svars­menn WOW air komust að sam­komu­lagi við leigusala flug­fé­lags­ins en það var talin stór hindrun í samn­inga­við­ræðum flug­fé­lags­ins við Indigo partner­s. 

Auglýsing

Enn­fremur gætu til við­bót­ar, við þær ­nið­ur­skrift­ir ­sem skulda­bréfa­eig­end­ur WOW a­ir eru krafðir um, aðrir lán­ar­drottnar og kröfu­hafar flug­fé­lags­ins  þurft að gefa eitt­hvað eftir af kröfum sínum á hendur félag­inu, sam­kvæmt heim­ild­ar­mönnum Mark­að­ar­ins. En ef við­ræð­ur­ WOW a­ir ­ganga ekki eftir og greiðslu­þrot blasir við flug­fé­lag­inu þá þyrfti skulda­bréfa­eigandur að óbreyttu að tapa kröfum sínum að stórum hluta.  

Greint var frá því á föstu­dag­inn að Skúli hefði sett sig í sam­­band við Icelanda­ir í kjöl­far fund­ar­ins til að kanna hvort mög­u­­leiki væri á því að taka upp þráð­inn á nýjan leik en stjórn­ Icelanda­ir til­kynnti sama dag að ganga ekki til­ við­ræna við flug­fé­lag­ið. Við­ræð­ur­ WOW a­ir og Indigo hafa staðið yfir síðan í nóv­­em­ber þegar ljóst var að Icelanda­ir ætl­­aði sér ekki að kaupa WOW a­ir. Horft hefur verið til þess að WOW ­geti fengið um 9 millj­­arða fjár­­­fest­ingu frá­ Indigo, að upp­­­fylltum skil­yrð­­um. WOW a­ir tap­aði 33,6 millj­­­­­ónum dala, sem jafn­­­­­­­­­gildir um 4,2 millj­­­­­arði króna, á fyrstu níu mán­uðum árs­ins í fyrra. 

Skila­greinar launa­greið­enda í van­skilum bera 12,25 pró­sent drátt­ar­vexti

Í gær var greint frá því að WOW a­ir hefði ekki greitt mót­fram­lag í líf­eyr­is- og sér­­­eigna­­sparnað í þrjá mán­uði, bæði hvað varðar skyldu­ið­gjald og sér­eign­ar­sparn­að, en sam­kvæmt upp­lýs­inga­full­trúa fyr­ir­tæk­is­ins vonast ­fé­lagið til þess að koma því í skil í þessum mán­uð­i. Um er að ræða greiðslur vegna nóv­­em­ber og des­em­ber síð­­asta árs auk jan­úar þessa árs en þær eru allar komnar fram yfir eindaga. WOW hefur átt í miklum lausa­­fjár­­erf­ið­­leikum og hefur ekki getað staðið skil á fyrr­­nefndum greiðslum vegna þessa. 

Í Morg­un­blað­inu í dag er greint frá því að atvinnu­rek­endum sé ekki mögu­legt að aðgreina mót­fram­lag sitt og iðgjalda­greiðslur laun­þega í upp­gjöri sínu við líf­eyr­is­sjóði. Þannig geri sam­þykktir helstu líf­eyr­is­sjóða lands­ins ekki ráð fyrir því að launa­greið­endum sé kleift að standa skil á iðgjalda­greiðslum þeim sem þeir draga af launum starfs­manna sinna á sama tíma og þeir draga að greiða lög­bundið mót­fram­lag sitt á sama tíma. Þannig byggj­ast kröfur líf­eyr­is­sjóða á hendur launa­greið­endum á skila­greinum og eng­inn aðskiln­aður við inn­heimt­una gerður á mót­fram­lag­inu og iðgjalda­greiðslum laun­þega.

Þegar dráttur verður á iðgjalda­greiðslum til líf­eyr­is­sjóða stofn­ast til vaxta­kröfu sem mið­ast við drátt­ar­vexti á hverjum tíma en drátt­ar­vextir eru 12,25 pró­sent í dag, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Seðla­bank­an­um. Jafn­framt er kveðið á um í sam­þykktum helstu líf­eyr­is­sjóða að skila­greinar frá launa­greið­endum telj­ist í van­skilum uns full greiðsla henn­ar, ásamt áföllnum van­skila­vöxtum séu inntar af hend­i.  Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Morg­un­blaðs­ins grípa líf­eyr­is­sjóðir til ákveð­inna inn­heimtu­að­gerða þegar líf­eyr­is­ið­gjöld eru komin í 90 daga van­skil. Það er m.a. gert þar sem Ábyrgð­ar­sjóður launa  ábyrgist kröfur líf­eyr­is­sjóða um líf­eyr­is­sjóðsið­gjöld til 18 mán­aða. Ekk­ert þak er á þeirri ábyrgð og sjóð­ur­inn gerir ekki grein­ar­mun á van­goldnu mót­fram­lagi atvinnu­rek­anda og iðgjaldi launa­manna.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent